Þegar Bayless varð hvítur

Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður er að rifja upp flugferð á Ísafjörð á bloggi sínu. Það er ekkert grín að fljúga vestur.battery-plane

Verð í þessu samhengi að rifja upp fína ferð körfuboltaliðs ÍA árið 1997 til Ísafjarðar. Þetta var um miðjan vetur, í febrúar að mig minnir.

Ronald Bayless bandaríski leikmaðurinn í okkar liði vissi ekk betur en að ferðalagið yrði þægilegt þrátt fyrir hvassviðri og skafrenning. Hann var því grunlaus á leið okkar fyrir Hvalfjörð á leið í flugið.

Flugvélin var frekar lítil, rúmaði þó heilt körfuboltalið.

Bayless sagði ekki orð eftir flugtakið, enda hristist vélin heilmikið og veðrið var vont. Bayless stökk út úr vélinni eftir lendingu en hann var ekki kátur þegar hann vissi að við vorum bara að millilenda á Þingeyri. Tveir glaðir sjómenn bættust í hópinn.

Ferðin yfir í Skutulsfjörðinn var frábær, eða þannig. Og hörundsdökki bakvörðurinn okkar var hvítur í framan þegar við lentum á Ísafirði.

Það er hægt að fljúga mjög nálægt klettum og fjallshlíðum þrátt fyrir vont veður.

Hann reimaði síðan á sig skóna, skoraði 40 stig í sigurleik ÍA.

Framhaldið var enn eftirminnilegra. Veðurtepptir á Ísafirði í 3 daga. Úff. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband