Sunnudagur, 11.3.2007
Fermingarsettið dugði í 18 ár
Móðir mín hefur áhyggjur af því að ég láti öll fjölskylduleyndarmálin fljóta út á þetta bloggbull mitt.
Tja.... það er ýmislegt sem hún þarf að hafa áhyggjur af.
Reyndar vorum við að rifja upp í dag hve mikið hlutirnir hafa breyst.
Níu ára púki fékk í dag golfsett frá stórfjölskyldunni í afmælisgjöf. Sérhannað fyrir börn og mun betra en það sem kylfingar á mínum aldri fengu sem fyrstu verkfæri í íþróttinni.
Mútta minnti mig á það að ég hefði ekki fengið golfkylfur fyrr en ég fermdist.
Það er alveg rétt. Fram að því notaði maður bara afsagaða "sjöu" úr gömlu setti. Það dugði fínt en skaftið var eins og steypustyrktarjárn og hlutföllin í kylfunni langt frá því að vera rétt.
Ég vona að þessi texti hafi ekki farið út fyrir velsæmisstuðul G. Kolbeins - Vísar í klám á nokkrum stöðum, sjöan er rétt við sexið, og skaftið getur verið mjúkt, millistíft eða stíft.
Fermingarsettið, McGreogor Lite, dugði vel og því var ekki skipt út fyrr en sumarið 2000 - eftir 18 ára notkun.
Frábærar kylfur en það var aðeins farið að láta á sjá.
Hef ekki snert á McGregor Lite í sjö ár.
Lite í fljótandi formi hefur tekið við.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.