Færsluflokkur: Bloggar

Ég hélt þeir væru búnir á því.....

Ég er ánægður með þessa innkomu. Ég hélt þeir væru búnir á því..
D  A  Em      A       D     A
Everybody here ... comes from somewhere
Em G D A Em A D A Em G
... That they would just as soon forget and disguise
 
 

Suðurnesjaliðin segja söguna

Úrslitkeppnin í körfuknattleik fór fyrst fram árið 1984 þar sem Njarðvík lagði Val, 2:0, í úrslitum. Sú staða gæti komið upp í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppninnar að ekkert lið frá Suðurnesjum er í úrslitum. Njarðvík, Grindavík eða Keflavík hafa fram til þessa ekki látið sig vanta í úrslitarimmurnar. 

Hér sagan eins og hún er sögð á kki.is 

1984 Njarðvík 2-0 Valur {61-59, 92-91}
1985 Njarðvík 2-1 Haukar {80-87, 76-75 (68-68), 67-61}
1986 Njarðvík 2-0 Haukar {94-53, 88-86}
1987 Njarðvík 2-0 Valur {84-71, 80-71}
1988 Njarðvík 1-2 Haukar {78-58, 74-80, 91-92 (66-66, 79-79)}
1989 Keflavík 2-1 KR {77-74, 85-92, 89-72}
1990 KR 3-0 Keflavík {81-72, 75-71, 80-73}
1991 Njarðvík 3-2 Keflavík {96-59, 73-75, 78-82, 91-81, 84-75}
1992 Keflavík 3-2 Valur {106-84, 91-104, 67-95, 78-56, 77-68}
1993 Keflavík 3-0 Haukar {103-67, 91-71, 108-89}
1994 Grindavík 2-3 Njarðvík {110-107(98-98), 82-96, 90-67, 65-93, 67-68}
1995 Njarðvík 4-2 Grindavík {92-81, 92-112, 107-97, 79-75, 97-104, 93-86 (78-78)}
1996 Grindavík 4-2 Keflavík {66-75, 86-54, 68-67, 86-70, 72-82, 96-73}
1997 Keflavík 3-0 Grindavík {107-91, 100-97, 106-92}
1998 KR 0-3 Njarðvík {75-88, 56-72, 94-106}
1999 Keflavík 3-2 Njarðvík {79-89, 98-90 (87-87), 108-90, 72-91, 88-82}
2000 Grindavík 1-3 KR {67-64, 55-83, 78-89, 63-83}
2001 Njarðvík 3-1 Tindastóll {89-65, 100-79, 93-96, 96-71}
2002 Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}
2003 Grindavík 0-3 Keflavík {94-103, 102-113, 97-102}
2004 Snæfell 1-3 Keflavík {80-76, 98-104, 65-79, 67-87}
2005 Keflavík 3-1 Snæfell {90-75, 93-97, 86-83, 98-88}
2006 Njarðvík 3-1 Skallagrímur {89-70, 77-87, 107-76, 81-60}
2007 Njarðvík 1-3 KR {99-78, 76-82, 92-96, 81-83 (73-73)}
2008


ÍR toppar á réttum tíma

Það fór nú lítið fyrir upplýsingaöldinni í "Hellinum" í gær í öðrum leik ÍR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Netsambandið í tómu tjóni og allt fór úr skorðum hjá þeim fjölmiðlum sem ætluðu að fjalla um leikinn í "beinni".cheerleader_slam_dunk

Spurning um að taka hrósið til baka. 

ÍR liðið er að toppa á réttum tíma og það kæmi mér ekkert á óvart ef liðið tæki Keflavík 3:0. 

Keflvíkingar voru hrikalega slappir í öðrum leiknum. Flatir eins og gamall bjór!

Spáin mín er í uppnámi þar sem ég spáði ÍR 3:2-sigri.  Í kvöld er það Snæfell - Grindavík. Ætla að bregða mér í Hólminn 

Það er langt síðan að græni dúkurinn var lagður á gólfið í Seljaskólanum og maður vorkennir ÍR að þurfa að æfa á þessum "viðbjóði" alla daga.

Hef reynsluna úr Borgarnesi og Akranesi. Þessi grænu gólf eru eins og steinsteypa og fara ekki beint vel með hné og ökkla.

Mig minnir einnig að allir hafi troðið í upphitun í Seljaskólanum á sínum tíma, líka Jón Þór Þórðarson. Ég lýg því. Brynjar Sigurðsson (Binni) náði aldrei að troða og hann gerir það ekki úr þessu þrátt fyrir fitnessútlit á gamalsaldri. Meira að segja Jón Gísli náði að troða í Seljaskólanum.

Sú saga gengur enn í dag að körfurnar í Seljaskóla séu í 2.95 m hæð en ekki 3.05 m. Spurning um að einhver nenni að mæla þetta...sagan er allavega góð.

 


Borgaði Kárahnjúkavirkjun EINN

Það var maður sem ég þekki sem fékk vægt áfall þegar hann ýtti á villuprófunhnappinn á skattframtalinu á dögunum.

Það var allt í góðu með fráganginn og engar sjáanlegar villur en þegar ýtt var á flipann fyrir BRÁÐABIRGÐAÚTREIKNING fór blóðþrýstingurinn í hæstu hæðir hjá viðkomandi aðila.

"Þegar ég sá að ég ætti að bara að greiða rúmlega 300.000 kr. á mánuði í ágúst, september, október, nóvember og desember leið eins ég ætti að borga Kárahnjúkavirkjun EINN. " sagði sá sem um ræðir við seth.blog.is í óformlegu spjalli. 

Blóðþrýstingurinn hjá viðkomandi er í jafnvægi þessa stundina eftir að hafa rætt við skattayfirvöld.

Þarna var um tæknileg mistök að ræða.


Gríðarlegur hraði á fraktskipum

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að hraðinn á millilandaflutningaskipum (fraktskipum) væri svona mikill.

Gengi ísl. kr. fellur mikið kl. 10 og nokkrum mínútum síðar er búið að hækka flestar innfluttar vörur á klakanum.

Velti því líka fyrir mér hvort það sé einhverntíma rétti tíminn fyrir íslensku krónuna. Þegar allt gengur vel er hægt að lækka stýrivextina þar sem að það gæti haft slæm áhrif á íslensku krónuna. Og núna er enn ólíklegra að stýrivextirnir verði lækkaðir.

Er ekki bara kósí að borga 19% vexti það sem eftir er.. mikið er ég stoltur að því að eiga næstum því 10 ára gamlan Peugeot - með engu myntkörfuláni áhvílandi.....


Fermd!

Þá er það afstaðið. Frumburðurinn er ekki lengur barn.

Til hamingju með áfangann Elísa Svala.. 

Elísa Svala


Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er Axel Fannar, 10 ára fótboltastrákur, kylfingur og söngvari.

Til hamingju með daginn....

Picture 06022222


Taktu strætó heim og málið er dautt

Þetta er frábært framtak hjá Akraneskaupstað.

Ört vaxandi bær og ég er ekki í vafa um að aðsóknin mun stóraukast.

Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því hve langt er á milli bæjarhluta hérna á Skaganum. 

"Pabbi viltu ná í mig?"  -Ekki séns.. taktu strætó heim.. og málið er dautt.. 


mbl.is Frítt í strætó á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða lyfjum eru hinir?

Þegar George O’Grady stjórnarformaður Evrópumótaraðarinnar tilkynnti á síðasta ári um lyfjapróf álg_woods_ap-01 atvinnumótaröðum í golfi víðsvegar um heim sagði hann að í raun þyrfti aðeins að senda einn kylfing í lyfjapróf..... Tiger Woods..

"Ef Woods er ekki á lyfjum, þá er mér alveg sama á hvaða lyfjum hinir eru..það virðist allavega ekki hjálpa þeim til þess að ná honum."

Svei mér þá ef þetta er ekki bara rétt hjá O’Grady..

Hvað með John Daly? Niðurstaðan úr lyfjaprófi úr honum er eflaust fréttaefni..... 


IKEA selur bíla!

Bílaflotinn á heimilinu er kominn á besta aldur. Á undanförnum mánuðum hef ég verið að skoða ýmsa möguleika í bílakaupum. Fór í B&L og skoðaði Range Rover ekinn 140.000 km. sem kostaði 7,9 millur. Djók. Frétti síðan af því að IKEA væri að ryðja sér inn á markaðinn með frábærri lausn.

Maður þarf bara þetta Ikea áhald

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og síðan setur maður saman bílinn........

Ikea bílar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband