Andskotans -

Fyrir um sjö árum hóf að greiða viðbótarlífeyrissparnað í sjóð hjá Landsbankanum sem kallast Íslenski lífeyrissjóðurinn..Gimmikkið var að fjölskyldan myndi fá sjö ára greiðslu meðallauna minna úr sjóðnum ef kransæðakíttið sem ég hef étið um ævina færi að virka á röngum tíma.. Líftrygging frá Swiss Life og allt það.. alveg skothelt dæmi.. eða þannig

Á heimasíðu Landsbankans er þessa klausu að finna sem er hér fyrir neðan. Ef ég skil lögfræðitextann sem þar er skrifaður þá hef ég tapað þessum sparnaði sem var töluverður.... og þetta leit svo helvíti vel út þann 8.september þegar ég fékk yfirlitið...................kannski að Pútin reddi þessu..

Hvað lífeyrissparnað hjá lífeyrissjóðum varðar, þ.m.t. Íslenska lífeyrissjóðsins sem er með vörslusamning við Landsbanka Íslands, nýtur lífeyrissparnaður hjá lífeyrissjóðum ekki ábyrgðar Tryggingasjóðs innstæðueigenda enda ekki um innlán til banka að ræða eða hefðbundna almenna bankastarfsemi.  Í þessu sambandi má benda á að Íslenski lífeyrissjóðurinn starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Um fjárfestingar sjóðsins gilda reglur laganna um fjárfestingar sem byggja m.a. á kröfum um tiltekna eignadreifingu þannig að sjóðurinn á kröfur á fjölmörg fyrirtæki, banka, stofnanir sem og Íslenska ríkið. Greiðsluhæfi þessara aðila ræður því mestu um verðmæti lífeyrissparnaðarins sem og ávöxtun þeirra krafna, hvort sem er um hlutabréf, skuldabréf eða innlán hjá innlánsstofnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband