Hann heitir Vilhjálmur!

Ég náði í yngsta barnið á leikskólann í gær - sem er kannski ekki fréttaefni í sjálfu sér.

Ég heyrði í útvarpinu á leiðinni heim að það var einhver hasar í Valhöll...ég vildi ekki missa af slagnum og kveikti á sjónvarpinu þegar heim var komið.

Sá yngsti hafði ekki mikinn áhuga á þessu sjónvarpsefni en hann kom til mín þegar fjölmiðlastéttinn var að að byrja að "grilla" Villa þarna í beinni útsendingu.

"Pabbi, hvað er að gerast í sjónvarpinu?," spurði drengurinn sem er 5 ára, alveg að verða 6.

"Það er fundur og maðurinn er að segja hvað hann ætlar að gera. Veistu hvað maðurinn heitir?," spurði ég og það liðu ekki nema nokkur sekúndubrot áður en svarið kom.

"Hann heitir Vilhjálmur"....

+Ég sagði ekki fleira í bili enda kjaftstopp..

Hvernig má það vera að 5 ára gamalt barn á AKRANESI vsem kann ekki að lesa veit hvað gamli góði Villi heitir?

Ég þarf að ræða þetta aðeins við karl föður minn.

Útvarp Saga og barnapössun á greinilega ekki vel saman.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Er ekki einmitt frábært að börnin viti aðeins hvað er að gerast í veröldinni  - samt innan skynsamlegra marka.

Markús frá Djúpalæk, 12.2.2008 kl. 10:36

2 identicon

Þórólfur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband