Færsluflokkur: Menning og listir

Áunnið ofnæmi fyrir G&T

Árshátíð Árvakurs var að mig minnir mjög vel heppnuð þarna á gamla Esjubergi um helgina. gin_tonic

Ég er alveg á því að ég sé með áunnið ofnæmi fyrir G&T.

Ég fékk að heyra það frá nokkrum að ég væri ekki í réttum þyngdarflokki miðað við hæð.

Helvítis kjaftæði. Ég var næstum því búinn að ná þriggja stafa tölu á vigtinni fjórum dögum fyrir árshátíðina.

Lét kippa úr mér tveimur endajöxlum til þess að komast réttu meginn við strikið......

Meira síðar.


Pravda var ljótur timburhjallur

Arna Schram hittir naglann á höfuðið í þessari færslu -pravdabruni

Pravda sem brann til kaldra kola í gær var ljótur kofi. 

Það góða við þetta allt saman að  Austurstræti verður í framtíðinni með  betri ásýnd. Villi Borgarstjóri var eins og Rudy Giuliani fyrrum borgarstjóri NY í gær. Mættur í átökin og stappaði stálinu í mannskapinn. 

Það væri gaman fyrir Reykjavík að eiga eftir 300 ár eitthvað álíka flott og húsin við bryggjuna í Bergen.

Eða gamla bæinn í Stokkhólmi.
 

Þessi færsla var að sjálfsögðu í boði  Frjálslyndaflokksins sem yfirbauð XB  seint í gær. Það er allt  til sölu fyrir rétt verð. 0401_gamlaStanBryggen2


Ömurleg tónlist

Barcelona er mögnuð (veit ekki hvort það má nota það orð eftir Rock Star þættina). Hótelið er rétt við Katalóníutorgið, Hotel Regina, sem er um 100 ára gamalt. Eina böggið sem kemur frá mér er ömurleg tónlist í morgunverðarhlaðborðinu.

Ég er viss um að þeir hafa ráðið einhvern "Jóhann Inga" sálfræðing í tónlistarvalinu. Instrúmental jazz,blúsbræðingur, með skemmtaraívafi, er eitthvað sem fær fólk til þess að staldra stutt við.

Og það er líklega hagkvæmt fyrir hótelið. Við borðum minna í morgunverðinum.

Annars er morgunverðarhlaðborðið mBarca 044agnað (úps, ætlaði ekki að koma að þessu tvívegis í sömu færslunni.)

Kaup mín á tveimur spænskum íþróttadagblöðum skiluðu ekki árangri. Skil ekki rassgat í spænsku, jú Cervesa... hvernig læt ég. Á Römblunni fengum við okkur sæti á veitingastað  - og viti menn, var ekki Eiki Guðmundsson stórafrekskylfingur og körfuboltatappi úr ÍR og Breiðablik á næsta borði. Blessaður Eiríkur var það eina sem datt upp úr mér.

Úps, 550 Íslendingar á vegum Eimskips í Barcelona, þeir voru út um allt.   


Besti bjór í heimi

Frír bjór - er það ekki besti bjór í heimi?

Það er góðtemplarastemning hér á Íslandi þegar kemur að því að ræða  íþróttaviðburði og áfengi. Algjört tabú enn sem komið er.

Ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert að því að selja bjór á stærri íþróttaviðburðum hér á Íslandi.2816_miracle_alcohol

Stór hluti þeirra sem mæta á landsleiki eða úrslitaleiki í bikarkeppni gera sér glaðan dag og ætla að skemmta sér á leiknum án þess að allt fari úr böndunum. 

Margir nota áfengi, oftast bjór, og þar sem ekkert aðgengi er að því á sjálfum leiknum eru margir sem skola niður nokkrum könnum áður en haldið er á völlinn.

Getur verið að slík neysla skapi enn meiri vandræði. Væri ástandið eðlilegra ef aðgengi væri að bjór á leikvellinum?

Hafa menn ekki reynslu af slíku úr veitingahúsabransanum þegar barnum var lokað 12:30 en staðurinn var opinn til 3?

Það fyndnasta í þessari bjór/íþróttaumræðu er sú staðreynd að aðeins fáir útvaldir fá að umgangast áfengi á slíkum viðburðum.

VIP-elítan, styrktaraðilar og fleiri geta ef þeir hafa áhuga drukkið bjór fyrir leik eða í hálfleik.

"Sumir eru jafnari en aðrir"  -Animal Farm.  

Jói múrari og Svenni forritari sem eru að laumast með einn Egils gull aumingja í bakpoka á leið sinni á leikinn eiga það á hættu að vera "böstaðir" í hliðinu vegna "smyglsins". Ég held að Sigmundur Ernir á Stöð 2 hafi minnst á þetta atriði í einhverjum pistli fyrir mörgum árum. 

Og þeir sem mæta á landsleiki á Laugardalsvellisjá hve mikið af tómum umbúðum af bjór er fyrir utan völlinn. Þar sitja áhorfendur og sötra áður en haldið er inn á völlinn.

Á ferðum mínum á ýmsa íþróttaviðburði erlendis hafa áhorfendur í flestum tilvikum getað nálgast bjór á íþróttaviðburðunum ef þeir hafa áhuga á því.

Ég hef séð 40.000 stuðningsmenn Stoke City hella upp á sig á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff  -án teljandi vandræða.

Ég hef séð áhorfendur á heimsmeistara - og Evrópumótum í handknattleik drekka bjór á þar til gerðum svæðum.

Á HM í handknattleik í janúar í Þýskalandi voru íslenskir stuðningsmenn í miklu stuði. Hvernig ætli hafi staðið á því. Sjónvarpsmyndir lugu engu um það. Kaldur á krana í plastglasi reddaði stemningunni. 

Fleiri dæmi mætti nefna. 

Þessar samkomur hafa farið fram án teljandi vandræða.

Er þetta hægt á Íslandi?

Eða er sumum treyst til þess að drekka áfengi á stórviðburðum en öðrum ekki.

Einnig mætti nefna aðra fjölmenna viðburði sem fram fara í íþróttamannvirkjum á hverju ári.

Tónleika.

Ég hef ekki heyrt stórfréttir af slagsmálum á tónleikum undanfarin ár.

Þar er aðgengi að bjór...rándýrum vökva að vísu. Þar ekkert tabú. Bara fjör.

Verður þetta ekki stærsta kosningamálið í vor.Wink

 

       


mbl.is Ókeypis aðgangur og frír bjór á leikjum í Ribe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband