Föstudagur, 12.10.2007
Vågar flugvöllur
Á þessu bloggi hér má finna þessa lýsingu á flugferð til Færeyja. Áhugavert.
14.5.2007 | 23:50
Vågar flugvöllur
Nú veit ég hvað menn meina þegar þeir segja að aðflug að Vågaflugvöll í Færeyjum geti verið mjög erfitt. Sótti fund til Færeyja í byrjun desember s.l. Þar sem ég hafði verið að erindast í Malmö í Svíþjóð dagana áður þá flaug ég frá Kaupmannahöfn til Vågar
Flugferðin sem slík var með öllu tíðindalaus eða allt þar til við fórum að nálgast eyjarnar fögru, sem engin leið var að sjá þar sem mjög láskýjað var. Þannig háttar til að vindur blés af miklum móð frá suðvestri. Sem þýðir það að aðflug er úr norðri og vindur er nánast þvert á braut. Aðstæður eru einnig þær að flogið er inn langan fjörð og innst inni í firðinum eru háir þverhníptir bergveggir til beggja hliða sem þrengja verulega aðflugið því þar rétt fyrir innan er sjálfur flugvöllurinn, sem auk þess er í styttra lagi vegna staðhátta.
Hvað með það. Aðflug í blindflugi er ekki endilega það þægilegasta en það er það öruggasta. Hinn ágæti kapteinn tjáði okkur að það yrði nokkur ókyrrð sem voru orð að sönnu. Og ekki leist mér á blikuna þegar einhverjir farþegar héldu ekki lengur niðri veitingunum. Verst þótti mér hins vegar að sjá ekkert út. Ekki veit ég hvað tímanum leið en eftir ca 6 - 8 mínútna óþægilegt skak þá tilkynnir kapteinninn að það verði enn meiri ókyrrð, sem varð og ef einhverjir kostir voru við það, þá voru það þeir að nú mátti sjá til jarðar, Við vorum sem sagt komin innarlega í fjörðinn og vorum stödd rétt fyrir utan þessar þrengingar. Heldur tók nú vélin að hristast og ekki bara upp og niður, því hún hallaði á alla kanta og maður var fjarri því að vita hvert hún stefndi hverju sinni. Í mestu dýfunum lét fólk í sér heyra og sjálfur var ég orðin logandi nervös og leið eins og í versta rússíbana.
Og viti menn skyndilega erum við komin út úr þessu og í gamla skakið og sterkan hliðarvind, sem manni þótti nú bara fínt og ekki síst flugvöllurinn sýnilegur framundan. Lentum með ágætum og allir fegnir að hafa fast land undir fótunum. Færeyingarnir voru á því að þetta aðflug hefði verið með allra versta móti en þeir kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum og eru vanir óblíðum veðuröflum. Ég hef hins vegar oft komið hingað með flugi og aldrei lent í neinu viðlíka og reyndar aldrei í fjölmörgum ferðum mínum um víðan völl síðustu árin. Fór í beint reynslubankann þar sem hugtakið ókyrrð fær nýja vídd. Hættulegt flug? - nei held ekki, fyrst og fremst afar óþægilegt - þessar vélar eru smíðar til að þola og standast gríðarlegt álag - mun og miklu meira en hér var gert að umfjöllunarefni ... sem betur fer.
![]() |
Franska landsliðið veðurteppt á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12.10.2007
Bældur hlátur í bakgrunni
Heimir Karlsson á Bylgjunni í morgun: Ritstjórarnir SME (DV) og ÓÞS (24 stundir) voru þar mættir til þess að ræða atburði gærdagsins úr stjórnmálum Reykjavíkurborgar.
Við opnuðum fyrir símann í útsendingu hjá okkur í morgun og fólki er tíðrætt um Björn Inga. Margir telja hann spilltasta stjórnmálamanninn þessa dagana. Og ef ekki í pólítískri sögu hér. Hvað segið þið um hans framgöngu í þessu máli?
Ólafur Stephensen ritstjóri dagblaðsins 24 stunda svarar:
Það er ekki mynd af honum í orðabókinni við hliðina á orðinu heilindi.
Ef vel er hlustað má heyra bældan hlátur í bakgrunni.
Líklega tæknimaðurinn að springa úr hlátri.
Það var nú það og góðan daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12.10.2007
KR-TV
Ég ætla að hrósa KR-ingum fyrir þá nýbreytni að bjóða upp á beina sjónvarpsútsendingar á netinu frá heimaleikjum liðsins í körfubolta. Ég var með útsendinguna í gangi í gær í vinnunni og þetta virkar alveg ágætlega.
Gæðin eru að sjálfsögðu takmörkuð en viðleitnin er góð. Ingi Þór Steinþórsson altmuligmand KR-inga lýsti leiknum og hann verður seint sagður hlutlaus í þeim lýsingum.
En hverjum er ekki sama.
Þetta er jú KR-TV.
KR nýtur góðs af því starfi sem önnur félög hafa unnið á síðustu misserum þegar kemur að svona útsendingu. KFÍ á Ísafirði og Breiðablik í Kópavogi hafa lagt grunninn að þessu og KR-ingar fengu góða hjálp frá Ísfirðingum í fyrstu útsendingu sinni.
Vel gert.
Vonandi verða fleiri lið sem sjá sér fært að gera svona hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11.10.2007
Sérfræðingur um atburði dagsins
Það verður að fá sérfræðing til þess að fara yfir atburði dagsins í Borgarmálunum.
Ég mæli með þessum sem er neðstur á þessum lista.
Annars fannst mér innkoman í lok fréttamannafundarins á RÚV í dag stórskemmtileg. Tveir aðilar sem voru ekki alveg edrú áttu eitthvað vantalað við fundarmenn. Góður endir á góðum farsa.
Getraun dagsins er líka í gangi. Finnið þau atriði sem eru ekki eins á þessum þremur myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Lítt þekktur
Síða 3 í íþróttablaði Morgunblaðisins þann 3. október árið 1997 fer hér með í sögubækurnar.
Fyrir það fyrsta. Skrifaði Ívar Benediktsson um KÖRFUBOLTALEIK KR og ÍA., hann hefur nú húmor fyrir þessu hann Ívar.
Í öðru lagi var seth á meðal leikmanna.
Og í þriðja lagi var nafn seth vitlaust skrifað í úrslitadálk Moggans.
Sigurður Elvar Eyjólfsson? Tja. Ekkert að því þar sem að afi minn hét Eyjólfur.
En hérna er körfuboltaumfjöllun Ívars og það má vel flokka þessa færslu undir monthornið.
Mér er slétt sama eftir kaupréttarsamninginn sem ég gerði í dag.
Smellið á myndirnar og þá er hægt að lesa greinarnar. Þetta monthorn var í boði REI og það er von á meiru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Hvar er gamli fréttatíminn á Stöð 2?????
Hvar er gamli góði fréttatíminn á Stöð 2? Einu sinni var ég búinn að læra á að íþróttirnar væru á sínum stað, gullfiskaminnið mitt er reyndar búið að gleyma því hvar íþróttirnar voru í þeirri dagskrá.
Ég er alveg hættur að nenna að setja mig inn í þetta nýja fréttadæmi....
Það er alltaf verið að kynna að eitthvað sé alveg að koma, veður, íþróttir, yfirlit frétta, kynning á því sem verður í Íslandi í dag.....
Og ég er alveg hættur að nenna að bíða eftir því að eitthvað sé alveg að koma - og skipti síðan yfir á RÚV....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Duglegur að reikna
"Pabbi, er ekki 6 plús 6 jafnt og 12," sagði sá fimm ára við mig úr aftursætinu á dögunum.
"Jú það er alveg rétt hjá þér," sagði ég og grunaði hann um að hafa lært þetta eins og páfagaukur af eldri systkynum sínum.
"Pabbi," heyrðist á ný úr aftursætinu. "Er þá 12 + 12 jafnt og 24?," spurði sá stutti.
"Já, það er alveg rétt hjá þér. Þú ert duglegur að reikna," svaraði ég stoltur.
Sonurinn hélt áfram: "Er þá 6 plús, 6 plús, 6 plús, 6 jafnt og 24?."
"Já, já, það er alveg hárrétt hjá þér." svaraði ég og leit í baksýnisspegilinn.
Þá sá ég hvaða tölur sá stutti var að leggja saman.
Kassinn með Egils Gullinu var einnig í öryggisbelti í aftursætinu - líkt og hitt gullið mitt.
Hver segir að stærðfræði þurfi að vera leiðinleg?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9.10.2007
seth skrifar frá Kvíabryggju
Fróðleiksmoli dagsins. Eftir dóminn sem ég hlaut í gær er ljóst að ég verð að blogga frá Kvíabryggju næstu árin. Var einhver sem trúði þessu?
Maður að nafni Seth M. Ferranti er frægasti "fangelsisblaðamaðurinn" í Bandaríkjunum en ég rakst á nafn hans á körfuboltasíðunni hoopshype.com.
Hann er sérfræðingur um körfubolta og skrifar í stóra fjölmiðla um íþróttina. Hann hefur setið inni frá árinu 1993 en hann fékk 25 ára dóm á sínum tíma vegna aðildar að stóru fíkniefnamáli.
Seth hefur stundað háskólanám undanfarin ár og skrifaði m.a. bókina Prison Stories árið 2005.
Hinn íslenski Seth hefur nú ekki mikla þekkingu á fangelsismálum Íslands en ef í hart fer þá fer maður bara að blogga og skrifa frá Kvíabryggju í framtíðinni. Skemmtileg tenging.
Það voru tæknimenn Morgunblaðsins eiga sök á því að ég fékk netfangið seth sumarið 2000. SEÞ á útlensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9.10.2007
Bikarinn til Brann??
Ég er ekki að fatta þessa fyrirsögn hjá visi.is frá því í gær.
Fréttin er fín.
En Bikarinn til Brann?
Til Brann? en ekki Bergen?
Ég þarf aðeins að hugsa þetta betur.
Kannski liggur þetta í augum úti....
Hvað segir Hjössi Hjass prófarkarlesari okkar um þetta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9.10.2007
Slidesmyndir frá BINGA
Ég var búinn að hella upp á kaffi og drekka einn bolla áður en Mogginn og 24 tímar/stundir, what ever, kom í hús.
Frumburðurinn krafðist þess að sá gamli myndi vakna með henni fyrir fyrstu morgunæfinguna í afrekshóp ÍA í fótboltanum.
Ég var eiginlega glaður að vakna því ég var ekki alveg sáttur við drauminn sem ég var að upplifa.
Ég var sveittur og hjartslátturinn í +200.
Ég var staddur á fundi með ungum Framsóknarmönnum og þar var Björn Ingi Hrafnsson að sýna okkur slidesmyndir frá ferð hans í Kína. Uss, uss, uss. Ég vaknaði sem betur fer skömmu eftir að sýningin hófst. Held bara að kaffið hafi aldrei smakkast betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8.10.2007
Jón Arnór á skotskónum?
Hjörtur Hjartarson á RÚV er búinn að ráða sig sem prófarkarlesara á Moggann og Fréttablaðið. Það er bara gott mál að fá aðhald frá Hjössa.
Enda maður með puttann á púlsinum.
Mér fannst reyndar bara skondið að Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður var á "skotskónum" í sjónvarpsfréttum RÚV á mánudagskvöldið. Hann skoraði 19 stig fyrir Róma gegn NBA-liðinu Toronto Raptors í æfingaleik.
Kannski að Jón Arnór hafi mætt á æfingar með Totti og félögum og lært ný trix?
Þessi færsla var í boði REI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 5.10.2007
Hugsar enn á íslensku
Þetta sýnir að Axel hefur ekki verið of lengi í Noregi og hann hugsar enn á íslensku. - Myndband af hlaupinu má skoða hér.
Það er í raun hægt að gera hvaða vitleysu sem er í Noregi ef maður tekur það skýrt fram að maður sé íslenskur.
Ég man nú reyndar eftir því að körfuboltalið, sem var að leika gegn mínum mönnum í Höyenhall veturinn 1998-1999, var nánast allt saman nakið úti á bílaplani eftir leikinn.
Þetta var hálfvafasamt hverfi þar sem Höyenhall var með aðsetur.
Það var ÖLLU stolið úr búningsklefa þeirra á meðan þeir voru að spila gegn okkur.
Bílarnir hjá þeim flestum voru farnir enda geymdu þessir kjánar lyklana bara í buxnavasanum inni í klefa.
Við sem vorum vanir þessu svæði vorum með bíllyklana í pungbindinu eins og vanalega. Ég veit ekki hvernig þetta mál endaði en við unnum þá.
![]() |
Axel hljóp nakinn gegnum miðbæinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5.10.2007
Skoraði Jón "Bassi"?
Þessa snilldarfærslu er að finna á fréttavef Bolvíska Stálsins vestur í bæ...
Hvað eru menn að reykja á RÚV?
Einhverjum húmorista virðist hafa tekist að fífla íþróttadeildina á RÚV með miklum tilþrifum í kvöld. Vonandi er það skýringin því annars eru menn að reykja eitthvað ólöglegt í Efstaleitinu.
Ég veit svo sem ekki hverjir uppfæra www.ruv.is og textavarpið en í kvöld var þar ágæt frétt um að Haukar væru komnir í toppsætið í handboltanu eftir sigur fyrir norðan.
Í niðurlagi fréttarinnar segir hins vegar frá því að markahæstur Hauka, hafi verið "Jón Bassi" sem skorað hafi 17 af 27 mörkum liðsins !!!
Þetta er alveg snilldarlegt. Ég veit um einn mann sem kallaður hefur verið Jón Bassi og er það Sjálfstæðismaður á Akranesi.
Faðir Gulla Jóns og fyrsti Íslendingurinn til þess að fá rauða spjaldið í efstu deild íslenskrar knattspyrnu. Ég skelli link á þessa merkilegu frétt með þá von í brjósti að þessi skemmtilega villa verði ekki leiðrétt. Ilmandi fínar tvíbökur þarna á ferðinni. Frétt ársins.
![]() |
Hreiðar fær mikið hrós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3.10.2007
Villandi auglýsing
Bylgjan auglýsir grimmt golfferð til Englands þar sem hægt verður að spila golf og skoða í leiðinni þekktustu kylfinga heims á HSBC-meistaramótinu á Wentworth vellinum. Gott mál hjá þeim á Bylgjunni.
Ég er samt sem áður undrandi á því að sjá ferðina auglýsta í Fréttablaðinu í dag með stórri mynd af Tiger Woods - og leitt að því líkum að hann verði með á HSBC-meistaramótinu.
Það er einfaldlega ekki rétt. Ég velti því fyrir hvort fyrirtæki á borð við BYKO, Mastercard, ZO-ON og Ölgerð Egils Skallagrímssonar séu sátt við að taka þátt í svona sýndarleik.
Einnig eru peningaverðlaun í boði fyrir þá sem sigra á Bylgjumótinu.
Það vekur athygli í auglýsingunni að veitt verða glæsileg verðlaun á Bylgjumótinu fyrir þá sem leika best, með og án forgjafar. (50 þúsund króna gjafabréf frá Smáralind og 20 þúsund krónur í peningum frá Bylgjunni.)
Hugmyndin er góð en ég er ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir því að samkvæmt áhugamannareglum þá er þetta bannað.
Áhugamaður í golfi má ekki veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. Bingó.
Íþróttir | mbl.is | 25.9.2007 | 09:43
Woods verður ekki með á HSBC-meistaramótinu
Þrátt fyrir að rúmlega 130 millj. kr. sé í verðlaunafé fyrir sigur á HSBC-meistaramótinu í holukeppni sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi í næsta mánuði þá hafa margir af sterkustu kylfingum heims afþakkað boð um að taka þátt. Mestu vonbrigðin hjá mótshöldurum er að Tiger Woods ætlar ekki að vera með en hann sigraði á tveimur af alls fjórum stórmótum ársins. Zach Johnson sigurvegari á Mastersmótinu verður ekki með líkt og þeir Jim Furyk, Sergio Garcia, David Toms og Scott Verplank.
Eins og staðan er á styrkleikalista mótsins þessa stundina þá mun Paul Casey leika gegn Jerry Kelly í fyrstu umferð en Casey hefur titil að verja á þessu móti sem fram fer 11.- 14. október. Þeir sem mætast líklega í fyrstu umferð eru: Paul Casey (Engl.) - Jerry Kelly (Bandar.)
Padraig Harrington (Írl.) - Colin Montgomerie (Skotl.)
Angel Cabrera (Argent.) - Niclas Fasth (Svíþj.)
Justin Rose (Engl.) - Hunter Mahan (Bandar.)
Rory Sabbatini (S-Afr.) - Anders Hansen (Danm.)
Henrik Stenson (Svíþj.) - Woody Austin (Bandar.)
Retief Goosen (S-Afr.) - Andres Romero (Argent.)
Ernie Els (S. Afr.) - Sören Hansen (Danm.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2.10.2007
Grunur um aðsvif
Ég vona að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður.
Verð að láta þessa fljóta með frá því maí, visir.is, besta fyrirsögn ársins.
Vísir, 15. maí. 2007 21:27
Grunur um aðsvif undir stýri
Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld...............
![]() |
Fékk aðsvif undir stýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2.10.2007
Heimska
Undarlegasta spurning sem ég hef fengið.
Veturinn 1999-2000 á námsárunum í Osló.
Ég var að ræða við einn bekkjarfélaga minn og hann var að spyrja mig um allt á milli himins og jarðar.
Hann komst að því að ég var með konu og tvö börn í 42 fermetra íbúð og það fannst honum merkilegt.
Ég talaði við kauða á norsku og honum þótti það ekkert fréttaefni.
Síðan kom heimskasta spurning sem ég hef fengið.
"Og þið talið norsku heima hjá ykkur?, er það ekki?"
Ég var fljótur að spyrja hann til baka.
"Myndir þú tala íslensku við Norðmenn sem ættu heima á Íslandi?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 1.10.2007
kvikindið hljóp eins og þjófur
Í framhaldi af hundasögunni sem er í færslunni hér á undan ætla ég að láta aðra fljóta með. Staður og stund: Sognsvatn við Kringsjå í Osló.
Útivistarsvæði Oslóar og í bakgarði stúdentagarðanna.
Nokkrar fjölskyldur að grilla á einnota námsmannagrillum, allir í stuði, nokkrar pulsur á grillinu. (Lánasjóðurinn bauð ekki upp á neitt grandgrill á þessum árum).
Bara verið að bíða eftir því að þær væru klárar.
Kemur ekk risastór hundur skokkandi inn úr skóginum og í átt að okkur. Hann stekkur að grillinu, tekur nokkrar pulsur upp í kjaftinn. Gleypir þær í einum bita. Skokkar í burtu.
Rétt á eftir kemur einhver grindhoruð kjelling á jogginu eftir göngustíg. Hún kallar á bikkjuna (bikkje er heimilishundur) og helv. kvikindið hljóp eins og þjófur á eftir kellu. Engar áhyggjur af kvöldmatnum þann daginn.
Ég hugsaði oft eftir þetta atvik hvaða dóm ég myndi fá ef ég færi upp að Sognsvatni og stæli pulsum af grillinu hjá hinum og þessum.
Ég lét mér einnig detta það í hug að ná mér í græju í undirheimum Oslóar og plaffa á þessi grey sem voru greinilega illa haldina af hungri úti að hlaupa með eigendum sínum.
Það náði aldrei lengra en í aðra heilafrumuna. Hin var á tali.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.10.2007
Plaff, plaff
Ég velti því fyrir hvaða dóm maður myndi fá fyrir að plaffa þetta kvikindi niður...hvað er að gerast?
Þarf eitthvað að velta þessu fyrir sér?
Hvar er sérsveitin og Björn Bjarnason, Bruce Willis eða einhver?
Óður hundur og eigandi sem heldur bæjarfélagi í gíslingu?
Börn á ferð og þetta dýr gengur laust.
Tími á aðgerðir takk fyrir.
![]() |
Hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.10.2007
Maggi Gylfa tekur við
Ég er með kenningu.
Magnús Gylfason tekur við Tottenham og Bogi Mölby Pétursson verður aðstoðarmaður hans...Ólsararnir ætla víst að taka þetta yfir.
Ótrúlegur leikur, gaf upp alla von..en Kaboul maður, Kaboul maður, Kaboul maður.
![]() |
Tottenham vann upp þriggja marka forskot Villa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 1.10.2007
Dollarabúðirnar koma sterkar inn
Það er að mínu mati bara gott mál að menn geti fengið sér hressingu á íþróttaleikjum á Íslandi.
Það er svo mikið ERLENDIS.
Þetta ætti að vera í boði fyrir ALLA sem hafa aldur til að drekka slíka drykki.
Skiptir engu máli hvort það sé handbolti, fótbolti eða körfubolti.
Spurning um að fara einbeita sér að því að setja upp DOLLARA-búðir eins og tíðkaðist í gamla Austrinu.
Við erum ekki langt frá þeim í dag.
Bara sumir sem hafa aðgang að bjórnum, því hvíta og rauða.
Þið hinir getið étið það sem úti frýs.. Fín skilaboð.
Myndin er frá Laugardalsvelli s.l. laugardag þar sem Valsmenn voru að hita upp fyrir átökin. Besta mál., en það eiga allir að fá tækifæri til þess að hita upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)