Og hvernig eru hægðirnar?

Og hvernig eru hægðirnar og heilsufarið svona almennt... spurði vinur minn í morgun í örstuttu símtali.... bara rétt si svona að minna mig á að ég get ekki lengur sagt ég sé 39 ára...

Nokkrir eðalkylfingar fæddir á þessum degi.. seth, Tiger Woods og Halldór Ingólfsson handboltamaður úr Haukum svo einhverjir séu nefndir... 

Fékk ekki rafmagnsgítarinn sem ég hef lengi óskað eftir... kaupi hann bara sjálfur og leysi upp partý á nýju ári gegn vægu gjaldi..

Þar til síðar.. 

skál og gleðilegt ár...

 


Jólagjöfin fyrir þá sem eiga allt

Jólagjöfin fyrir þá sem eiga allt.... 

Niðurskurður rauði þráðurinn á árinu 2009, verðbólgan í botni, skattahækkanir, atvinnuleysi...

Betra að eiga slíka nauðsynjavöru.....

Kakóhitarar eru víst staðalbúnaður í 90% bifreiðum landsins... það gæti líka verið kostur að vera alltaf með kakóhitarann í gangi á næsta ári

Á meðan við tökum þátt í því að rétta af þessi smávægilegu mistök.....

Þetta er vont en það venst...

 

 


og skítadreifarar...

Ég las góða sögu í vikunni. Þar áttu nemendur í 1. bekk að skrifa um Ísland.. vek athygli á orðinu um landbúnaðartæki í fimmtu línu, lokakaflinn er magnaður. 

 Á Íslandi eru mörg fjöll, Akrafjall og Hekla.

Það eru líka jarðskjálftar og eldgos, stundum, ekki alltaf.

Það eru fossar og jöklar á Íslandi og mikið af fjöllum.

Á Íslandi eru mörg dýr, hreindýr, hundar, kisur, minkar og refir og líka kindur og skítadreifarar. Svo eru fiskar í sjónum íkringum Ísland og líka hvalir og háhyrningar.

Forseti Íslands heitir Ólafur Ragnar Grímsson og hann á konu sem heitir Dorrit.

Forsetinn ræður eiginlega öllu og keyrir ekki bíl.

Höfundur er 6 ára og er nemandi í Grundaskóla á Akranesi.


Blaðamaður fundar með ritstjóra...

 

Blaðamenn sem funda með ritstjóra undir fjögur augu þurfa framvegis að...

government-watch-list-3.jpg

 

 

 


2,2 % .......

Sá í kvöld innslag úr Íslandi í dag frá því í fyrradag,  þar sem að  „fréttamaður“ var frekar undrandi á því hve fáir mæta á mótmælafundi. Hann taldi að 2,2% þjóðarinna hefðu mætt þegar flestir voru, ca 7.000 manns. Efast ekki um þessar talningu... löggann slumpaði á þetta..

Ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri ekki bara helvíti margt miðað við höfðatölu og allt það?

Væri það fréttaefni ef tæplega 30 milljónir kæmu saman í Kína til að mótmæla? – Reyndar væri það ekki feitur séns! . ... kínverski alþýðuherinn myndi án efa sjá um að það myndi ekki gerast..

Hafa 6,4 milljónir manns komið saman í Bandaríkjunum til þess að mótmæla? Veit það ekki, kannski.... 1,1 milljón manns á Englandi?, eða 100.000 þúsund í Noregi? Eða tæplega 150 milljón manns á heimsvísu? 

Hef ekki hugmynd!


Kaupstaðarlykt?

Pabbi hlýtur að hafa fengið Rúnólf Megane bílinn minn lánaðann. Það var stillt á útvarp Sögu í morgun. Hlustaði á konu sem var að ræða við hlustendur. Það var eitthvað undarlegt í gangi þarna.. og allt í einu fann ég "kaupstaðarlykt" streyma út úr hátölurunum þegar konan var að tjá sig...ótrúlegt atriði...

Ódýr frunsulyf?

Minnisleysi og skortur á upplýsingum um gang mála er rauði þráðurinn í þeim fréttum sem voru efst á baugi í dag. KPMG, Glitnir, FL Group, feðgatengsl, og allur sá pakki...

 Í Síðdegisútvarpi Rásar 2 um daginn var sagt frá því að bestu lyfin gegn Alzheimers séu ódýr frunsulyf. Spurning um að dreifa slíkum vörum á þá sem eiga að stýra uppgjöri bankahrunsins..

og það var gaman að fylgjast með rimmu Lúðvíks og Atla í Kastljósi kvöldsins.. mér sýndist að Atli hafi skorað helling af mörkum án þess að hafa mikið fyrir því... 

 


Fy faen ég kýs Framsókn

Djók.

Það hljóta að vera tíðindi að það séu til þrír Framsóknarmenn á Íslandi og þeir ætla sér allir að verða formenn í flokknum í janúar. 

Annars held ég með Höskuldi í þessari keppni.

Ekki spurning.

Hann hefur alltaf mætt í vinnu á mánudögum - ólíkt mörgum öðrum Framsóknarmönnum... meira síðar. 


Fréttablaðið í kassa...

Fréttablaðið er ekki lengur borið út á mitt heimili.

Því miður.

Það er búið að setja upp plastkassa á ljósastaura víðsvegar bæinn þar sem að fólk á að sækja blaðið.

Einhver sagði að Fréttablaðið myndi færast nær lesendum með því að setja það í kassa á ljósastaur.

Ekki í mínu tilfelli. 

Reyndar hef ég ákveðnar efasemdir um að þessir kassar "haldi lífi" þegar nær dregur áramótum.

Hjálparsveit skáta skaffar dótið..... flugeldur_742473.gif


Viltu fara yfir stöðuna?

Heimsótti heimabanka Glitnis í dag.

Gat ekki annað en brosað af auglýsingu sem er á vef Glitnis. 

vefbordi_550x149_stadan.png

Svona í ljósi aðstæðna...

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband