Fimmtudagur, 22.1.2009
Sviptingar í gamla Tónabæ
Hraði einkennir atburði dagsins. Búið að reka Sigmund Erni og frú á 365..
Skiptar skoðanir um þann gjörning.
Sá hinsvegar að tæknimenn á visi.is hafa ekki haft tíma til þess að búa til nýtt logo fyrir fréttatíma Stöðvar 2 sem eru auglýstir á forsíðu.
Uppfært 16:18: Þeir voru á tánum tæknimennirnir og hafa nú fækkað um einn á nýja spjaldinu á forsíðunni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21.1.2009
Oslóartréð er úr Skorradal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21.1.2009
Mikið áhorf á kjör íþróttamanns ársins
Samkvæmt mælingu Capacent þá horfðu rúmlega 130.000 á útsendingu frá kjöri íþróttamanns ársins 2008.
Stórmerkilegt og ánægjulegt fyrir Samtök íþróttafréttamanna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20.1.2009
Lögin sem komust ekki áfram
Ég horfði á forkeppni Júróvísjón á laugardagskvöldið. Skammast mín ekkert fyrir það.
Samúð mín er hjá þeim lagahöfundum sem sendu inn lög í þessa keppni og KOMUST EKKI ÁFRAM.
Hversu slök voru þau? Pældu í því.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19.1.2009
Lúðrasveitabúningur
Hvers vegna er maðurinn í lúðrasveitabúningnum frá Selfossi alltaf í viðtölum um allt og ekkert á RÚV???
og það á að forgangsraða þannig að rúmlega 300 skuldarar á Suðurlandi verða handteknir vegna bílálána eða Nilfisk ryksugu sem keypt var á raðgreiðslum.. magnað..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 18.1.2009
Afkomuviðvörun
Ég sendi hér með formlega tilkynningu til Kauphallar Íslands og Ríkisins um afkomuviðvörun vegna fyrsta ársfjórðungs 2009.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9.1.2009
2008 REWIND
Djúpt á þessari færslu. Fattaði í dag að ég er ekki með Fésbók, hef aldrei farið inn á Fésbók og ég veit ekki hvað þetta er........líklega má rekja það til þess að ég er á fimmtudagsaldri.. helvítis fokking fokk..
Ég ætla að reyna að REW árið 2008 í stuttu máli og myndum.... fyrir þá sem ekki vita þá er REW takkinn á VHS tækinu..... Svindlum aðeins á þessu og tökum skref inn í janúar.
6. janúar 2009
Fimleikamaður Akraness 2008 - Frumburðurinn hefur alla íþróttahæfileikana frá pabbanum en mamman (sem verður fertug á þessu ári) má alveg eiga hrósið. Hún hefur víst þjálfað Elísu Svölu frá árinu 1994...... Elísa var á dögunum valin í úrtakshóp KSÍ fyrir 16 ára landsliðið..og hún heldur með Tottenham.. að sjálfsögðu eða þannig
6. janúar 2009
Ég var fljótastur að synda þegar þessi sundkennari sendi mig út í óvissuna í myrkrið í apríl árið 1968.... það leyndi sér ekki á mömmu þegar líða fór á árið að ég var helvíti snöggur.. kom í heiminn 30.12.1968.. Sundkennarinn frá Akranesi hefur á undanförnum mánuðum tekið að sér að vera meindýraeyðir í efri byggðum Akraness..Hann heldur ávallt upp á afmælið sitt þann 6. janúar ár hvert en það eru víst 4 ár í að hann fái frítt í sund.....(þá er hann 63 ára.. ef að Árni bróðir er að lesa).
Desember...
Jólin komu og fóru. Sá yngsti horfir á Tedda veðurfræðing á RÚV á hverju kvöldi og blótar því ef þessi hitabylgja heldur áfram að hrella landann. Nýju skíðin bíða út í bílskúr og nú á að skíða til að gleyma ICESAVE á árinu 2009. Miðbarnið gleymir ekki þessum jólum í bráð. Helköttaður á barnaspítala hringsins á öðrum degi jóla, botnlanginn eitthvað að þenja sig. Gott að því er lokið.
Desember
Fórum í Skorradal að höggva tré.. áttum ánægjuleg nótulaus viðskipti við RÍKIÐ en tréð felldi ekki eina nál eftir að það var gróðursett í stofunni. Allir í stuði þegar við sóttum gripinn..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)