Kanínukjöt og smáfuglar

Ekki gleyma smáfuglunum er eitthvað sem ég hef lært af karli föður mínum. Hann er langvinsælastur á neðri Skaganum hjá smáfuglunum.

Þeir þekkja sinn mann.

Við höfum reynt að gera álíka gagn hér á efri Skaganum.

Mokum út gömlu brauði, eplum og fuglakorni þegar það er til.

kanina1_210803

Hinsvegar sjást fuglarnir ekki og tvær akfeitar kanínur eru einu gestir veitingahússins. Þær koma úr næstu götu og eru i eigu Þingmannsins.

Hef svo sem ekkert á móti kanínunum. En þær eru að færa sig upp á skaftið.

Annars missti ég af fréttaljósmynd ársins þegar Þingmaðurinn var í garðinum hjá mér, í vinnugallanum (jakkafötum) með teppi að reyna fanga heimilisdýrin. 

Ég er alvarlega farinn að spá í hvernig kanínur eru á bragðið.

Gæti orðið spennandi viðfangsefni.


mbl.is 249 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband