Færsluflokkur: Matur og drykkur

Áunnið ofnæmi fyrir G&T

Árshátíð Árvakurs var að mig minnir mjög vel heppnuð þarna á gamla Esjubergi um helgina. gin_tonic

Ég er alveg á því að ég sé með áunnið ofnæmi fyrir G&T.

Ég fékk að heyra það frá nokkrum að ég væri ekki í réttum þyngdarflokki miðað við hæð.

Helvítis kjaftæði. Ég var næstum því búinn að ná þriggja stafa tölu á vigtinni fjórum dögum fyrir árshátíðina.

Lét kippa úr mér tveimur endajöxlum til þess að komast réttu meginn við strikið......

Meira síðar.


Matarlím sem átti að vera steinbítur

Ef tekið er mið af vaxtarlagi mínu þá telst ég varla matvandur.steinbiturS

Kröfurnar sem ég geri til mötuneytis Morgunblaðsins eru einfaldar. Ég stefni að því að verað saddur.

Í fyrsta sinn í dag þá kláraði ég ekki af disknum eins og mamma mín kenndi mér. (þá var ég 20 kg. með skólatösku). Mamma hvetur mig ekki til þess að klára af disknum í dag. 

Þetta leit vel út, Krydd og Kavíar???:

Pestó og sesam steinbítur með piparsveppasósu ...með brúnum kryddgrjónum. Salat dagsins. Sveppasúpa með madeira. 

En ef eitthvað bragðast eins og gamalt matarlím eða endurvinnsla á pappír sem er skammt á veg komin þá borðaði ég það í dag. Grár og klesstur viðbjóður...

5:2 sigur 4. flokks kvenna hjá ÍA gegn Fylki gladdi augað í kvöld. Frábærar stelpur í báðum liðum sem kunna að spila fótbolta. 


Bjór og rauðvín í Einarsbúð

Í fyrsta lagi,bla bla bla bla.... Í öðru lagi bla, bla bla, og í þriðja lagi, bla, bla, bla, bla, Jón Baldvin Hannibalssson er sá fyrsti sem vakti áhuga minn á stjórnmálum. Cold%20Beer%20&%20Wine%20Shop

Hann var reffilegur kall sem talaði af sannfæringu og krafti.

Kaus hann einu sinni en það var kaupstaðarlykt af þeim kjósanda þegar sú ákvörðun var tekin - keypt atkvæði hjá 18 ára nýliða.

Það vantar svona kalla í stjórnmálin í dag. 

Steingrímur Sigfússon er stundum með svipaða takta en hann kemur í veg fyrir að ég geti keypt mér bjórkippu eða rauðvínsflösku í Einarsbúð. 

Forsjárhyggja og tóm leiðindi. Óumhverfisvænt  - gæti sparað mér ferð í Ríkið eftir búðarrápið. Er samt enn í vafa um hvað eigi að kjósa í vor.

Ég fylgdist með stjórnmálaumræðu í Noregi á árunum 1998-2000. Veit ekki afhverju, var ekki með kosningarétt, en þar var kona sem heitir Kristin Halvorsen í sjónvarpsþætti, hún er í dag fjármálaráðherra Noregs og er hún í SV,  Sosialistisk Venstreparti.

Það sem vakti athygli mína við Halvorsen var að hún talaði aldrei um það sem "hafði gerst" í stjórnartíð meirihlutans -(hún var í minnihluta).

Hún talaði bara um það sem hennar flokkur hafði fram að færa. Og hvernig þau ætluðu að koma því í verk. Punktur.

Það fannst mér áhugavert og ótrúlegt hve fáir stjórnmálamenn tala með slíkum hætti. 

Ég fæ kjánahroll  þegar stjórnmálamenn fara að ræða um að allt hafi verið í tómu tjóni árið 1989 í tíð vinstri stjórnar og svo öfugt. 

Hver man eftir svona atvikum - fólk sem hlustar á útvarp Sögu alla daga.
 

Svona svipað og að ræða um hvort það hafi verið hornspyrna eða markspyrna í bikarúrslitaleik KR og Fram árið nítjánhundruðogeitthvað. Hverjum er ekki sama?

Þetta er allt liðin tíð.

Ég vil fá að vita hvaða flokkur ætlar að koma með bjórinn og léttvínið í Einarsbúð.

Þegar þeirri rannsóknarvinnu er lokið þá mun ég kjósa þann flokk. Allt annað er aukatriði. 

 

 

 


Vikan - wannabíkúr

Ég las Vikuna á leið minni frá Kef til Barcelona. kræst... stefni að því að vera á forsíðu eftir 66 vikur.

Sigurður Elvar missti vitið og 87 kg. á 89 vikum.

Annað eins "wannabí" tímarit hef ég aldrei áður lesið.

Fitusog....og megrun, gulrótarkúr, Curveskús, melónukúr, appelsínukúr, einarsbúðarkúr, ogégveitekkihvaðkúr....


Ömurleg tónlist

Barcelona er mögnuð (veit ekki hvort það má nota það orð eftir Rock Star þættina). Hótelið er rétt við Katalóníutorgið, Hotel Regina, sem er um 100 ára gamalt. Eina böggið sem kemur frá mér er ömurleg tónlist í morgunverðarhlaðborðinu.

Ég er viss um að þeir hafa ráðið einhvern "Jóhann Inga" sálfræðing í tónlistarvalinu. Instrúmental jazz,blúsbræðingur, með skemmtaraívafi, er eitthvað sem fær fólk til þess að staldra stutt við.

Og það er líklega hagkvæmt fyrir hótelið. Við borðum minna í morgunverðinum.

Annars er morgunverðarhlaðborðið mBarca 044agnað (úps, ætlaði ekki að koma að þessu tvívegis í sömu færslunni.)

Kaup mín á tveimur spænskum íþróttadagblöðum skiluðu ekki árangri. Skil ekki rassgat í spænsku, jú Cervesa... hvernig læt ég. Á Römblunni fengum við okkur sæti á veitingastað  - og viti menn, var ekki Eiki Guðmundsson stórafrekskylfingur og körfuboltatappi úr ÍR og Breiðablik á næsta borði. Blessaður Eiríkur var það eina sem datt upp úr mér.

Úps, 550 Íslendingar á vegum Eimskips í Barcelona, þeir voru út um allt.   


Besti bjór í heimi

Frír bjór - er það ekki besti bjór í heimi?

Það er góðtemplarastemning hér á Íslandi þegar kemur að því að ræða  íþróttaviðburði og áfengi. Algjört tabú enn sem komið er.

Ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert að því að selja bjór á stærri íþróttaviðburðum hér á Íslandi.2816_miracle_alcohol

Stór hluti þeirra sem mæta á landsleiki eða úrslitaleiki í bikarkeppni gera sér glaðan dag og ætla að skemmta sér á leiknum án þess að allt fari úr böndunum. 

Margir nota áfengi, oftast bjór, og þar sem ekkert aðgengi er að því á sjálfum leiknum eru margir sem skola niður nokkrum könnum áður en haldið er á völlinn.

Getur verið að slík neysla skapi enn meiri vandræði. Væri ástandið eðlilegra ef aðgengi væri að bjór á leikvellinum?

Hafa menn ekki reynslu af slíku úr veitingahúsabransanum þegar barnum var lokað 12:30 en staðurinn var opinn til 3?

Það fyndnasta í þessari bjór/íþróttaumræðu er sú staðreynd að aðeins fáir útvaldir fá að umgangast áfengi á slíkum viðburðum.

VIP-elítan, styrktaraðilar og fleiri geta ef þeir hafa áhuga drukkið bjór fyrir leik eða í hálfleik.

"Sumir eru jafnari en aðrir"  -Animal Farm.  

Jói múrari og Svenni forritari sem eru að laumast með einn Egils gull aumingja í bakpoka á leið sinni á leikinn eiga það á hættu að vera "böstaðir" í hliðinu vegna "smyglsins". Ég held að Sigmundur Ernir á Stöð 2 hafi minnst á þetta atriði í einhverjum pistli fyrir mörgum árum. 

Og þeir sem mæta á landsleiki á Laugardalsvellisjá hve mikið af tómum umbúðum af bjór er fyrir utan völlinn. Þar sitja áhorfendur og sötra áður en haldið er inn á völlinn.

Á ferðum mínum á ýmsa íþróttaviðburði erlendis hafa áhorfendur í flestum tilvikum getað nálgast bjór á íþróttaviðburðunum ef þeir hafa áhuga á því.

Ég hef séð 40.000 stuðningsmenn Stoke City hella upp á sig á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff  -án teljandi vandræða.

Ég hef séð áhorfendur á heimsmeistara - og Evrópumótum í handknattleik drekka bjór á þar til gerðum svæðum.

Á HM í handknattleik í janúar í Þýskalandi voru íslenskir stuðningsmenn í miklu stuði. Hvernig ætli hafi staðið á því. Sjónvarpsmyndir lugu engu um það. Kaldur á krana í plastglasi reddaði stemningunni. 

Fleiri dæmi mætti nefna. 

Þessar samkomur hafa farið fram án teljandi vandræða.

Er þetta hægt á Íslandi?

Eða er sumum treyst til þess að drekka áfengi á stórviðburðum en öðrum ekki.

Einnig mætti nefna aðra fjölmenna viðburði sem fram fara í íþróttamannvirkjum á hverju ári.

Tónleika.

Ég hef ekki heyrt stórfréttir af slagsmálum á tónleikum undanfarin ár.

Þar er aðgengi að bjór...rándýrum vökva að vísu. Þar ekkert tabú. Bara fjör.

Verður þetta ekki stærsta kosningamálið í vor.Wink

 

       


mbl.is Ókeypis aðgangur og frír bjór á leikjum í Ribe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kleinur hríðlækka

Ég varð áþreifanlega var við mikla lækkun á kleinum í dag 1. mars.3316

Fór í Brauða og Kökugerðina á Akranesi og yngsta barnið sem er að verða 5 ára fékk fría kleinu hjá Alla bakara.

Þeir fóru í sjómann, kleinan var lögð undir, og minn maður vann að sjálfsögðu.

Kannski var þetta bara blöff hjá bakaranum.

Tja ég veit ekki.

Gleymdi að taka með mér strimilinn og kanna það á vefsíðunni neytendasamtakahagsmunasamtökumneytendaneytendastofu.is

Er alveg ferlega slakur í svona verðkönnunum og eftirfylgni. 


mbl.is Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband