Sunnudagur, 14.10.2007
Ég lofaði mömmu............
Ég er að komast á þann aldur að ég hef jafnmiklar áhyggjur af börnunum mínum og foreldrunum.
Reyndar hef ég minni áhyggjur af mömmu, þar sem hún er enn á leikskóla, rétt tæplega sextug.
Það er erfiðara að eiga pabba sem er oft aleinn heima.
Hann er oft að framkvæma eitthvað, smíða, mála og jafnvel í rafmagninu ef hann er í stuði.
Ég lofaði mömmu að blogga ekki þessa sögu, en þar sem að tölvan mín er Framsóknarmaður þá stend ég ekki við neitt sem ég segi.
S.l. föstudag kom það í ljós að neyðarhnappur er eina rétta jólagjöfin fyrir óðalsbóndann á Bjargi. Maður sem liggur á maganum í hálfa klukkustund á eldhúsgólfinu og getur sig hvergi hreyft verður að hafa farsíma með sér í slíkar aðgerðir. 112 hefði komið að gagni.
Ég skora á heilbrigðisráðherra að finna skjót úrræði fyrir menn á sjötugsaldri sem stunda það að rífa af sér neglur fyrir hádegi á föstudegi - edrú.
Í stuttu máli.
Næst þegar þú þarft að laga eitthvað undir eða á bak við uppþvottavélina. Hafðu farsímann með þér. Það er aldrei að vita.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)