"Nei, ertu eitthvað klikkaður."

Ég held að íslenskt menntakerfi sé í góðu lagi og þá sérstaklega í Grundaskóla á Akranesi. Í gær bauð ég frumburðinum sem er 14 ára gull og græna ef hún myndi taka upp á því að halda með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hún fengi borða á Subway á hverjum mánudegi í allan vetur og eina skilyrðið var að mæta í Tottenhambúning í skólann á hverjum einasta mánudegi.

Svarið var: "Nei, ertu eitthvað klikkaður."

Skynsöm stelpa enda erfitt að vera tengd tveimur félögum sem eru í neðsta sæti í karlafótboltanum. ÍA og Spurs.

Nú óttast ég að stuðningur miðbarnsins við félagið sé í frjálsu falli eins og hlutabréfin í Eimskip.Hann var eitthvað efins í gærkvöld og sérstaklega eftir að Gomes "undirsig" markvörður blúbbaði á ögurstund.

Sá yngsti er enn í vinnslu en hann er ekki auðveldur viðureignar. Gerði létt grín að mínum mönnum í gær á síðasta korterinu gegn Aston Villa. "Pabbi, er Tottenham að tapa fyrir Arsenal?," spurði hann blásaklaus. Hann var kominn í rúmið, háttaður og tannburstaður 34 sekúndum síðar.

Kannski að lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

Það er alveg hægt að venjast því að halda með liðum á botninum....

.... ég með Derby og ÍA !!!! :-)

-ghs

Guðjón H. (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband