Músarsmellur og bloggsamfélag eldri borgara

Útvarpið - hlusta mikið á það í bílnum á leið úr og í vinnu.

Um miðnætti í gær á leið af vaktinni hlustaði ég á endurtekið efni á útvarpi Sögu.mouseclick

Já ég þarf ekkert að útskýra það nánar.

Pabbi fékk bílinn lánaðann og skildi við útvarpið með þessum hætti.Blush

Sigurður G. Tómasson spjallaði þar við hlustendur, flestir þeirra sem töluðu voru í eldri kantinum.

Og þá fór ég að velta því fyrir mér að útvarp Saga er að sjálfsögðu bloggsamfélag eldri borgara.

Þeir taka upp símann í stað þess að blogga. Sigurður G. svaraði af hreinskilni en ég heyrði samt sem áður smellina í músinni á meðan hann var að tala við hlustendur.

Þeir tala á meðan Sigurður er á Netinu.

Hver segir að karlmenn geti ekki gert tvennt í einu.


mbl.is Fær ekki greidda kaskótryggingu vegna ölvunar ökumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög gott að hlusta á útvarp Sögu á kvöldin , maður sofnar undir eins......

Stína (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband