Föstudagur, 12.10.2007
Inni í hlýjunni gegn Lettum
Landsleikur á morgun, Ísland - Lettland. Það var hrollur í mér í dag þar til að ég fékk þær fréttir að við værum inni í hlýjunni að þessu sinni.
Þar sem að fjölmiðlaáreitið er í lágmarki hjá Lettunum fær íslenska pressan að sitja inni í útvarpsboxunum á leiknum.
Lettarnir sem koma á svæðið fá víst að kynnast íslenska haustinu af eigin raun. Þeir eru víst að ég held tveir eða þrír.
Íslensk gestrisni?
Ég er í vandræðum með að finna rétta klæðnaðinn fyrir leikinn.
En ég fékk hjálp frá fagmanni og þetta er útkoman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12.10.2007
Vågar flugvöllur
Á þessu bloggi hér má finna þessa lýsingu á flugferð til Færeyja. Áhugavert.
14.5.2007 | 23:50
Vågar flugvöllur
Nú veit ég hvað menn meina þegar þeir segja að aðflug að Vågaflugvöll í Færeyjum geti verið mjög erfitt. Sótti fund til Færeyja í byrjun desember s.l. Þar sem ég hafði verið að erindast í Malmö í Svíþjóð dagana áður þá flaug ég frá Kaupmannahöfn til Vågar
Flugferðin sem slík var með öllu tíðindalaus eða allt þar til við fórum að nálgast eyjarnar fögru, sem engin leið var að sjá þar sem mjög láskýjað var. Þannig háttar til að vindur blés af miklum móð frá suðvestri. Sem þýðir það að aðflug er úr norðri og vindur er nánast þvert á braut. Aðstæður eru einnig þær að flogið er inn langan fjörð og innst inni í firðinum eru háir þverhníptir bergveggir til beggja hliða sem þrengja verulega aðflugið því þar rétt fyrir innan er sjálfur flugvöllurinn, sem auk þess er í styttra lagi vegna staðhátta.
Hvað með það. Aðflug í blindflugi er ekki endilega það þægilegasta en það er það öruggasta. Hinn ágæti kapteinn tjáði okkur að það yrði nokkur ókyrrð sem voru orð að sönnu. Og ekki leist mér á blikuna þegar einhverjir farþegar héldu ekki lengur niðri veitingunum. Verst þótti mér hins vegar að sjá ekkert út. Ekki veit ég hvað tímanum leið en eftir ca 6 - 8 mínútna óþægilegt skak þá tilkynnir kapteinninn að það verði enn meiri ókyrrð, sem varð og ef einhverjir kostir voru við það, þá voru það þeir að nú mátti sjá til jarðar, Við vorum sem sagt komin innarlega í fjörðinn og vorum stödd rétt fyrir utan þessar þrengingar. Heldur tók nú vélin að hristast og ekki bara upp og niður, því hún hallaði á alla kanta og maður var fjarri því að vita hvert hún stefndi hverju sinni. Í mestu dýfunum lét fólk í sér heyra og sjálfur var ég orðin logandi nervös og leið eins og í versta rússíbana.
Og viti menn skyndilega erum við komin út úr þessu og í gamla skakið og sterkan hliðarvind, sem manni þótti nú bara fínt og ekki síst flugvöllurinn sýnilegur framundan. Lentum með ágætum og allir fegnir að hafa fast land undir fótunum. Færeyingarnir voru á því að þetta aðflug hefði verið með allra versta móti en þeir kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum og eru vanir óblíðum veðuröflum. Ég hef hins vegar oft komið hingað með flugi og aldrei lent í neinu viðlíka og reyndar aldrei í fjölmörgum ferðum mínum um víðan völl síðustu árin. Fór í beint reynslubankann þar sem hugtakið ókyrrð fær nýja vídd. Hættulegt flug? - nei held ekki, fyrst og fremst afar óþægilegt - þessar vélar eru smíðar til að þola og standast gríðarlegt álag - mun og miklu meira en hér var gert að umfjöllunarefni ... sem betur fer.
![]() |
Franska landsliðið veðurteppt á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12.10.2007
Bældur hlátur í bakgrunni
Heimir Karlsson á Bylgjunni í morgun: Ritstjórarnir SME (DV) og ÓÞS (24 stundir) voru þar mættir til þess að ræða atburði gærdagsins úr stjórnmálum Reykjavíkurborgar.
Við opnuðum fyrir símann í útsendingu hjá okkur í morgun og fólki er tíðrætt um Björn Inga. Margir telja hann spilltasta stjórnmálamanninn þessa dagana. Og ef ekki í pólítískri sögu hér. Hvað segið þið um hans framgöngu í þessu máli?
Ólafur Stephensen ritstjóri dagblaðsins 24 stunda svarar:
Það er ekki mynd af honum í orðabókinni við hliðina á orðinu heilindi.
Ef vel er hlustað má heyra bældan hlátur í bakgrunni.
Líklega tæknimaðurinn að springa úr hlátri.
Það var nú það og góðan daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12.10.2007
KR-TV
Ég ætla að hrósa KR-ingum fyrir þá nýbreytni að bjóða upp á beina sjónvarpsútsendingar á netinu frá heimaleikjum liðsins í körfubolta. Ég var með útsendinguna í gangi í gær í vinnunni og þetta virkar alveg ágætlega.
Gæðin eru að sjálfsögðu takmörkuð en viðleitnin er góð. Ingi Þór Steinþórsson altmuligmand KR-inga lýsti leiknum og hann verður seint sagður hlutlaus í þeim lýsingum.
En hverjum er ekki sama.
Þetta er jú KR-TV.
KR nýtur góðs af því starfi sem önnur félög hafa unnið á síðustu misserum þegar kemur að svona útsendingu. KFÍ á Ísafirði og Breiðablik í Kópavogi hafa lagt grunninn að þessu og KR-ingar fengu góða hjálp frá Ísfirðingum í fyrstu útsendingu sinni.
Vel gert.
Vonandi verða fleiri lið sem sjá sér fært að gera svona hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)