Ísland - eða Fjölnir vs. Keflavík

Það hefur kannski ekki farið framhjá landsmönnum að EM í handbolta byrjar í dag.

Ísland - Svíþjóð kl. 19:15.

Eflaust verður ekki kjaftur á ferð á götum Íslands í kvöld - jú kannski á Reykjanesbrautinnni og í Grafarvogi.

Fjölnir  - Keflavík er nefnilega á dagskrá kl. 19:15 í kvöld í Iceland Express deild karla. 

Ég bíð spenntur eftir áhorfendatölum úr Grafarvogi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FInnst bara ágætt að vera með leik á sama tíma. Það er stór hluti þjóðarinnar sem hefur engan áhuga á þessum handbolta, sérstaklega á stöðum þar sem er mikill körfubolti. Keflavík, Njarðvík, Sauðárkróki og fleiri stöðum. Þó Mbl og Ruv sé að missa sig yfir þessari evrópukeppni, eru ekki allir sama sinnis og SOS og Adolf Ingi, sem betur fer!!!

joi (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Já það er erfitt að komu þessu öllu fyrir, hugsa að körfuboltamenn geri sér grein fyrir þessu.

En ég frétti af einum sem er að fara á Ármann/Þróttur - FSu á sama tíma og sér ekki eftir neinu.

Annar ætlar á Fylkir - Þróttur í Egilshöll,leikur í Rvíkurmótinu.

Það finnst fólk á Íslandi sem hefur engan áhuga á landsliðinu.

Rúnar Birgir Gíslason, 17.1.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Að sjálfsögðu eru margir sem hafa ekki áhuga á því að fylgjast með landsliðinu.

Þetta er frestaður leikur frá því í desember og eflaust var þetta eini tíminn sem var á lausu.

En ég bíð samt spenntur eftir áhorfendatölunum

Sigurður Elvar Þórólfsson, 17.1.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Get alveg tekið undir spennuna hjá þér.

Hugsa þó að enginn hefði dáið þó leikurinn hefði verið á morgun.

Nú eða að liðin hefðu svissað á sínum tíma og leikurinn orðið Keflavík - Fjölni og svo yrði spilað í Grafarvoginum í mars.

Rúnar Birgir Gíslason, 17.1.2008 kl. 12:06

5 identicon

Skil ekki af hverju blaðamenn á MBL eru að hafa miklar áhyggjur af leikjaniðurröðun í körfunni, eða körfubolta yfir höfuð. Umfjöllun í MBl er lítil sem engin um körfubolta. Mestu púðri er eytt í greinar um hvað Einar Þorvarðarson hafi orðið pirraður á Gardermoen þegar vél seinkaði og átti að rukka þá um yfirvikt. Þetta er nú ekki beint íþróttafrétt, þó hún hafi ratað á síður íþróttafréttanna. Hefði ekki verið nær að fjalla um íþróttir og láta þessa frétt detta inn á fólk í fréttum eða eitthvað slíkt? Eins og SOS og aðrir blaðamenn MBL missi sig gjörsamlega þegar kemur að þessum hanboltaturneringum. Hver man ekki eftir stórfréttinni um árið á íþróttasíðum MBL "Alfreð steig í hundaskít". Það var sem sagt íþróttafrétt að Alfreð Gíslason hefði stigið í hundaskít á EM fyrir nokkrum árum. Er von að þessi fjölmiðill sé á hraðri leið á hausinn?

joi (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:39

6 identicon

Það verður auðvelt val hjá okkur í "sveitinni" uppá skaga handboltinn verður fyrir valinu. En ég verð að viðurkenna að áhugi minn á körfunni hefur minnkað til muna með fjölgun útlendinga í liðunum. Það er lítill sjarmi að horfa á lið með þremur erlendum ríkisborgurum í byrjunarliðinu. Það var meiri sjarmi yfir Teiti Örlygs og Gaua skúla heldur en þessum farandkörfuboltamönnum. Og ekki má nú gleyma SETH sjálfum fyrir um 5kg.

Alexander H (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 14:35

7 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Þakka hrósið - ætli það séu ekki 25 kg. síðan.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 17.1.2008 kl. 15:44

8 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

joi, ef Mogginn er að fara á hausinn þá held ég að Fbl fari á hausinn líka, út frá þeim kenningum sem þú ert með.

Íþróttafréttastjóri Fbl bloggar vart um annað en handbolta, hvort einhver rakvið eða prumpaði. Fannst eitt sinn út í hött að íslenskar ferðaskrifstofur væru ekki að skipuleggja ferðir á þýska handboltaleiki alveg eins og enska fótboltaleiki og bandaríska körfuboltaleiki.

Það hefur mjög stór hluti Íslendinga áhuga á íslenska handboltalandsliðinu, ef þeim gengur vel fylgjast enn fleiri með svo það er eðlilegt að fjölmiðlar skrifi um handbolta þessa dagana.

Ég get alveg tekið undir að mér finnst tímasetning á þessum leik Fjölnis og Kef einkennileg.

Rúnar Birgir Gíslason, 17.1.2008 kl. 19:08

9 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Samkvæmt talningu Stefáns "Sæta" Stefánssonar voru 105 mættir í Grafarvoginn á leikinn. Er það ekki ágætis mæting miðað við aðstæður?

 e.s.  - joi..  vinsamlegast komdu fram undir réttu nafni ef þú vilt fá kommentin þín birt. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 18.1.2008 kl. 20:38

10 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

105 er nú bara ca 100% meira en ég bjóst við.

Svo var þetta líka bara hörkuleikur. Örugglega skemmtilegri á að horfa en leikurinn í Þrándheimi

Rúnar Birgir Gíslason, 18.1.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband