Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 21.3.2007
120 spírur á ári fyrir íþróttaefni
Í þessari færslu er gert ráð fyrir því að enski boltinn verði á sérstöð hjá 365.
Það hefur ekki verið útskýrt hvernig þessu verður háttað.
Verður SÝN áfram eins og hún er dag?, með íslenskt íþróttaefni, F1, spænska boltann, golf, póker, tuddareið og fleira? -
Og þegar Ari Edwald talar um sér íþróttastöð fyrir enska boltann þá veltir maður því fyrir sér hvað þessi pakki á að kosta fyrir áskrifendur.
Ég hringdi í 365 í dag og spurði um verða á mánaðaráskrift á SÝN, -4.500 kr. á mánuði var svarið.
Ég spurði; Verður enski boltinn sýndur á SÝN??
Svarið var: "Ég veit það ekki fyrr en í maí.
Ég spurði; þarf ég þá að kaupa séráskrift að enska boltanum.
Svarið var: "Veistu að ég hef bara ekki heyrt frá yfirmanni mínum hvernig þessu verður háttað." -
Sem sagt ný stöð um enska boltann, og þeir sem eru áskrifendur hjá SÝN virðast þurfa að punga 3000-5000 kr. á mánuði til viðbótar fyrir enska boltann. Kannski verður verðið lægra eða hærra. Hef ekki hugmynd um það en í dag greiða áskrifendur hjá Skánum um 3000 kr. á mánuði fyrir enska boltann.
Eru Íslendingar tilbúnir að borga 8.000-10.000 kr. á mánuði fyrir íþróttaefni í sjónvarpi? Allt að 120.000 kr. á ári? - Ég held að ég fái mér frekar nýtt golfsett - árlega.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu á næstu vikum og mánuðum.
Sirkus tengdur Stöð 2 og í lokaðri dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 21.3.2007
Nostalgía í fjósinu
Upplifði smá nostalgíu í gær á oddaleik Skallagríms og Grindavíkur.
Fékk þó ekki áhuga á því að fara hreyfa mig aftur.
Ótrúleg stemning í fjósinu, þétt setið í áhorfendastúkunni, og leikurinn góður.
Það er mikið lagt upp úr því að skemmta áhorfendum í Borgarnesi og skondið að fylgjast með því hve mikið sumir leggja á sig.
Indriði Jósafatsson íþrótta - og æskulýðsfulltrúi þeirra í Borgarbyggð sá um kynninguna, skömmu síðar hljómaði stuðningslag Skallagríms, sem Indriði söng, útsetti og líklega hefur hann samið það sjálfur.
Indriði aðtoðaði síðan Darrel Flake leikmann Skallagríms í 1. leikhluta þegar Flake var búinn að týna augnlinsu. Indriði fann gripinn og Flake var í stuði það sem eftir er. Ég beið bara eftir því að sá gamli færi í búning og væri með en líklega dugir að hafa tengdason inná vellinum. Þess á milli dæmdi Indriði leikinn af hliðarlínunni og eftir leik hófst hann handa við tiltekt og frágang.
Skallagrímsmenn buðu upp á skemmti - og dansatriði fyrir leik og í hálfleik. Ein stúlkan úr dansflokknum var einnig í starfi á ritaraborðinu og hafði því mörg horn að líta. Engin vandamál - bara lausnir.
Úrslitakeppnin fer vel af stað - frábær skemmtun.
Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá leiknum og tæknimenn stöðvarinnar "rigguðu" upp tækniveri í einni áhaldageymslunni. Frumstæðar aðstæður þar sem að óveður kom í veg fyrir að stóri útsendingabíllinn kæmist á svæðið.
Og þegar ég rak nefið inn á "gömlu skrifstofuna mína" sá ég eldgamlan Tudi myndlykil ofaná litlu sjónvarpi þar sem tæknimennirnir gátu séð eigin útsendingu. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms skutlaðist heim til sín rétt fyrir leik og náði í græjuna til þess að bjarga málunum. Snjór var á skjánum enda lítið inniloftnet á litla sjónvarpinu - en þetta dugði.
Svona er lífið í Borgarbyggð.
Engin vandamál - bara lausnir.
Grindvíkingar slógu Skallagrím út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 17.3.2007
Geimsjávarlífeðlisslökkviliðsfréttamaður
Kynleiðréttingaraðgerð er langt orð. Sá að Blaðið var með mynd í blaðinu sínu í dag sem ég tók fyrir Moggann fyrir mörgum árum af Skagaverstúninu (local kennileiti).
Þarf að fara að rukka þessa gaura fyrir myndina. Það var önnur mynd sem vakti meiri athygli hjá mér í Blaðinu í dag.
Mynd af slökkviliðsmanni á bls. 34 sem tengist frétt af atburðum frá árinu 1948. Brennuvargur í Reykjavík.
Eitthvað fannst mér kallinn kunnuglegur á myndinni og ég hringdi í fréttastofuna, gaurinn sem veit allt og býr enn á æskuheimili mínu.
Grunur minn var staðfestur.
Maðurinn er Stefán Teitsson, húsasmíðameistari frá Akranesi og einn af stofnendum trésmiðjunnar Akurs.
Að því ég best veit hefur Stefán aldrei verið í slökkviliði Reykjavíkur og hvað þá árið 1948 - hann lítur allavega ekki út fyrir að vera 18 ára á þessari mynd -
Eða er þetta samsett mynd? Pétur Gunnarsson var með skúbb dagsins, DV og Króníkan ekki í eina sæng.
Spennandi spretthlaup hjá blöðum og tímaritum á næstu mánuðum og misserum.
Tvær kynleiðréttingaraðgerðir gerðar hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16.3.2007
Vínrautt og magnað
Góðar fréttir af Allsherjarnefnd.
Rakst á undarlegar fréttir á næst öftustu síðu Fréttablaðsins í dag af bílamálum "fræga fólksins" á Íslandi.
Magni á Lexus og einhver kona sem ég man ekki hvað heitir á Ford.
Verð því að deila með ykkur stórfrétt.
Ég á tvo franska eðalvagna, sem eru báðir árgerð 1999.
Annar svartur og hinn er að ég held vínrauður.
Hvað annað.
Annars er ég alveg hundfúll yfir því að fá ekki að komast að á meðal hinna útvöldu á forsíðu blog.is.
Hver sér eiginlega um valið?
Er í samningaviðræðum við nokkur bílaumboð um að setja flashauglýsingu á þetta bloggdæmi hjá mér og ef ég kemst ekki á forsíðu blog.is er málið dautt
Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14.3.2007
Íslenskur þingmaður?
Ég las fyrirsögnina og datt ekki annað í hug en að þarna væri á ferð íslenskur þingmaður. Það er annars helst í fréttum af kanínum þingmannsins hér á Akranesi að þær eru hættar að vera krúttlegar. Róta í garðinum eins og moldvörpur og éta fuglamatinn. Krökkunum finnst þær vera krúttlegar og kanínurnar fá því að njóta vafans.
Hef ekki séð Magnús Hafsteinsson á vappi í garðinum á síðustu vikum enda er hann upptekinn við önnur störf.
Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa sett upp bloggsíður á Moggablogginu á undanförnum dögum, Magnús og Sigurjón Þórðarson eru þar fremstir í flokki. Það skyldi þó ekki vera að Mogginn kæmi til bjargar þrátt fyrir allt.
Kona vaknar upp úr dái eftir sex ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.3.2007
Besti bjór í heimi
Frír bjór - er það ekki besti bjór í heimi?
Það er góðtemplarastemning hér á Íslandi þegar kemur að því að ræða íþróttaviðburði og áfengi. Algjört tabú enn sem komið er.
Ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert að því að selja bjór á stærri íþróttaviðburðum hér á Íslandi.
Stór hluti þeirra sem mæta á landsleiki eða úrslitaleiki í bikarkeppni gera sér glaðan dag og ætla að skemmta sér á leiknum án þess að allt fari úr böndunum.
Margir nota áfengi, oftast bjór, og þar sem ekkert aðgengi er að því á sjálfum leiknum eru margir sem skola niður nokkrum könnum áður en haldið er á völlinn.
Getur verið að slík neysla skapi enn meiri vandræði. Væri ástandið eðlilegra ef aðgengi væri að bjór á leikvellinum?
Hafa menn ekki reynslu af slíku úr veitingahúsabransanum þegar barnum var lokað 12:30 en staðurinn var opinn til 3?
Það fyndnasta í þessari bjór/íþróttaumræðu er sú staðreynd að aðeins fáir útvaldir fá að umgangast áfengi á slíkum viðburðum.
VIP-elítan, styrktaraðilar og fleiri geta ef þeir hafa áhuga drukkið bjór fyrir leik eða í hálfleik.
"Sumir eru jafnari en aðrir" -Animal Farm.
Jói múrari og Svenni forritari sem eru að laumast með einn Egils gull aumingja í bakpoka á leið sinni á leikinn eiga það á hættu að vera "böstaðir" í hliðinu vegna "smyglsins". Ég held að Sigmundur Ernir á Stöð 2 hafi minnst á þetta atriði í einhverjum pistli fyrir mörgum árum.
Og þeir sem mæta á landsleiki á Laugardalsvellisjá hve mikið af tómum umbúðum af bjór er fyrir utan völlinn. Þar sitja áhorfendur og sötra áður en haldið er inn á völlinn.
Á ferðum mínum á ýmsa íþróttaviðburði erlendis hafa áhorfendur í flestum tilvikum getað nálgast bjór á íþróttaviðburðunum ef þeir hafa áhuga á því.
Ég hef séð 40.000 stuðningsmenn Stoke City hella upp á sig á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff -án teljandi vandræða.
Ég hef séð áhorfendur á heimsmeistara - og Evrópumótum í handknattleik drekka bjór á þar til gerðum svæðum.
Á HM í handknattleik í janúar í Þýskalandi voru íslenskir stuðningsmenn í miklu stuði. Hvernig ætli hafi staðið á því. Sjónvarpsmyndir lugu engu um það. Kaldur á krana í plastglasi reddaði stemningunni.
Fleiri dæmi mætti nefna.
Þessar samkomur hafa farið fram án teljandi vandræða.
Er þetta hægt á Íslandi?
Eða er sumum treyst til þess að drekka áfengi á stórviðburðum en öðrum ekki.
Einnig mætti nefna aðra fjölmenna viðburði sem fram fara í íþróttamannvirkjum á hverju ári.
Tónleika.
Ég hef ekki heyrt stórfréttir af slagsmálum á tónleikum undanfarin ár.
Þar er aðgengi að bjór...rándýrum vökva að vísu. Þar ekkert tabú. Bara fjör.
Verður þetta ekki stærsta kosningamálið í vor.
Ókeypis aðgangur og frír bjór á leikjum í Ribe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 12.3.2007
Örhventir og konur
Horfði ekki á Silfur Egils um helgina, en í þessari bloggfærslu kvartar Sóley Tómasdóttir yfir því að 8 karlar hafi verið í þættinum - og engar konur.
Ég er alveg handviss um að meiri jöfnuður væri í þáttum Egils ef aðeins væri keppt í opnum flokkum í skák og bridge.
Konur og stjórnmálaflokkar sem vilja berjast fyrir auknu jafnrétti í næstu Alþingiskosningum ættu að setja þetta mál í efsta sæti.
Ég hef aldrei skilið afhverju það er keppt í kvennaflokki í þessum greinum.
Á meðan þessi kynskipting er til staðar í keppni í skák og bridge verður staða kvenna í samfélaginu óbreytt. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál.
Ef þetta ófremdarástand lagast ekki legg ég til að keppt verði í flokki örvhentra í skák og bridge.
Ég hef áður minnst á kvennaflokkinn í skák og bridge á þessu bloggi mínu og fengið eitt svar frá konu um málið.
Þar var áhugasvið kvenna helstu rökin fyrir því að keppt er í kvennaflokki í skák og bridge.
Svo sem ágæt rök en ég skil samt ekki afhverju það er keppt í kvennaflokki í skák og bridge. Það fer að líða að því að ég hætti að sofa yfir þessu máli. Og hana nú.
Snoop Dogg handtekinn í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11.3.2007
Fermingarsettið dugði í 18 ár
Móðir mín hefur áhyggjur af því að ég láti öll fjölskylduleyndarmálin fljóta út á þetta bloggbull mitt.
Tja.... það er ýmislegt sem hún þarf að hafa áhyggjur af.
Reyndar vorum við að rifja upp í dag hve mikið hlutirnir hafa breyst.
Níu ára púki fékk í dag golfsett frá stórfjölskyldunni í afmælisgjöf. Sérhannað fyrir börn og mun betra en það sem kylfingar á mínum aldri fengu sem fyrstu verkfæri í íþróttinni.
Mútta minnti mig á það að ég hefði ekki fengið golfkylfur fyrr en ég fermdist.
Það er alveg rétt. Fram að því notaði maður bara afsagaða "sjöu" úr gömlu setti. Það dugði fínt en skaftið var eins og steypustyrktarjárn og hlutföllin í kylfunni langt frá því að vera rétt.
Ég vona að þessi texti hafi ekki farið út fyrir velsæmisstuðul G. Kolbeins - Vísar í klám á nokkrum stöðum, sjöan er rétt við sexið, og skaftið getur verið mjúkt, millistíft eða stíft.
Fermingarsettið, McGreogor Lite, dugði vel og því var ekki skipt út fyrr en sumarið 2000 - eftir 18 ára notkun.
Frábærar kylfur en það var aðeins farið að láta á sjá.
Hef ekki snert á McGregor Lite í sjö ár.
Lite í fljótandi formi hefur tekið við.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10.3.2007
Bútasaumur og Róland brosti
Þessi úrslitaleikur fer í sögubækurnar fyrir þrennt:
1.) Fyrir slagsmálin. Get ekki dæmt um það hvernig þessi mál þróuðust en það er greinilegt að sérsamböndin þurfa að efla gæslu á svona viðburðum.
2.) Fyrir bútasaum í beinni útsendingu RÚV. Brjánn og Patrekur alblóðugir eftir samstuð. Sláturgerð á hliðarlínu vakti athygli þeirra sem stóðu að útsendingu RÚV. Blóð út um allt - sumir þola rauða litinn illa.
3.) Róland Eradze markvörður Stjörnunnar brosti í leiknum. Enda ástæða til. Þvílíkir yfirburðir Stjörnunnar.
Átök á áhorfendapöllum Laugardalshallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9.3.2007
Frábær samkeppni
Það kemur fyrir að betri helmingurinn sofnar í sófanum þegar við horfum á sjónvarpið. Getur verið kostur. Eins og í kvöld.
Horfði um stund á útsendingu á SÝN frá pókerkeppni og það er maður sem lýsir tilþrifunum á íslensku. Hvar eru áhorfstölurnar þegar slíkt efni er á boðstólum.
Er þetta ekki betra en X-Faktorinn og kannski með svipað áhorf.
Það sem gladdi mig mest var að samkeppnin í sjónvarpsbransanum er gríðarleg. Á sama tíma og spilaður var póker á SÝN var einnig leikinn póker á Skjá 1.
Og það efni var textað....
Ég gleymdi mér alveg yfir þessum ósköpum...frábært sjónvarpsefni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)