Færsluflokkur: Íþróttir

Nýtt greiðslukortatímabil?

Í kvöld þegar ég kom heim úr vinnu beið umslag fra Glitni eftir mér á eldhúsborðinu.

Í því var nýtt VISA kort frá Glitni.

Ég var orðlaus og leit í kringum mig hvort einhver væri með falda myndavél í eldavélinni.

Úff.. fréttir dagsins voru einsleitar en það var ágætt að heyra í veðurfræðingnum sem spáði því að veðrið færi hlýnandi... upp með hökuna..


Hull....

Jæja.

Hull City er frábært fótboltalið. Ekkert kjaftæði í gangi þar á bæ. Berjast og skila sínu. Á sama tíma hefur knattspyrnustjóri minna manna, Tottenham, keypt haug af leikmönnum sem hafa enn ekki unnið fyrir kaupinu sínu. Alveg magnað hvað þessir gaurar ná illa saman. Efni í heila bók.....597px-kc_stadium.jpg

Reyndar er Hull City ekkert grín. Heimavöllur þeirra tekur rúmlega 25.000 manns og er því aðeins stærri en þjóðarleikvangur Íslands. Þeir keyptu reyndar varnarmanninn Anthony Gardner frá Tottenham í sumar fyrir metfé í sögu Hull fyrir 500 milljónir kr. Það hefur greinilega skilað árangri. Þvílík herkænska.  

 

 

 


Alveg edrú?

Voru menn edrú í þessari töku eða á einhverju öðru?? Sá sem er í öðru af aðalhlutverkum í þessum þætti er enginn annar en Stefán Stefánsson... hann þarf að útskýra þetta nánar á næsta "fundi". 

 


Fjórar leiðir

Er einhverju við þetta að bæta?

Viðskiptabanki minn er aðalfréttaefnið.

Gengi krónunnar hríðfellur eins og rigningin í nýliðnum september.

Hálfur líter ef bjór í Osló kostar eflaust skrilljón kall.

Ég held að það séu fjórar leiðir til þess að bæta ástandið fyrir þá sem eru að basla á þessu skeri. 

Leið nr. 1. 

Leið nr. 2. 

Leið nr. 3.

Leið nr. 4

 

 


Fram.............

Er Fram lið ársins í Landsbankadeildinni?

Ég held það....

Þvílíkur lokasprettur í Landsbankadeildinni en ég fékk þann heiður að fylgjast með ÍA - Fjölni í lokaumferðinni.. bara stuð.....

Til hamingju FH.......


Eða hvað?

 

 Þessir gaurar eiga gott klippiforrit og kunna á það  - eða hvað?

 

 


RÚV skúbbar

Ég var ánægður með RÚV í gær þegar þeir sýndu markið hjá Eiði Smára í 10 fréttunum. Kom verulega á óvart að þetta væri í boði á RÚV. Skúbb þar á ferðinni. Samkvæmt DV.is í dag eru hræringar í Efstaleitinu í sportinu og óljóst hvernig staðan er..

Hans Steinar Bjarnason skaut langt yfir markið í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar hann fullyrti að tvö af slökustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hefðu mæst í enska deildabikarnum í Newcastle.Þar var aðeins annað af slökustu liðum úrvalsdeidarinnar og það var á heimavelli....

Það tekur engin mark á heimslistanum hér á Íslandi þegar hann birtist og stigataflan í ensku úrvalsdeildinni hefur sömu þýðingu fyrir okkur sem styðja við bakið á Tottenham... lélegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar huh..... hvaða kjaftæði er þetta... 


Lufsupeysur!!!!!

Rás 2, síðdegisútvarpið í dag. Auglýsingar......ágæt rödd les....

„Nú eru ótrúleg tilboð í gangi. Lufsupeysur á 3,900 og hálsklútar á 500 kr. Mind, fyrir konur sem vita betur.“

Lufsupeysur????? 

Ég er ekki kona sem veit betur, en hvur fjandinn er Lufsupeysa?

Það sem mér datt fyrst í hug var ekki fyrir ofan mitti á konum sem vita betur.


Kómísk innheimta

Á Bylgjunni í morgun voru Kolbrún og Heimir Karlsson að ræða um Kompásþáttin sem var á dagskrá í gær. Fólk að hringja inn og þjóðarsálarfílingurinn alveg í botni. Allt að verða vitlaust!

Nóg um það. Búið að mjólka þetta mál alveg í botn.

Það sem mér fannst fyndið var að í næsta augýsingahléi var fyrsta auglýsingin frá Momentum innheimtuþjónustu! !

Tilviljun eða bara djúpur húmor?


Að láta verkin tala

Sumir tala um að gera hitt og þetta. Aðrir láta verkin tala. Ég veit um marga sem hafa látið sér detta það í hug að smíða svona hús. Veit bara um einn sem hefur staðið við það.

Hákot er ekki til sölu enda er það á hinum sögufræga stað Lundgaard á Jótlandi.

Nánari upplýsingar um arkitektúr og annað sem því fylgir má nálgast hjá sundlaugarverðinum í Bjarnalaug á Akranesi. 

husi.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband