Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 19.4.2007
Spóinn var að vella á dönsku
Það er ekki oft sem ég sé fullorðið fólk sem er hætt að vinna (fyrirgefið - hætt að kenna), vera með grátstafi í kverkum yfir tæknilegum mistökum á RÚV.
Karl faðir minn (Þórólfur Ævar Sigurðsson), var eins og lítið barn í sófanum í Jörundarholtinu í kvöld og beið hann eftir heimildamynd eftir Pál Steingrímsson.
Spóinn - spóinn var að vella.
Ógleymanlegur svipur á ÞÆS þegar þulan tilkynnti að Spóinn yrði ekki á dagskrá vegna tæknilegra mistaka.
(Hef ekki séð önnur eins vonbrigði frá því að Ísak Örn, sem er 5 ára gamall, sá að ástralski kappaksturinn var á dagskrá í stað barnaefnis á laugardegi.)
Þess í stað var sýndur þáttur um eina vinsælustu söngkonu Dana, Sanne Salomonsen, sem kom fyrst fram í sjónvarpi sex ára, gaf út sína fyrstu plötu 17 ára og á nú að baki 35 ára farsælan feril.
Eini tengdasonur ÞÆS er danskur, Ole er eðalgripur, og það var skemmtileg tilviljun að við vorum með fjóra danska krakka í heimsókn hjá okkur í kvöld.
En þetta var aðeins of mikið af dönsku fyrir þann gamla, sem er nota bene er hættur að kenna. ÞÆS leggur mikla áherslu á að hann er ekki hættur að vinna.
Ég er enn að hlægja, þetta var bara bráðfyndið.
Hann hefði kannski átt að ssssstjékka betur á heimasíðu Saaaaaaanne.
Hún á flottann leðurgalla.
Eða er þetta bara latex???
Að sjálfsögðu var þessi færsla í boði Framsóknarflokksins og fjárlaganefndar Alþingis. Bönns af monní þar á ferðinni. Munið bara að kjósa XBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBX - djók.
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.4.2007 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)