Færsluflokkur: Ferðalög

Var það eitthvað fleira?

Staður: Flugvél Iceland Express á Keflavíkurflugvelli þriðjudaginn 22. júlí, síðdegis, á leið til Billund. 

Flugþjónn við sætaröð 16 hækkar röddina og spyr karlmann á besta aldri hvort hann vilji eitthvað að drekka.

 Karlmaðurinn svarar: "Já takk. Einn Viking." - 

Flugþjónninn brosir og hækkar enn og aftur röddina þegar hann spyr: "Var það eitthvað fleira"

Karlmaðurinn svarar: "Nei takk." - og fer að hugsa hvers vegna í fjandanum flugþjónninn tali svona hátt.

Ég er með milljón dollara svarið.. ekki láta miðbarnið sjá um að panta flugmiða á netinu þar sem að hægt er að haka við "farþegi með heyrnarskerðingu" (lókadjókur)..

Reyndar er þetta þekkt vandamál hjá fyrrverandi íþróttakennurum á sjötugsaldri sem eru hættir að kenna en ekki hætti að vinna.... 

 

 


Fermd!

Þá er það afstaðið. Frumburðurinn er ekki lengur barn.

Til hamingju með áfangann Elísa Svala.. 

Elísa Svala


56 kb á HM í Caminha

Fleiri sögur af stórmótum í handbolta.

Í janúar 2003 fór ég á HM í Portúgal. Ísland lék í riðli sem fram fór í Viseu, smábæ inn miðju landi, ekki mjög langt frá Porto. Algjört ævintýri að lenda í Porto, henda sér inn í bílaleigubíl og reyna að finna réttu leiðina í myrkrinu. Það gekk á endanum en ég mæli ekki með því að vera með kort í farþegasætinu og reyna að lesa á það á +100!a51841

Þegar riðlakeppnin hófst var ekki búið að gefa það út hvar Ísland myndi leika í milliriðli, ef þeir kæmust þangað. Snilld og lýsir vinnubrögðum IHF mjög vel. Stuðningsmenn gátu því ekki bókað hótel eða gert ráðstafanir.

Ísland komst áfram í milliriðil þar sem að leikið var gegn Póllandi og Spánverjum í enn minni bæ sem heitir Caminha. Í raun var HM á Íslandi stórmót miðað við þá umgjörð sem var í Caminha. Það var einn stuðningsmaður frá Íslandi sem fylgdi liðinu til Caminha.

Já, hann var einn á ferð.

Skemmtilegast fannst mér að sjá þegar aðstaða fyrir fjölmiðla var sett upp í Caminha. Fjöldi ljósmyndara var á svæðinu og mikil þörf á góðri nettengingu í aðstöðunni. Portúgalarnir voru mjög stoltir af aðstöðunni þegar þeir höfðu lokið við að setja dæmið upp.

Jú, það voru margar borðtölvur sem menn gátu nýtt sér, og allir fengu skrifborð til þess að vinna við. Vandamálið var aðeins eitt. Allar tölvurnar voru tengdar í gegnum sama módemið sem var 56/kb sek. Svona innhringi dæmi sem flestir kannast við.

Á hraða snigilsins.

Það var gríðarlega gaman að sjá ljósmyndarana reyna að senda myndir á sama tíma í gegnum sömu tenginguna. Flestir brugðu á það ráð að senda myndirnar í gegnum GSM-síma og það tók ekki mikið lengri tíma....

Aðstaða fyrir fjölmiðla inn í íþróttasalnum var einnig mjög frumstæð. Á leik Íslands og Spánar fengum við ekki borð til þess að sitja við og ég og Guðmundur Hilmarsson sátum á meðal áhorfenda með spjald á lærunum til þess að skrifa eitthvað niður. Við sátum á milli tveggja sveittra Spánverja í netabolum og lyktin var eftir því..

Það er stundum svona Landsmótsstemmning á stórmótum í handbolta.


Þegar Bayless varð hvítur

Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður er að rifja upp flugferð á Ísafjörð á bloggi sínu. Það er ekkert grín að fljúga vestur.battery-plane

Verð í þessu samhengi að rifja upp fína ferð körfuboltaliðs ÍA árið 1997 til Ísafjarðar. Þetta var um miðjan vetur, í febrúar að mig minnir.

Ronald Bayless bandaríski leikmaðurinn í okkar liði vissi ekk betur en að ferðalagið yrði þægilegt þrátt fyrir hvassviðri og skafrenning. Hann var því grunlaus á leið okkar fyrir Hvalfjörð á leið í flugið.

Flugvélin var frekar lítil, rúmaði þó heilt körfuboltalið.

Bayless sagði ekki orð eftir flugtakið, enda hristist vélin heilmikið og veðrið var vont. Bayless stökk út úr vélinni eftir lendingu en hann var ekki kátur þegar hann vissi að við vorum bara að millilenda á Þingeyri. Tveir glaðir sjómenn bættust í hópinn.

Ferðin yfir í Skutulsfjörðinn var frábær, eða þannig. Og hörundsdökki bakvörðurinn okkar var hvítur í framan þegar við lentum á Ísafirði.

Það er hægt að fljúga mjög nálægt klettum og fjallshlíðum þrátt fyrir vont veður.

Hann reimaði síðan á sig skóna, skoraði 40 stig í sigurleik ÍA.

Framhaldið var enn eftirminnilegra. Veðurtepptir á Ísafirði í 3 daga. Úff. 


Ekið yfir blaðamann

"Keyrðu rútuna yfir hann," eða eitthvað í þá áttina sagði Steve McLaren þjálfari enska landsliðsins í rútu fyrir utan ólympíuleikvanginn í Barcelona í fyrrakvöld. Þar var á ferð breskur blaðamaður og það var eins og1144297240251steve_mclaren_060406 hrægammur hafi gengið fyrir framan enska þjálfarann. Hann horfði á blaðamanninn og bað síðan bílstjórann að keyra yfir gaurinn. Sky fréttastofan er búinn að rúlla þessu myndbroti í dag á hálftíma fresti.

Stuðningsmenn enska landsliðsins öskruðu á þjálfarann og leikmenn liðsins í hálfleik þegar staðan var 0:0 gegn Andorra - þjóð sem gæti ekki einu sinni fyllt Old Trafford ef allir íbúar landsins mættu á völlinn. Það var meira að segja sölumaður í skíðadeild og garðyrkjumaður í landsliði Andorra.

Breska pressan ætlar sér að bola McLaren í burtu og það virðist sem það sé að takast. Endalaus vandræði með þetta enska lið. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru bara ekki eins góðir og þeir halda.

Það hefur mikið verið fjallað um hermennina sem eru í haldi í Íran og olíuverðið hefur flogið upp eftir þetta atvik. SKY hefur varla fjallað um annað undanfarna daga.  Þar hefur aðallega verið rætt um einu konuna í hópnum og allt kapp lagt á að ná henni fyrst til Bretlands. Og helstu rökin eru þau að hún er móðir. Ég velti því fyrir mér hvort það séu ekki einhverji feður í þessum 15 manna hópi? Allt í lagi að skilja pabbana eftir  - þeir redda sér.    

Fékk að kynnast miðnæturstemningunni hjá Spánverjum á miðvikudaginn. Hverjum datt í hug að leika kl. 22 að kvöldi. Panik, læti og stressaðir spænskir blaðamenn sem berjast við að lemja inn efni í fartölvurnar fyrir sín blöð. Þetta er ótrúlegt kerfi og ekki til eftirbreytni.

Mallorca er annars fín, Palma kemur á óvart, fallegur bær, en veðrið maður, veðrið. Þetta er náttúrulega bara fyndið. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á leiknum á miðvikudaginn og það rignir enn. Fór því lítið fyrir því að skoða bæinn og nánasta umhverfið. Lærði nýtt orð i ferðinni. Mohito. 


mbl.is Lampard reiknar með að spila gegn Watford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spænskt veðurgrín

Það er ekkert verið að grínast með veðrið hérna á Mallorca - 12 stiga hiti, rigning og rok. Flíspeysan kemur sér vel. Hver átti von á því  - ágætis íslenskt sumarveður.20060817072345-rain

Ræddi við spænskan blaðamann í gær og hann skildi ekki orð í ensku, túlkur reddaði málunum, en ég sá síðan í dag hvað hann hafði skrifað í blaðið sitt og mér sýndist hann hafa ruglast hressilega á leikmönnum.

Gunnarssynirnir eru þrír, það er slatti af Sigurðssonum og þeir eru ekki alveg að fatta þetta hérna á Spáni. 


Bloggarar á Hainan eyju

Stórfurðuleg staðreynd.sanya-hainan

Bloggararnir Birgir Leifur Hafþórsson og Jón  Gunnlaugur Viggósson sem skipa sæti 32. og 33. á lista blog.is eru báðir staddir þessa stundina á Hainan eyju í Kína.

Birgir leikur þar á Evrópumótaröðinni í golfi og Jón Guðlaugur tekur þátt í Herra heimur.

Hver segir að Ísland sé fámennt og lítið land?

Við erum allstaðar. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband