Snæfell og ÍR í úrslit?

Ég tek það fram að ég vaknaði EKKI með Valdísi Gunnarsdóttur og Valgerði Sverrisdóttur í morgun eins og þeir á Bylgjunni hafa hvatt mig til þess að gera undanfarna daga. Væri það ekki magnað?Shocking

Undanúrslitin í körfunni byrja í kvöld og ég verð víst að spá.

Fékk meldingu frá Danmörku þess efnis að beðið væri eftir þessu bulli.  Hér kemur það.

Keflavík (1.) - ÍR (7.) Ég skýt á að þessi viðureign fari 3:2 fyrir ÍR. Félagið hefur ekki orðið meistari frá árinu 1977 að mig minnir. Það er eitthvað í gangi hjá ÍR sem er erfitt að útskýra. Þeir pökkuðu KR sannfærandi saman í oddaleik á útivelli og þar sem Nate Brown kanna að stjórna hraðanum þá á ÍR möguleika. Þeir vinna oddaleikinn í Keflavík og tryggja sér sæti í úrslitum gegn....

Grindavík (3.) - Snæfell (5.) Hólmarar vinna þetta 3:1. Sorrý Grindavík. Það er bara eitthvað í spilunum sem segir mér að Justin Shouse eigi eftir að fara á kostum ásamt íslenska þríeykinu (Hlynur, Sigurður og Magni). Þeir spila góða vörn og skora mikið undir körfunni í bland við þriggja stiga körfurnar. Er það ekki eitruð uppskrift.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sammála, held reyndar það þurfi odd báðu megin.  Svakaleg gaman!

Magnús Þór Jónsson, 6.4.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband