Rússnesk blótsyrði

Alexander Ermolinskij fyrrum liðsfélagi minn úr körfuboltanum notaði óspart rússneskt blótsyrði þegar það átt við og ég notaði það blótsyrði mikið á laugardaginn þegar ég horfði á síðari hálfleik Tottenham gegn hinu gríðarlega sterka liði Wigan í enska boltanum.

Það er nefnilega það, á botninum með 2 stig eftir 5 leiki og Portsmouth á útivelli í næstu umferð.

Juande Ramos er í sjóðheitu sæti enda búinn að versla big time í sumar og selja slatta af ágætum leikmönnum. Margir af þessum nýju eru bara í ruglinu (Roman Pavlyuchenko og David Bentley) en ég er ánægður með markvörðinn Gomes. Karakter sem á eftir að binda þetta lið saman. 

Sá yngsti á heimilinu sér hlutina í öðru ljósi hann ætlar bara að halda með Aston Villa, allavega í dag og kannski á morgun..

Hlustaði mikið á útvarpið um helgina og ég gaf SME sénsinn á sunnudag á Bylgjunni í nýja þættinum. Sprengisandur heitir hann víst. Hann lofaði að vera grimmur en mér fannst hann meyr. Það voru allir svo sammála og happý. Ég var alltaf að bíða eftir að finna grilllyktina í gegnum útvarpið en það kemur kannski síðar.

Golfmót íþróttafréttamanna fór fram á Garðavelli 12. september s.l. Að venju mættu ekki allir sem voru búnir að skrá sig og ég fékk hinn fertuga Alexander Högnason til þess að fylla í skarðið. Ég get fullyrt að Alexander átti stóran þátt í því að Eiríkur á Vísi.is var í sigurliðinu en það verða eftirmálar af þessum sigri þar sem grunur leikur á því að Eríkur hafi fallið á lyfjaprófi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband