Var það eitthvað fleira?

Staður: Flugvél Iceland Express á Keflavíkurflugvelli þriðjudaginn 22. júlí, síðdegis, á leið til Billund. 

Flugþjónn við sætaröð 16 hækkar röddina og spyr karlmann á besta aldri hvort hann vilji eitthvað að drekka.

 Karlmaðurinn svarar: "Já takk. Einn Viking." - 

Flugþjónninn brosir og hækkar enn og aftur röddina þegar hann spyr: "Var það eitthvað fleira"

Karlmaðurinn svarar: "Nei takk." - og fer að hugsa hvers vegna í fjandanum flugþjónninn tali svona hátt.

Ég er með milljón dollara svarið.. ekki láta miðbarnið sjá um að panta flugmiða á netinu þar sem að hægt er að haka við "farþegi með heyrnarskerðingu" (lókadjókur)..

Reyndar er þetta þekkt vandamál hjá fyrrverandi íþróttakennurum á sjötugsaldri sem eru hættir að kenna en ekki hætti að vinna.... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband