Þorbergur Aðalsteinsson !!!

Ég horfði á endursýningu á þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld. tobbihandbolti

Það er óhætt að segja að Þorbergur Aðalsteinsson hafi stimplað sig vel inn í umræðuna um landsliðið.

Hann verður án efa í aðalhlutverkinu næstu daga og pókerspil Birkis Jóns þingmanns eða nætursaltað blogg Iðnaðarráðherra um sjónvarpsmanninn í borgarstjórn Reykjavíkur mun gleymast fljótt.

Þar opnaði hann bókina og sagði m.a. að Aron Kristjánsson hefði farið fram á 40% hærri laun en Dagur Sigurðsson fór fram á.

Gott og vel.

Er það hlutverk stjórnarmanns í HSÍ að upplýsa um það sem fór á milli í viðræðum við Dag, Geir og Aron? Ég hefði haldið að það sem fram fór á þeim fundum hafi verið trúnaðarmál.

Og ég velti því fyrir mér hvort einhver Íslendingur hafi í raun áhuga á starfinu eftir þessa uppákomu í þættinum. 

Hvað er í gangi? Vissulega eru menn svekktir og sárir að vera þjálfaralausir eftir fjögur misheppnuð vítaköst...

Þorbergur taldi jafnvel að Einar Þorvarðarson hefði logið að sér um samskipti HSÍ og Ólafs Stefánssonar.

Og hann reifst einnig við Aðalstein Eyjólfsson. Ívar Benediktsson vinnufélagi minn var spakur á miðsvæðinu. Og ég skildi það vel.

Mér fannst þetta ljómandi skemmtilegur þáttur og það er greinilega eldfimt ástand í herbúðum HSÍ. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Ég sá þennan þátt og alveg ótrúlegt að stjórnarmaður skuli upplýsa svona í beinni útsendingu, og að fara að rífast við Aðalstein Eyjólfsson var alveg fáránlegt af Þorbergi en Aðalsteinn hélt ró sinni en ekki stjórnarmaðurinn.

Mér fannst gott hjá Ívari að vera ekkert að blanda sér mikið í þessa umræðu mér sýndist hann líka vera soltið hissa á framkomu Þorbergs.

Heimir og Halldór Jónssynir, 22.2.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það er nú ósköp misjafnt hvað blaðamönnum finnist að eigi að vera trúnaðarmál. Sumir vilja hafa ALLT uppi á borðum á meðan aðrir sýna örlitla skynsemi. En ég er sammála þér um að það má telja vafamál að hlutverk stjórnarmanna í HSÍ sé að segja frá öllum smáatriðum varðandi samningaviðræður við einstaka menn. Slíkt er vitanlega fáránlegt.

En fyrst þú nefnir Einar Þorvarðarson, þá spyr ég enn og aftur, hvað er hann alltaf að vilja á bekknum þegar landsliðið er að spila? Hvert er hans hlutverk á bekknum? Getur ekki snjall blaðamaður eins og þú eða upplýst mig um það?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.2.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Einar var að taka tölfræðina fyrir Alfreð í Noregi.. Hann var t.d. ekki á bekknum á HM í Þýskalandi.. en líklega var hann á bekknum í öllum hinum keppnunum.. Kannski finnst honum svona rosalega gaman að vera á bekknum.

Gunni Gylfa er alltaf á bekknum hjá knattspyrnulandsliðinu, er hann ekki með hlutverk?

Sigurður Elvar Þórólfsson, 22.2.2008 kl. 08:59

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Gat hann ekki verið í stúkunni að taka tölfræðina? Finnst þjálfurunum og leikmönnunum alveg ofboðslega gaman að hafa hann á bekknum? Mér finnst það ekki vera hlutverk framkvæmdastjóra að vera á bekknum, hann hlýtur að hafa önnur verkefni! 

Gunnar Gylfason er ekki framkvæmdastjóri KSÍ, hann er starfsmaður landsliðsins og hefur í ýmis horn að líta þegar landsleikir fara fram.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.2.2008 kl. 13:44

5 identicon

Alfreð leit á tölfræðina margoft í hverjum leik, enda er tekin mjög ítarlega tölfræði þar mjög mörg atriði eru skráð niður. Þess vegna vildi hann hafa þann sem sá um tölfræðina sem næst sér.  Einar og Gunnar Magnússon skiptu þessu hlutverki á milli sín á EM í Noregi.

Síðan má ekki gleyma því að Einar hefur mikla þekkingu og reynslu á handknattleik, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur unnið mjög náið með síðustu landsliðsþjálfurum og hjá sambandi þar sem velta verður við hverri krónu áður en hún er notuð er nauðsynlegt að gjörnýta þá fáu starfsmenn sem á launum eru. 

Sem framkvæmdastjóri HSÍ þá verða menn að leysa ýmis verkefni. Það er ekki hægt að bera saman HSÍ og KSÍ í þess efnum. Held að það sé þrjú og hálft stöðugildi á skrifstofu HSÍ. Síðast þegar ég vissi þá voru stöðugildin ívið fleiri hjá KSÍ, en það kann að hafa breyst.

Með góðri kveðju, Ívar. 

Ívar Benediktsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:25

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

He he ... gaman að ykkur félögunum. Ég hef hvergi haldið því fram að Einar hafi ekki þekkingu og reynslu í handknattleik, á því leikur enginn vafi. Spurningin er samt einmitt þessu hvort framkvæmdastjórinn, sem er "yfirmaður" þjálfarans ... sá sem sér um að greiða honum laun ... eigi að sitja yfir honum í hverjum leik. Mér finnst ekki.

Við getum sæst á það að vera ósammála um þetta en ég held því samt fram að það hljóti að vera hægt að fá einhvern annan en framkvæmdastjóra HSÍ í tölfræðina, hvar er Óskar Ófeigur? (nei, bara grín ).

Ívar þú stóðst þig vel utan vallar í gær en ítreka að það hefði verið gaman að sjá Henrý Birgi með þér og Þorbergi!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.2.2008 kl. 17:10

7 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ég held að Einar hafi tekið að sér þetta starf vegna þess að greiða öðrum laun fyrir að gera sömu hluti. Yfirbyggingin hjá HSÍ er um 16% af því sem að KSÍ er með á launaskrá - Það er nú varla hægt að líkja þessu saman. En hefði framkvæmdastjóri KSÍ ekki gott af því að fara á bekkinn og hvíla sig á VIPPINU á Laugardalsvelli.. það væsir allavega ekki um okkur þarna í nýju og glæsilegu aðstöðunni.. eða þannig..

Sigurður Elvar Þórólfsson, 22.2.2008 kl. 21:25

8 identicon

Því miður hafði ég ekkert gaman af því að vera "þátttakandi" í þessum þætti í gær. Það kann að vera að einhver hafi haft gaman af því að horfa á hann. Ástand stjórnarmanns HSÍ var með slíkum og þvílíkum ósköpum að ég held að honum hefði verið greiði gerður með því að "hræra" í honum. Auðvitað datt mér eitt og annað í hug en skynjaði það hinsvegar að ég myndi aðeins skemmta skrattanum einum með því að hella olíu á eld Bakkusar sem logaði við hlið mér.

Viðbrögð formanns HSÍ og stjórnarinnar í dag hafa síðan orðið til þess að höfuðuð hefur verið bitið af skömminni. Þegar ölvaður maður fær að komast upp með það athugasemdalaust að vera "talsmaður" eins stærsta sérsambands landsins þá er illa komið fyrir því sérsambandi, verr heldur mig hefði nokkurn tímann grunað. Það sem hann sagði er síðan kapítuli út af fyrir sig, ástandið annað og hvorki honum né handknattleikssambandinu nema til skammar.

Ég hafði að þessu enga skemmtan enda um að ræða mannlegan harmleik.

Með góðri kveðju, Ívar. 

Ívar Benediktsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:18

9 identicon

Þið gleymið aðal atriðinu, Þorbergur var greinilega fullur í útsendingunni.

Óskar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:58

10 Smámynd: Magnús Bragason

En segðu mér Ívar, fyrst staðan var svona með Þorberg af hverju byrjuðu þið þáttinn?

Er ekki líka að koma í ljós að hann hafði margt til síns máls? 

Magnús Bragason, 29.2.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband