Beyglaður stuðari í Belgrad

Júróvisjón. mhmhmhmhmhm..ég spái því að eftir 2-3 ár verði Austur-Vestur skipting á þessari keppni. Grannar skiptast á stigum og gríðarlega ólikir straumar í gangi hjá rúmlega 40 þjóðum sem tóku þátt.

Þetta rússneska lag er ömurlegt og ég gæti ekki raulað eina laglínu úr þessu lagi ef ég ætti að bjarga lífi mínu.. franska lagið var fínt, Spánverjinn var ferskur og tyrkneska lagið var að vinna á eftir 1., 2., 3 öl.. en danska lagið var með grúv sem ég var að fíla...

Sænska söngkonan minnti mig á beyglaðann stuðara á Volvo xc90- allt úr botoxplasti...man ekki hvað lagið heitir enda skiptir það engu máli úr þessu..Charlotte.jpg-RESIZE-s925-s450-fit

Íslensku söngvararnir stóðu fyrir sínu. eðalsöngvarar..en það verður aldrei nóg í þessari keppni það sem eftir er.. ég spái því að Bretar, Spánverjar, og Þjóðverjar leggi það til að nú sé nóg komið af þessu rugli..

Austur og Vestur júróvísjón verður staðreynd eftir nokkur ár.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Sorglegt að horfa á þessa kosningu, Friðrik og Regína stóðu sig frábærlega og Simon sæti var flottur líka.

Ég vil ganga lengra en að skipta Austur/VEstur og fara í Norðurlandakeppni, 2 lög frá hverri þjóð.

Held að áhorfið yrði ekki minna sem þýðir ekkert minni tekjur og ekki meiri útgjöld

Rúnar Birgir Gíslason, 25.5.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Góður ... sammála!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.5.2008 kl. 23:59

3 identicon

Ég hélt að þetta hefði verið eitthvað Star-Trek atriði hjá Svíunum.

Bjarni G (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband