Fimmtudagur, 29.3.2007
Ekið yfir blaðamann
"Keyrðu rútuna yfir hann," eða eitthvað í þá áttina sagði Steve McLaren þjálfari enska landsliðsins í rútu fyrir utan ólympíuleikvanginn í Barcelona í fyrrakvöld. Þar var á ferð breskur blaðamaður og það var eins og hrægammur hafi gengið fyrir framan enska þjálfarann. Hann horfði á blaðamanninn og bað síðan bílstjórann að keyra yfir gaurinn. Sky fréttastofan er búinn að rúlla þessu myndbroti í dag á hálftíma fresti.
Stuðningsmenn enska landsliðsins öskruðu á þjálfarann og leikmenn liðsins í hálfleik þegar staðan var 0:0 gegn Andorra - þjóð sem gæti ekki einu sinni fyllt Old Trafford ef allir íbúar landsins mættu á völlinn. Það var meira að segja sölumaður í skíðadeild og garðyrkjumaður í landsliði Andorra.
Breska pressan ætlar sér að bola McLaren í burtu og það virðist sem það sé að takast. Endalaus vandræði með þetta enska lið. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru bara ekki eins góðir og þeir halda.
Það hefur mikið verið fjallað um hermennina sem eru í haldi í Íran og olíuverðið hefur flogið upp eftir þetta atvik. SKY hefur varla fjallað um annað undanfarna daga. Þar hefur aðallega verið rætt um einu konuna í hópnum og allt kapp lagt á að ná henni fyrst til Bretlands. Og helstu rökin eru þau að hún er móðir. Ég velti því fyrir mér hvort það séu ekki einhverji feður í þessum 15 manna hópi? Allt í lagi að skilja pabbana eftir - þeir redda sér.
Fékk að kynnast miðnæturstemningunni hjá Spánverjum á miðvikudaginn. Hverjum datt í hug að leika kl. 22 að kvöldi. Panik, læti og stressaðir spænskir blaðamenn sem berjast við að lemja inn efni í fartölvurnar fyrir sín blöð. Þetta er ótrúlegt kerfi og ekki til eftirbreytni.
Mallorca er annars fín, Palma kemur á óvart, fallegur bær, en veðrið maður, veðrið. Þetta er náttúrulega bara fyndið. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á leiknum á miðvikudaginn og það rignir enn. Fór því lítið fyrir því að skoða bæinn og nánasta umhverfið. Lærði nýtt orð i ferðinni. Mohito.
![]() |
Lampard reiknar með að spila gegn Watford |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28.3.2007
Spænskt veðurgrín
Það er ekkert verið að grínast með veðrið hérna á Mallorca - 12 stiga hiti, rigning og rok. Flíspeysan kemur sér vel. Hver átti von á því - ágætis íslenskt sumarveður.
Ræddi við spænskan blaðamann í gær og hann skildi ekki orð í ensku, túlkur reddaði málunum, en ég sá síðan í dag hvað hann hafði skrifað í blaðið sitt og mér sýndist hann hafa ruglast hressilega á leikmönnum.
Gunnarssynirnir eru þrír, það er slatti af Sigurðssonum og þeir eru ekki alveg að fatta þetta hérna á Spáni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24.3.2007
Vikan - wannabíkúr
Ég las Vikuna á leið minni frá Kef til Barcelona. kræst... stefni að því að vera á forsíðu eftir 66 vikur.
Sigurður Elvar missti vitið og 87 kg. á 89 vikum.
Annað eins "wannabí" tímarit hef ég aldrei áður lesið.
Fitusog....og megrun, gulrótarkúr, Curveskús, melónukúr, appelsínukúr, einarsbúðarkúr, ogégveitekkihvaðkúr....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24.3.2007
Ömurleg tónlist
Barcelona er mögnuð (veit ekki hvort það má nota það orð eftir Rock Star þættina). Hótelið er rétt við Katalóníutorgið, Hotel Regina, sem er um 100 ára gamalt. Eina böggið sem kemur frá mér er ömurleg tónlist í morgunverðarhlaðborðinu.
Ég er viss um að þeir hafa ráðið einhvern "Jóhann Inga" sálfræðing í tónlistarvalinu. Instrúmental jazz,blúsbræðingur, með skemmtaraívafi, er eitthvað sem fær fólk til þess að staldra stutt við.
Og það er líklega hagkvæmt fyrir hótelið. Við borðum minna í morgunverðinum.
Annars er morgunverðarhlaðborðið magnað (úps, ætlaði ekki að koma að þessu tvívegis í sömu færslunni.)
Kaup mín á tveimur spænskum íþróttadagblöðum skiluðu ekki árangri. Skil ekki rassgat í spænsku, jú Cervesa... hvernig læt ég. Á Römblunni fengum við okkur sæti á veitingastað - og viti menn, var ekki Eiki Guðmundsson stórafrekskylfingur og körfuboltatappi úr ÍR og Breiðablik á næsta borði. Blessaður Eiríkur var það eina sem datt upp úr mér.
Úps, 550 Íslendingar á vegum Eimskips í Barcelona, þeir voru út um allt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22.3.2007
Kaldir Börsungar
Gat nú verið - kaldasti dagur vetrarins í Barcelona,
Messi og félagar voru í ullarpeysum á æfingu Börsunga.
Líklega hefur Eiður verið ber að ofan.
Veðrið getur varla versnað úr þessu.
Adios í bili - vinnuferð á heitari slóðir á döfinni.
Íslenskur bolti á Mallorca á miðvikudag.
Nánar síðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21.3.2007
Rukka alla leið?
Sturla samgönguráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að þeir sem eiga leið í gegnum Hvalfjarðargöng þurfi að greiða fyrir afnot af öðru mannvirki á leiðinni til Rvíkur.
Afhverju ekki taka Oslóartilþrif á þetta.
Setja upp vegtolla út um allt og allstaðar. Þeir sem koma inn í borgina borga 150 kall - punktur og basta. Alltaf, allstaðar en ekkert er greitt fyrir að fara út úr borginni.
Allir með kubb í framrúðunni og brosa síðan bara framan í myndavélina.
Bjó í tvö ár í Osló og ók um á íslenskum númerum á þeim tíma.
Vissi það ekki fyrr en eftir á að ég hefði bara átt að brosa framan í myndavélina og keyra í gegn án þess að borga.
Nojarinn nennti víst ekki að vera eltast við íslensk númer í þessu eftirliti - létu það nægja að herja á grannríkið, Svíþjóð.
![]() |
Faxaflóahafnir vilja koma að framkvæmdum við Sundabraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21.3.2007
120 spírur á ári fyrir íþróttaefni
Í þessari færslu er gert ráð fyrir því að enski boltinn verði á sérstöð hjá 365.
Það hefur ekki verið útskýrt hvernig þessu verður háttað.
Verður SÝN áfram eins og hún er dag?, með íslenskt íþróttaefni, F1, spænska boltann, golf, póker, tuddareið og fleira? -
Og þegar Ari Edwald talar um sér íþróttastöð fyrir enska boltann þá veltir maður því fyrir sér hvað þessi pakki á að kosta fyrir áskrifendur.
Ég hringdi í 365 í dag og spurði um verða á mánaðaráskrift á SÝN, -4.500 kr. á mánuði var svarið.
Ég spurði; Verður enski boltinn sýndur á SÝN??
Svarið var: "Ég veit það ekki fyrr en í maí.
Ég spurði; þarf ég þá að kaupa séráskrift að enska boltanum.
Svarið var: "Veistu að ég hef bara ekki heyrt frá yfirmanni mínum hvernig þessu verður háttað." -
Sem sagt ný stöð um enska boltann, og þeir sem eru áskrifendur hjá SÝN virðast þurfa að punga 3000-5000 kr. á mánuði til viðbótar fyrir enska boltann. Kannski verður verðið lægra eða hærra. Hef ekki hugmynd um það en í dag greiða áskrifendur hjá Skánum um 3000 kr. á mánuði fyrir enska boltann.
Eru Íslendingar tilbúnir að borga 8.000-10.000 kr. á mánuði fyrir íþróttaefni í sjónvarpi? Allt að 120.000 kr. á ári? - Ég held að ég fái mér frekar nýtt golfsett - árlega.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu á næstu vikum og mánuðum.
![]() |
Sirkus tengdur Stöð 2 og í lokaðri dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 21.3.2007
Nostalgía í fjósinu
Upplifði smá nostalgíu í gær á oddaleik Skallagríms og Grindavíkur.
Fékk þó ekki áhuga á því að fara hreyfa mig aftur.
Ótrúleg stemning í fjósinu, þétt setið í áhorfendastúkunni, og leikurinn góður.
Það er mikið lagt upp úr því að skemmta áhorfendum í Borgarnesi og skondið að fylgjast með því hve mikið sumir leggja á sig.
Indriði Jósafatsson íþrótta - og æskulýðsfulltrúi þeirra í Borgarbyggð sá um kynninguna, skömmu síðar hljómaði stuðningslag Skallagríms, sem Indriði söng, útsetti og líklega hefur hann samið það sjálfur.
Indriði aðtoðaði síðan Darrel Flake leikmann Skallagríms í 1. leikhluta þegar Flake var búinn að týna augnlinsu. Indriði fann gripinn og Flake var í stuði það sem eftir er. Ég beið bara eftir því að sá gamli færi í búning og væri með en líklega dugir að hafa tengdason inná vellinum. Þess á milli dæmdi Indriði leikinn af hliðarlínunni og eftir leik hófst hann handa við tiltekt og frágang.
Skallagrímsmenn buðu upp á skemmti - og dansatriði fyrir leik og í hálfleik. Ein stúlkan úr dansflokknum var einnig í starfi á ritaraborðinu og hafði því mörg horn að líta. Engin vandamál - bara lausnir.
Úrslitakeppnin fer vel af stað - frábær skemmtun.
Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá leiknum og tæknimenn stöðvarinnar "rigguðu" upp tækniveri í einni áhaldageymslunni. Frumstæðar aðstæður þar sem að óveður kom í veg fyrir að stóri útsendingabíllinn kæmist á svæðið.
Og þegar ég rak nefið inn á "gömlu skrifstofuna mína" sá ég eldgamlan Tudi myndlykil ofaná litlu sjónvarpi þar sem tæknimennirnir gátu séð eigin útsendingu. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms skutlaðist heim til sín rétt fyrir leik og náði í græjuna til þess að bjarga málunum. Snjór var á skjánum enda lítið inniloftnet á litla sjónvarpinu - en þetta dugði.
Svona er lífið í Borgarbyggð.
Engin vandamál - bara lausnir.
![]() |
Grindvíkingar slógu Skallagrím út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20.3.2007
Neyðarlína RSK
Það eru bara ljúflingar sem hafa svarað á neyðarlínu RSK í dag.
Hef tvívegis sett mig í samband við þjónustuverið og fengið lausnir á vandamálunum. Vissi ekki alveg hvort ég ætti að hringja í 112 eða 511-2250.
Skil hinsvegar ekki hvernig sumt er orðað í þessum fjármálaheimi.
Reiknað endurgjald?, - komst að því að það er skilgreining á launum þeirra sem eru í verktöku. Joe - hvað ert þú með í reiknað endurgjald.
Tryggingargjald? jú það er líka skilgreint sem önnur launatengd gjöld á rekstrarskýrslu 4.11 - jamm það var nú það..liggur alveg í augum úti eins og Einar orðaði það í Purknum.
Ég hlakka til að fá norska skattaskýrslu á næstu misserum. Ýta bara á enter og samþykkja allar upplýsingarnar sem big brother er með á servernum.
![]() |
Álag á símaþjónustu hjá ríkisskattstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19.3.2007
Túttí frúttí
Sé fyrir mér ungan blaðasala í Austurstræti hrópa hátt.
Króóóníkaaaannnn, Djéeeevaaafff og rææææææækjusaaaaaaaaamlooooooka.
Túttí frúttí vítamíííínooooos er slagorð sem yngsti fjölskyldu meðlimurinn man enn eftir frá sumarleyfi okkar árið 2005 er hann var þriggja ára.
Ferskur ananas á ströndinni. Algjör snilld.
Og slagorð sem gleymist aldrei.
e.s. ætli Össur hafi keyp blómvöndinn handa Sólveigu á Shellstöð?
![]() |
Lögreglan kölluð til vegna óláta í orlofshúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17.3.2007
Geimsjávarlífeðlisslökkviliðsfréttamaður
Kynleiðréttingaraðgerð er langt orð. Sá að Blaðið var með mynd í blaðinu sínu í dag sem ég tók fyrir Moggann fyrir mörgum árum af Skagaverstúninu (local kennileiti).
Þarf að fara að rukka þessa gaura fyrir myndina. Það var önnur mynd sem vakti meiri athygli hjá mér í Blaðinu í dag.
Mynd af slökkviliðsmanni á bls. 34 sem tengist frétt af atburðum frá árinu 1948. Brennuvargur í Reykjavík.
Eitthvað fannst mér kallinn kunnuglegur á myndinni og ég hringdi í fréttastofuna, gaurinn sem veit allt og býr enn á æskuheimili mínu.
Grunur minn var staðfestur.
Maðurinn er Stefán Teitsson, húsasmíðameistari frá Akranesi og einn af stofnendum trésmiðjunnar Akurs.
Að því ég best veit hefur Stefán aldrei verið í slökkviliði Reykjavíkur og hvað þá árið 1948 - hann lítur allavega ekki út fyrir að vera 18 ára á þessari mynd -
Eða er þetta samsett mynd? Pétur Gunnarsson var með skúbb dagsins, DV og Króníkan ekki í eina sæng.
Spennandi spretthlaup hjá blöðum og tímaritum á næstu mánuðum og misserum.
![]() |
Tvær kynleiðréttingaraðgerðir gerðar hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16.3.2007
Vínrautt og magnað
Góðar fréttir af Allsherjarnefnd.
Rakst á undarlegar fréttir á næst öftustu síðu Fréttablaðsins í dag af bílamálum "fræga fólksins" á Íslandi.
Magni á Lexus og einhver kona sem ég man ekki hvað heitir á Ford.
Verð því að deila með ykkur stórfrétt.
Ég á tvo franska eðalvagna, sem eru báðir árgerð 1999.
Annar svartur og hinn er að ég held vínrauður.
Hvað annað.
Annars er ég alveg hundfúll yfir því að fá ekki að komast að á meðal hinna útvöldu á forsíðu blog.is.
Hver sér eiginlega um valið?
Er í samningaviðræðum við nokkur bílaumboð um að setja flashauglýsingu á þetta bloggdæmi hjá mér og ef ég kemst ekki á forsíðu blog.is er málið dautt
![]() |
Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15.3.2007
Einföld íþrótt
Ekta úrslitakeppni þarna á ferðinni.
KR-liðið ekki á réttum stað hvað spennustigið varðar.
Of uppteknir af því að tapa ekki leiknum.
Mikið af mistökum, varnirnar grjótharðar og lítið skorað.
Steinar Arason sýndi að það sem einkennir góða leikmenn er að þeir framkvæma áður en þeir hugsa.
Körfubolti er einföld íþrótt.
Skjóta á körfuna og passa að mótherjinn skori ekki.
Starfsmenn KKÍ og hjálparhellur þeirra fá mikið hrós fyrir fréttaflutning á kki.is.
Þar eru menn á tánum og líklega í fremstu röð ef miðað er við önnur sérsambönd. Gott mál og ég er viss um að hópur manna stendur á bak við fréttaflutningin á kki.is.
![]() |
Bikarmeistarar ÍR leggja KR á útivelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15.3.2007
Músarsmellur og bloggsamfélag eldri borgara
Útvarpið - hlusta mikið á það í bílnum á leið úr og í vinnu.
Um miðnætti í gær á leið af vaktinni hlustaði ég á endurtekið efni á útvarpi Sögu.
Já ég þarf ekkert að útskýra það nánar.
Pabbi fékk bílinn lánaðann og skildi við útvarpið með þessum hætti.
Sigurður G. Tómasson spjallaði þar við hlustendur, flestir þeirra sem töluðu voru í eldri kantinum.
Og þá fór ég að velta því fyrir mér að útvarp Saga er að sjálfsögðu bloggsamfélag eldri borgara.
Þeir taka upp símann í stað þess að blogga. Sigurður G. svaraði af hreinskilni en ég heyrði samt sem áður smellina í músinni á meðan hann var að tala við hlustendur.
Þeir tala á meðan Sigurður er á Netinu.
Hver segir að karlmenn geti ekki gert tvennt í einu.
![]() |
Fær ekki greidda kaskótryggingu vegna ölvunar ökumanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15.3.2007
Bloggarar á Hainan eyju
Stórfurðuleg staðreynd.
Bloggararnir Birgir Leifur Hafþórsson og Jón Gunnlaugur Viggósson sem skipa sæti 32. og 33. á lista blog.is eru báðir staddir þessa stundina á Hainan eyju í Kína.
Birgir leikur þar á Evrópumótaröðinni í golfi og Jón Guðlaugur tekur þátt í Herra heimur.
Hver segir að Ísland sé fámennt og lítið land?
Við erum allstaðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14.3.2007
Íslenskur þingmaður?
Ég las fyrirsögnina og datt ekki annað í hug en að þarna væri á ferð íslenskur þingmaður.
Það er annars helst í fréttum af kanínum þingmannsins hér á Akranesi að þær eru hættar að vera krúttlegar. Róta í garðinum eins og moldvörpur og éta fuglamatinn. Krökkunum finnst þær vera krúttlegar og kanínurnar fá því að njóta vafans.
Hef ekki séð Magnús Hafsteinsson á vappi í garðinum á síðustu vikum enda er hann upptekinn við önnur störf.
Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa sett upp bloggsíður á Moggablogginu á undanförnum dögum, Magnús og Sigurjón Þórðarson eru þar fremstir í flokki. Það skyldi þó ekki vera að Mogginn kæmi til bjargar þrátt fyrir allt.
![]() |
Kona vaknar upp úr dái eftir sex ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.3.2007
Besti bjór í heimi
Frír bjór - er það ekki besti bjór í heimi?
Það er góðtemplarastemning hér á Íslandi þegar kemur að því að ræða íþróttaviðburði og áfengi. Algjört tabú enn sem komið er.
Ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert að því að selja bjór á stærri íþróttaviðburðum hér á Íslandi.
Stór hluti þeirra sem mæta á landsleiki eða úrslitaleiki í bikarkeppni gera sér glaðan dag og ætla að skemmta sér á leiknum án þess að allt fari úr böndunum.
Margir nota áfengi, oftast bjór, og þar sem ekkert aðgengi er að því á sjálfum leiknum eru margir sem skola niður nokkrum könnum áður en haldið er á völlinn.
Getur verið að slík neysla skapi enn meiri vandræði. Væri ástandið eðlilegra ef aðgengi væri að bjór á leikvellinum?
Hafa menn ekki reynslu af slíku úr veitingahúsabransanum þegar barnum var lokað 12:30 en staðurinn var opinn til 3?
Það fyndnasta í þessari bjór/íþróttaumræðu er sú staðreynd að aðeins fáir útvaldir fá að umgangast áfengi á slíkum viðburðum.
VIP-elítan, styrktaraðilar og fleiri geta ef þeir hafa áhuga drukkið bjór fyrir leik eða í hálfleik.
"Sumir eru jafnari en aðrir" -Animal Farm.
Jói múrari og Svenni forritari sem eru að laumast með einn Egils gull aumingja í bakpoka á leið sinni á leikinn eiga það á hættu að vera "böstaðir" í hliðinu vegna "smyglsins". Ég held að Sigmundur Ernir á Stöð 2 hafi minnst á þetta atriði í einhverjum pistli fyrir mörgum árum.
Og þeir sem mæta á landsleiki á Laugardalsvellisjá hve mikið af tómum umbúðum af bjór er fyrir utan völlinn. Þar sitja áhorfendur og sötra áður en haldið er inn á völlinn.
Á ferðum mínum á ýmsa íþróttaviðburði erlendis hafa áhorfendur í flestum tilvikum getað nálgast bjór á íþróttaviðburðunum ef þeir hafa áhuga á því.
Ég hef séð 40.000 stuðningsmenn Stoke City hella upp á sig á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff -án teljandi vandræða.
Ég hef séð áhorfendur á heimsmeistara - og Evrópumótum í handknattleik drekka bjór á þar til gerðum svæðum.
Á HM í handknattleik í janúar í Þýskalandi voru íslenskir stuðningsmenn í miklu stuði. Hvernig ætli hafi staðið á því. Sjónvarpsmyndir lugu engu um það. Kaldur á krana í plastglasi reddaði stemningunni.
Fleiri dæmi mætti nefna.
Þessar samkomur hafa farið fram án teljandi vandræða.
Er þetta hægt á Íslandi?
Eða er sumum treyst til þess að drekka áfengi á stórviðburðum en öðrum ekki.
Einnig mætti nefna aðra fjölmenna viðburði sem fram fara í íþróttamannvirkjum á hverju ári.
Tónleika.
Ég hef ekki heyrt stórfréttir af slagsmálum á tónleikum undanfarin ár.
Þar er aðgengi að bjór...rándýrum vökva að vísu. Þar ekkert tabú. Bara fjör.
Verður þetta ekki stærsta kosningamálið í vor.
![]() |
Ókeypis aðgangur og frír bjór á leikjum í Ribe |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 12.3.2007
Eiki í rútu frá Sæmundi
Myndbandið með Eika í Kastljósinu í kvöld var eins og gamall, flatur Ringnes bjór (norskur bjór).
Það er búið að gera 1.000 myndbönd í blæjubíl í Hvalfirði og jafnmargar sjónvarpsauglýsingar.
Dr. Gunni var með góðar hugmyndir í Kastljósinu, Víkingaskip í Bláa Lóninu, spjót og fleira. Líklega kaldhæðni í Doktornum.
Það hefði verið betra að fá Eika í rútu frá Sæmundi í Hvalfirði en þetta LA dæmi í blæjubílnum. Miami Vice þáttur eða hvað.?
Lagið venst furðuvel en ég held að það verði bara eitt partý í vor.
Stjórnendur blog.is hafa enn sem komið er ekki séð ástæðu til þess að hleypa okkur almúganum á efri hæðir bloggsins á forsíðu.
Sæmundur hleypti mér einu sinni upp á efri hæðina í þessum eðalgrip sem er á myndinni.
Samt ekkert spennandi að vera í þessu apparati undir Hafnarfjalli í +40 m/s.
![]() |
Eiríkur verður fimmti á svið í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12.3.2007
Dreifbýlistútta á VIP svæðið?
Ef þessi reglugerð verður ættleidd frá Svergie til Íslands fæ ég ekki póst inn um bréfalúguna.
Bréfalúgan á kotinu okkar er í 3 cm. hæð frá jörðu.
Veit ekki afhverju.
Ætla hinsvegar að benda á bréfalúguna sem félagar mínir á Morgunblaðinu hafa sett upp á blog.is.
Ég hef aldrei komist upp "VIP" svæðið á forsíðu blog.is sem ber nafnið umræðan.
Kannski er það myndin af mér sem fælir menn frá þeirri ákvörðun.
Eða sú staðreynd að ég hef ekki mætt í Moggaboltann í rúm þrjú ár.
Tja.... þetta er verðugt rannsóknarefni - afhverju kemst dreifbýlistúttan frá Akranesi ekki inná VIP svæðið?
![]() |
Ólöglegar bréfalúgur valda vandræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12.3.2007
Örhventir og konur
Horfði ekki á Silfur Egils um helgina, en í þessari bloggfærslu kvartar Sóley Tómasdóttir yfir því að 8 karlar hafi verið í þættinum - og engar konur.
Ég er alveg handviss um að meiri jöfnuður væri í þáttum Egils ef aðeins væri keppt í opnum flokkum í skák og bridge.
Konur og stjórnmálaflokkar sem vilja berjast fyrir auknu jafnrétti í næstu Alþingiskosningum ættu að setja þetta mál í efsta sæti.
Ég hef aldrei skilið afhverju það er keppt í kvennaflokki í þessum greinum.
Á meðan þessi kynskipting er til staðar í keppni í skák og bridge verður staða kvenna í samfélaginu óbreytt. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál.
Ef þetta ófremdarástand lagast ekki legg ég til að keppt verði í flokki örvhentra í skák og bridge.
Ég hef áður minnst á kvennaflokkinn í skák og bridge á þessu bloggi mínu og fengið eitt svar frá konu um málið.
Þar var áhugasvið kvenna helstu rökin fyrir því að keppt er í kvennaflokki í skák og bridge.
Svo sem ágæt rök en ég skil samt ekki afhverju það er keppt í kvennaflokki í skák og bridge. Það fer að líða að því að ég hætti að sofa yfir þessu máli. Og hana nú.
![]() |
Snoop Dogg handtekinn í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)