Heyrði einn góðan

Heyrði einn góðan í dag:.............. 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%, 18%,18%........................Blush

Og ég grét úr hlátri...


Auðmaður

Fór í dag og ræddi við þjónustufulltrúann í Glitni sem lánaði mér fyrir húsinu fyrir fjórum árum. (By the way.. verðbólguspáin sem ég fékk í hendurnar á þeim tíma hefur ekki staðist frekar en væntingarnar sem ég geri til Tottenham.)

Með ágætri samvinnu tókum við áskorun Geirs Haarde.

Geir skoraði á íslenska auðmenn að flytja heim til Íslands þann auð sem þeir eiga erlendis.

Ég játa á mig glæpinn.Og þjónustufulltrúinn ætlar að fara í málið.  Leggjast á árarnar skilurðu.. stormur og fárviðri og allt það....

Ég á kornunga systur í Danmörku, tvo frábæra frændur og ekki má gleyma kallinum hennar systu.Þótt hann sé Dani sem lagði grunninn að efnahag Breta á árum áður.

Ég sagði einnig frá hundinum Siggi, sem er víst ekki veðsettur og ekki má gleyma Esjberg mikrobryggerie.

Ef það er ekki fullt í Norrænu í næstu viku þá er aldrei að vita......

Svo er alltaf hægt að rölta út í Akurey með fána og lýsa yfir sjálfstæði...


Túbusjónvarp

Það var hringt í mig frá Innlit/útlit í dag.

Það er víst helv. kúl í dag að eiga 10 ára gamalt Samsung 28 tommu túbusjónvarp frá Elko í Osló. 

Þáttaröð um fólk sem gleymdi að kaupa hitt og þetta, og komst alveg upp með það.Heykv%C3%ADsl

Svo heyrði ég það að allar heykvíslar væru uppseldar í Húsasmiðjunni og Byko...... frönsk áhrif..

 


Ég á 7.000 peseta

Icebank hefur  tekið upp sitt fyrra nafn og heitir nú Sparisjóðsbanki Íslands.

Ég vissi svo sem ekki mikið um Icebank.. hann er allavega ekki með útibú á Akranesi.

En ég skil hvað menn eru að gera. Vörumerkið Ice er brennimerkt, eins og sviðahaus sem brennur undir kröftugum gasloga.. 

Evrópubúar vilja varla frá ís í drykkinn sinn í Evrópu eftir Icesave ævintýrið hjá Landsbankanum.

Ice er ekkert kúl lengur.

Það þarf að plögga big time í Evrópu og víðar á næstu misserum til þess að laga þjóðarstoltið...

e.s. ég á 7.000 peseta ef einhver er á leið í Leifsstöð og á bara íslenskar krónur...

 

 

 

 

 

 


Gráð og 8% hagvöxtur um helgina

Ég var að horfa á veðurfréttirnar á RÚV.

Velti því fyrir mér hvort Teddi Hervars og félagar hans á VSÍ (Veðurstofu Íslands) hefðu ekki getað spáð fyrir um efnhagsmálin, on the side. Og komist að svipaðri niðurstöðu og allar greiningadeildirnar sem voru til hér fyrir nokkrum vikum.... þetta eru svipuð vísindi.. kannski, ef og hefði...

Greiningardeild VSÍ spáir 8% hagvexti um helgina en slyddu og skít á mánudaginn...

Seljið allt verðbréfasafnð og skellið því á verðtryggðar sparibækur, pronto..

 veðrið kl. 18.. sv gola, 3 msek, gráð...nánar í 10 fréttum..


Give me the money

Ég gerði samning við Landsbankann um að greiða í séreignarlífeyrissjóð á sínum tíma.

Staðan í dag er að það fyrirtæki er ekki lengur til og enginn veit hvar peningarnir eru. Ég sárvorkenndi þjónustufulltrúanum í Landsbankanum sem ég ræddi við í morgun. Hún var döpur en hún reyndi að aðstoða mig eftir bestu getu. Það var reyndar Síríus súkkulaði í boði fyrir viðskiptavinina. Grand. 

Ég velti því fyrir mér hvort að sá samningur sem ég gerði á sínum tíma sé enn í gildi. Sá aðili sem ég samdi við fór á hausinn.

Get ég ekki krafist þess að fá brunarústirnar sem verða eftir á reikningnum.

Þegar búið verður að greiða úr flækjunni. 

 


Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur

Ég sé fyrir mér að ríkisstjórn Íslands boði til fréttamannafundar á allra næstu dögum.

Í Iðnó.. fullt af erlendum fréttamönnum...

Inn kemur blaðafulltrúi og kynnir Ólaf Stefánsson fyrirliða silfurliðsins á ÓL..............

„Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur. Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf. Höldum áfram að breyta heiminum og virkja þá sköpunargáfu, sem býr í okkur og verum bara best."

Og allt mun lagast.....

 

 

 


Fullt af € og $ þessum netbanka

Í nýja heimabankanum mínum get ég verslað með Evrur og Dollara eins og vindurinn...

Username: Iceland

Password: SOS

Pincode: Darling

 

 


Andskotans -

Fyrir um sjö árum hóf að greiða viðbótarlífeyrissparnað í sjóð hjá Landsbankanum sem kallast Íslenski lífeyrissjóðurinn..Gimmikkið var að fjölskyldan myndi fá sjö ára greiðslu meðallauna minna úr sjóðnum ef kransæðakíttið sem ég hef étið um ævina færi að virka á röngum tíma.. Líftrygging frá Swiss Life og allt það.. alveg skothelt dæmi.. eða þannig

Á heimasíðu Landsbankans er þessa klausu að finna sem er hér fyrir neðan. Ef ég skil lögfræðitextann sem þar er skrifaður þá hef ég tapað þessum sparnaði sem var töluverður.... og þetta leit svo helvíti vel út þann 8.september þegar ég fékk yfirlitið...................kannski að Pútin reddi þessu..

Hvað lífeyrissparnað hjá lífeyrissjóðum varðar, þ.m.t. Íslenska lífeyrissjóðsins sem er með vörslusamning við Landsbanka Íslands, nýtur lífeyrissparnaður hjá lífeyrissjóðum ekki ábyrgðar Tryggingasjóðs innstæðueigenda enda ekki um innlán til banka að ræða eða hefðbundna almenna bankastarfsemi.  Í þessu sambandi má benda á að Íslenski lífeyrissjóðurinn starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Um fjárfestingar sjóðsins gilda reglur laganna um fjárfestingar sem byggja m.a. á kröfum um tiltekna eignadreifingu þannig að sjóðurinn á kröfur á fjölmörg fyrirtæki, banka, stofnanir sem og Íslenska ríkið. Greiðsluhæfi þessara aðila ræður því mestu um verðmæti lífeyrissparnaðarins sem og ávöxtun þeirra krafna, hvort sem er um hlutabréf, skuldabréf eða innlán hjá innlánsstofnunum.


hey oh, now listen what I say

Það var ekki kreppublús hjá 6 ára syni mínum í morgun þegar hann fór fram úr í morgun kl. 7.

Á bjagaðri en mjög flottri ensku söng hann bút úr lagi með Red Hot Chili Peppers: 

Hey oh... listen what I say oh
I got your hey oh, now listen what I say oh...

Það þarf ekkert meira til að koma sér í gang þegar maður er 6 ára...

 

Djöfull er ég glaður að hafa ekki keypt Honduna fyrir 7 vikum á myntkörfuláninu sem var í boði...


Nýtt greiðslukortatímabil?

Í kvöld þegar ég kom heim úr vinnu beið umslag fra Glitni eftir mér á eldhúsborðinu.

Í því var nýtt VISA kort frá Glitni.

Ég var orðlaus og leit í kringum mig hvort einhver væri með falda myndavél í eldavélinni.

Úff.. fréttir dagsins voru einsleitar en það var ágætt að heyra í veðurfræðingnum sem spáði því að veðrið færi hlýnandi... upp með hökuna..


Hull....

Jæja.

Hull City er frábært fótboltalið. Ekkert kjaftæði í gangi þar á bæ. Berjast og skila sínu. Á sama tíma hefur knattspyrnustjóri minna manna, Tottenham, keypt haug af leikmönnum sem hafa enn ekki unnið fyrir kaupinu sínu. Alveg magnað hvað þessir gaurar ná illa saman. Efni í heila bók.....597px-kc_stadium.jpg

Reyndar er Hull City ekkert grín. Heimavöllur þeirra tekur rúmlega 25.000 manns og er því aðeins stærri en þjóðarleikvangur Íslands. Þeir keyptu reyndar varnarmanninn Anthony Gardner frá Tottenham í sumar fyrir metfé í sögu Hull fyrir 500 milljónir kr. Það hefur greinilega skilað árangri. Þvílík herkænska.  

 

 

 


Sparisjóður Hólmavíkur er valkostur

Ég hef verið að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni.

Stofnun sem hefur ekki sent starfsmenn sína á Saga Class á hádegisverðafundi í London og víðar undanfarin misseri.

Sparisjóð þar sem að gamlar konur fara með spariféð sitt í veskinu og leggja inn án þess að hafa áhyggjur.

sparisjodur.gif

Þar sem að sparibaukar barnanna eru öryggir.

Ég held að þessi sparisjóður sé málið. Þeir eru ekki undir regnhlíf SPRON eða BYR......

Í alvöru....

Svo er það hinn möguleikinn að ná í vegabréfið....og rifja upp norskuna.. ÚFF


Alveg edrú?

Voru menn edrú í þessari töku eða á einhverju öðru?? Sá sem er í öðru af aðalhlutverkum í þessum þætti er enginn annar en Stefán Stefánsson... hann þarf að útskýra þetta nánar á næsta "fundi". 

 


Fjórar leiðir

Er einhverju við þetta að bæta?

Viðskiptabanki minn er aðalfréttaefnið.

Gengi krónunnar hríðfellur eins og rigningin í nýliðnum september.

Hálfur líter ef bjór í Osló kostar eflaust skrilljón kall.

Ég held að það séu fjórar leiðir til þess að bæta ástandið fyrir þá sem eru að basla á þessu skeri. 

Leið nr. 1. 

Leið nr. 2. 

Leið nr. 3.

Leið nr. 4

 

 


Fram.............

Er Fram lið ársins í Landsbankadeildinni?

Ég held það....

Þvílíkur lokasprettur í Landsbankadeildinni en ég fékk þann heiður að fylgjast með ÍA - Fjölni í lokaumferðinni.. bara stuð.....

Til hamingju FH.......


Eða hvað?

 

 Þessir gaurar eiga gott klippiforrit og kunna á það  - eða hvað?

 

 


Einn kaldur á 1200 kall

Hrökkbrauðið hrökk ofaní mig þegar Hallgrímur Indriðason á RÚV sagði frá því í 11 fréttum að gengisvísitala íslensku krónunnar væri 180 og eitthvað!!!

Það sem hræðir mig mest er að einn kaldur (0,4 l.) gæti kostað 1200 kall á veitingastað í Osló..(60-70 nkr.)

Hvað segja blankir námsmenn í Osló um þetta? 

Á námsárum mínum í Osló sá ég að þeir sem dreifðu dagblaðinu Aftenposten á næturna voru með hærri laun en grunnskólakennarar á Íslandi.

Samkvæmt lauslegri könnun minni fá þeir sem bera út Aftenposten yfir blánóttina (1:30-6:00) um 200.000 nkr. á ári sem gera um 3,4 milljónir ísl. kr eða rúmlega 283.000 kr. á mánuði. 

Það er eins gott ef bjórinn kostar 1200 kall...

Það væri gaman að fá dæmi af bjórverði á Íslandi, Danmörku, Englandi og víðar.... þetta er mjög mikilvægt atriði fyrir þá sem ætla sér að ferðast á næstunni :-)


RÚV skúbbar

Ég var ánægður með RÚV í gær þegar þeir sýndu markið hjá Eiði Smára í 10 fréttunum. Kom verulega á óvart að þetta væri í boði á RÚV. Skúbb þar á ferðinni. Samkvæmt DV.is í dag eru hræringar í Efstaleitinu í sportinu og óljóst hvernig staðan er..

Hans Steinar Bjarnason skaut langt yfir markið í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar hann fullyrti að tvö af slökustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hefðu mæst í enska deildabikarnum í Newcastle.Þar var aðeins annað af slökustu liðum úrvalsdeidarinnar og það var á heimavelli....

Það tekur engin mark á heimslistanum hér á Íslandi þegar hann birtist og stigataflan í ensku úrvalsdeildinni hefur sömu þýðingu fyrir okkur sem styðja við bakið á Tottenham... lélegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar huh..... hvaða kjaftæði er þetta... 


Lufsupeysur!!!!!

Rás 2, síðdegisútvarpið í dag. Auglýsingar......ágæt rödd les....

„Nú eru ótrúleg tilboð í gangi. Lufsupeysur á 3,900 og hálsklútar á 500 kr. Mind, fyrir konur sem vita betur.“

Lufsupeysur????? 

Ég er ekki kona sem veit betur, en hvur fjandinn er Lufsupeysa?

Það sem mér datt fyrst í hug var ekki fyrir ofan mitti á konum sem vita betur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband