Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Harlem hreinni en Rvík

 Egill Helgason ofurkrulla á RÚV er að skoða veröldina.

Bloggar frá New York.

Hef aldrei komið þangað en ég tók eftir þessu..

Við fórum í Harlem í fyrradag. Meira að segja þar eru göturnar hreinni en í Reykjavík.

 

 

 


Gríðarlegur hraði á fraktskipum

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að hraðinn á millilandaflutningaskipum (fraktskipum) væri svona mikill.

Gengi ísl. kr. fellur mikið kl. 10 og nokkrum mínútum síðar er búið að hækka flestar innfluttar vörur á klakanum.

Velti því líka fyrir mér hvort það sé einhverntíma rétti tíminn fyrir íslensku krónuna. Þegar allt gengur vel er hægt að lækka stýrivextina þar sem að það gæti haft slæm áhrif á íslensku krónuna. Og núna er enn ólíklegra að stýrivextirnir verði lækkaðir.

Er ekki bara kósí að borga 19% vexti það sem eftir er.. mikið er ég stoltur að því að eiga næstum því 10 ára gamlan Peugeot - með engu myntkörfuláni áhvílandi.....


KR

Ég fór á stórleik KR og Keflvíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta í gær.

Að venju var "Miðjan" stuðningslið KR-inga í góðum gír.

Þeir eru vel æfðir og gera frábæra hluti.Og í úrslitakeppninni í fyrra voru þeir frábærir. Ég hrósaði þeim í blaðagrein í Mogganum og þeir einbeittu sér að því að STYÐJA sitt lið og sungu sigursöngva.

EN..... í gær fóru þeir yfir strikið.. þegar einkamál einstakra leikmanna eru viðruð í þaulæfðum samsöng þá fannst mér það ekki vera FYNDIÐ.

Miðjan hefur átt góða brandara í gegnum tíðina en þegar einn eða tveir leikmenn eru teknir í eineltismeðferð vegna útlits og atvika sem gerast fyrir utan körfuboltavöllinn þá finnst mér menn vera komnir á svipað plan og stuðningsmenn Lazio eða Roma...

 


Hann heitir Vilhjálmur!

Ég náði í yngsta barnið á leikskólann í gær - sem er kannski ekki fréttaefni í sjálfu sér.

Ég heyrði í útvarpinu á leiðinni heim að það var einhver hasar í Valhöll...ég vildi ekki missa af slagnum og kveikti á sjónvarpinu þegar heim var komið.

Sá yngsti hafði ekki mikinn áhuga á þessu sjónvarpsefni en hann kom til mín þegar fjölmiðlastéttinn var að að byrja að "grilla" Villa þarna í beinni útsendingu.

"Pabbi, hvað er að gerast í sjónvarpinu?," spurði drengurinn sem er 5 ára, alveg að verða 6.

"Það er fundur og maðurinn er að segja hvað hann ætlar að gera. Veistu hvað maðurinn heitir?," spurði ég og það liðu ekki nema nokkur sekúndubrot áður en svarið kom.

"Hann heitir Vilhjálmur"....

+Ég sagði ekki fleira í bili enda kjaftstopp..

Hvernig má það vera að 5 ára gamalt barn á AKRANESI vsem kann ekki að lesa veit hvað gamli góði Villi heitir?

Ég þarf að ræða þetta aðeins við karl föður minn.

Útvarp Saga og barnapössun á greinilega ekki vel saman.  


Ólafur F.. í Little Britain?

Það er allt að verða vitlaust út af þessum Spaugstofuþætti sem sýndur var á laugardaginn.

Ég27088 brosti og hló nokkrum sinnum og það hefur ekki gerst lengi yfir Spaugstofunni.

Mér fannst margt af þessu bráðfyndið og kaldhæðnin í aðalhlutverki. Ég skil ekki afhverju svona margir eru að æsa sig yfir því að atburðir samtímans séu settir upp í "farsa" eða "revíu" í vikulokinn? Að  mínu mati hefðu þeir mátt ganga miklu lengra.

Ef þetta grín er sett upp í alþjóðlegt samhengi þá gætum við alveg ímyndað okkur hvernig Bretar hefðu tekið á þessu upphlaupi í Borgarstjórn Reykjavíkur?

Little Britain? Spaugstofan er bara sunnudagsskóli miðað við margt annað sem við sjáum daglega í sjónvarpi.

Harpa Hreinsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands hittir naglann á höfuðið í þessari færslu. Þar tekur hún Ólaf F. í nefið en Harpa hefur ekkert að fela þegar kemur að umræðu um geðsjúkdóma eða geðsýki.....

"Af hverju er valdamikill maður, borgarstjórinn í Reykjavík, að reyna NÚNA að draga umræðu um geðsjúkdóma niður á sama plan og upp úr 1975, þegar menn göptu yfir Gaukshreiðrinu  hans Milos Forman, gerðri eftir bók sem kom út 1962 og byggði á reynslu Ken Kesey af vaktmannsstörfum á geðsjúkrahúsum nokkrum árum fyrr." 
 


IKEA selur bíla!

Bílaflotinn á heimilinu er kominn á besta aldur. Á undanförnum mánuðum hef ég verið að skoða ýmsa möguleika í bílakaupum. Fór í B&L og skoðaði Range Rover ekinn 140.000 km. sem kostaði 7,9 millur. Djók. Frétti síðan af því að IKEA væri að ryðja sér inn á markaðinn með frábærri lausn.

Maður þarf bara þetta Ikea áhald

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og síðan setur maður saman bílinn........

Ikea bílar


Gott komment

Kristján Júlíusson alþingismaður átti kostulega setningu í viðtali á Bylgjunni í morgun. Hann sagði m.a. að mikið væri rætt um heilsufar Ólafs F. Magnússonar. Og fannst honum nóg komið af þeirri umræðu.  254_radhus_reykjavikur

Kristján minnti á það að Ólafur væri sá eini af 15 borgarfulltrúum Reykjavíkur sem væri með læknisvottorð um að hann væri heill heilsu.

Nokkuð gott komment.

Skák og mát - skylmingar

Bobby Fischer átti leik dagsins. Skák og mát. Þvílík snilld. Þingvellir hvað??

Það fóru fram fleiri leikir í dag sem sér ekki fyrir endann á.

Ég sá þessa sakleysislegu mynd á bls. 27 í Mogganum í dag.

Mér fannst hún góð eftir umræðuna um framsóknar jakkafötin og hnífasettin í bakinu.

Mér finnst reyndar að allir framsóknarmenn sem koma úr sveitinni á mölina ættu að fá fatastyrk. 

En myndin er góð. 

Bingi skylmingar 
 


Bolvískt stál og hnífur -framsóknartengt

Ég er á þeim aldri að maður hefur jafnmiklar áhyggjur af foreldrum sínum í útlöndum og börnunum einum á ferð á Akranesi.

Fékk reyndar meldingu í dag sem gefur til kynna að allt sé í stakasta lagi á Tenerife hjáJacksonRichardson foreldrunum.

"Síðan hvenær hefur þú haft áhyggjur af framsókn" er spurning dagsins  -beint frá Tenerife.

Mér skilst einnig að faðir minn hafi lýst upp umhverfið með því að fara úr síðbuxunum á þriðja degi. Án efa sá hvítasti á svæðinu.

En er hægt að hringja í útvarp Sögu frá Tenerife? 

Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af framsókn. Þeir sjá alveg um það sjálfir að framkvæma pólitískt sjálfsmorð. Reyndar fannst mér prestsonurinn frá Saurbæ vera sannfærandi í Silfrinu í dag.

"Með mörg hnífasett í bakinu" er frasi dagsins. Kannski að hnífasettin hafi verið gerð úr bolvísku stáli.. muha.

Landsleikur Frakka og Íslendinga var frekar mikil einstefna. Stutt í kúkinn sagði einhver.. úff við gátum ekki neitt..

Kristján Jónsson, Bolvíska Stálið, var aðalmaðurinn í EM settinu á RÚV.

Enda er maðurinn með vandræðanlegan áhuga á Jackson Richardsson.. og öllum frönskum klísturköppum.

Stálið kom vel fyrir og var snyrtilegur, en samt svolítið wild.

Hann var í kóróna jakkafötum sem Framsóknarflokkurinn hafði ekki not fyrir og það verður víst alveg spaklegur eftirmáli af þessu jakkafatamáli hjá Stálinu.

EM stofan er síðdegisefni og sem betur fer.

Ég hafði áhyggjur af því að Silfurgræna Micran og Stálið væru ekki komin í gang á þessum tíma.

Það hefði verið eðlilegt að sofa yfir sig?

Guðjón prestsonur og Kristján Jónsson eru sjónvarpsmenn dagsins.. 

Bolvískt stál og hnífur.... 


Kóróna framsóknarjakkaföt og sixpensari

Það er allt að gerast. Íslenska landsliðið í handbolta er ekki lengur lélegasta lið í heimi og EM gæti orðið skemmtun.

Flottur leikur í dag.

Ég hef hinsvegar miklar áhyggjur af Framsóknarflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur.

Henry Birgir má ekki bregða sér til Niðarósa þá fer allt til fjandans í flokknum hans út af einhverjum Kóróna jakkafötum.

Björn Ingi hótar að hætta og prestsonurinn Guðjón Ólafur frá Saurbæ í Hvalfjarðarsveit er ekkert að skafa utan af því í bréfinu fræga.

Í stuttu máli er innihald bréfsins þetta. "Þegar ég var með þá vorum við langflottastir en eftir að ég hætti þá er þetta allt í tómu tjóni."

Ég held að innsti kjarni Framsóknarflokksins verði að fá Henry heim hið snarasta áður en allt fer úr böndunum.180px-Flat-cap

Reyndar er Henry með sixpensara sem ég gruna að hann hafi fengið árið 2006 fyrir  borgarstjórnarkosningarnar. Þetta er allt hið undarlegasta mál.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband