Mánudagur, 1.10.2007
kvikindið hljóp eins og þjófur
Í framhaldi af hundasögunni sem er í færslunni hér á undan ætla ég að láta aðra fljóta með. Staður og stund: Sognsvatn við Kringsjå í Osló.
Útivistarsvæði Oslóar og í bakgarði stúdentagarðanna.
Nokkrar fjölskyldur að grilla á einnota námsmannagrillum, allir í stuði, nokkrar pulsur á grillinu. (Lánasjóðurinn bauð ekki upp á neitt grandgrill á þessum árum).
Bara verið að bíða eftir því að þær væru klárar.
Kemur ekk risastór hundur skokkandi inn úr skóginum og í átt að okkur. Hann stekkur að grillinu, tekur nokkrar pulsur upp í kjaftinn. Gleypir þær í einum bita. Skokkar í burtu.
Rétt á eftir kemur einhver grindhoruð kjelling á jogginu eftir göngustíg. Hún kallar á bikkjuna (bikkje er heimilishundur) og helv. kvikindið hljóp eins og þjófur á eftir kellu. Engar áhyggjur af kvöldmatnum þann daginn.
Ég hugsaði oft eftir þetta atvik hvaða dóm ég myndi fá ef ég færi upp að Sognsvatni og stæli pulsum af grillinu hjá hinum og þessum.
Ég lét mér einnig detta það í hug að ná mér í græju í undirheimum Oslóar og plaffa á þessi grey sem voru greinilega illa haldina af hungri úti að hlaupa með eigendum sínum.
Það náði aldrei lengra en í aðra heilafrumuna. Hin var á tali.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.10.2007
Plaff, plaff
Ég velti því fyrir hvaða dóm maður myndi fá fyrir að plaffa þetta kvikindi niður...hvað er að gerast?
Þarf eitthvað að velta þessu fyrir sér?
Hvar er sérsveitin og Björn Bjarnason, Bruce Willis eða einhver?
Óður hundur og eigandi sem heldur bæjarfélagi í gíslingu?
Börn á ferð og þetta dýr gengur laust.
Tími á aðgerðir takk fyrir.
![]() |
Hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.10.2007
Maggi Gylfa tekur við
Ég er með kenningu.
Magnús Gylfason tekur við Tottenham og Bogi Mölby Pétursson verður aðstoðarmaður hans...Ólsararnir ætla víst að taka þetta yfir.
Ótrúlegur leikur, gaf upp alla von..en Kaboul maður, Kaboul maður, Kaboul maður.
![]() |
Tottenham vann upp þriggja marka forskot Villa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 1.10.2007
Dollarabúðirnar koma sterkar inn
Það er að mínu mati bara gott mál að menn geti fengið sér hressingu á íþróttaleikjum á Íslandi.
Það er svo mikið ERLENDIS.
Þetta ætti að vera í boði fyrir ALLA sem hafa aldur til að drekka slíka drykki.
Skiptir engu máli hvort það sé handbolti, fótbolti eða körfubolti.
Spurning um að fara einbeita sér að því að setja upp DOLLARA-búðir eins og tíðkaðist í gamla Austrinu.
Við erum ekki langt frá þeim í dag.
Bara sumir sem hafa aðgang að bjórnum, því hvíta og rauða.
Þið hinir getið étið það sem úti frýs.. Fín skilaboð.
Myndin er frá Laugardalsvelli s.l. laugardag þar sem Valsmenn voru að hita upp fyrir átökin. Besta mál., en það eiga allir að fá tækifæri til þess að hita upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.10.2007
Fjórtánmilljónirfjögurhundruðáttatíuáttaþúsundtuttuguogþrír
Það eru aðeins 14,488,023 (fjórtánmilljónirfjögurhundruðáttatíuáttaþúsundtuttuguogþrír) kylfingar betri en ég í heiminum.
Samkvæmt hinum bráðskemmtilega vef www.worldgolfranking.com.
Á þessum vef er forgjöfin sett inn og þeir malla saman einhvern lista yfir kylfinga heimsins. Ég er með 5 í forgjöf, bara stoltur af því, en ég stefni að því að forgjöfin lækki á næsta ári um alveg helling.....
Samkvæmt áreiðanlegum tölum eru 48.032.287 kylfingar skráðir til leiks (fjórtíuogáttamilljónirþrjátíuog tvöþúsundtvöhundruðáttatíuogsjö00/100).
Niel Van den heever frá N-Sjálandi er neðstur á þessum lista einn og yfirgefinn í 48.032.287. sæti.
Svo er einhver golfkennari frá Akranesi sem er eitthvað að þvælast í Mosfellsbænum og þykir voða flottur í sæti nr. 2.830.121 á þessum forgjafarlista en hann er með +0,2 í forgjöf.
Ég sá ekki nöfn eins og Alexander Högnason, Hákon Svavarsson eða Boga Mölby Pétursson á þessum lista? Þessi listi verður ekki marktækur fyrr en þessir aðilar skrá sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)