Bara eitt gigg í Serbíu

Ég heyrði íslenska sigurlagið Júróvísjón  í fyrsta sinn í bílnum rétt eftir að keppninni var lokið í Smáralind.

Það var reyndar með íslenskum texta. Og þegar ég hafði hlustað á lagið í fyrsta sinn hugsaði ég hvort fólk í Evrópu myndi gleypa þessa froðu... ég mundi ekki viðlagið og gat ekki rifjað upp eina laglínu eftir fyrstu hlustun....

Í gær bað ég krakkana mína að rifja upp laglínu í sigurlaginu eða viðlagið..

sá yngsti var bara ánægður með annað sætið og söng Hey, hey, hey i say hó, hó, hó, -

miðbarnið söng "Hvar ertu nú?, ert þú að leita að mér, eins og ég leita að þér?" og sú elsta gretti sig bara. "Ég syng ekki, var svarið"

Ég held að undankeppnin í Serbíu verði fyrst og síðasta giggið hjá Íslandi.. nema að gaurinn, þarna úr Hagaskóla, hakki sig inn á tölvukerfið og sjái til þess að Ísland verði best í heimi.. eða Evrópu.. 

Ég sá hinsvegar menn mætast í meintu rifrildi í Kastljósi í gær sem tengdist Júróvisjón.. úff.. who cares? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband