Miðvikudagur, 17.10.2007
og er hægt að kaupa miða á leikinn?
Þeir á KSÍ eru ekkert að gefast upp þrátt fyrir söguleg úrslit gegn Liecthenstein í kvöld. Á heimasíðu KSÍ eru lesendur minntir á að enn er hægt að kaupa miða á leikinn gegn Dönum á Parken í Köben.
Það er nefnilega það.
KSÍ hefur einnig skrifað fréttir af landsleikjum Íslands á heimasíðu KSÍ. Það logar nú ekkert í þessum skrifum sem sett voru inn í kvöld miðað við hvernig fjallað er um leikinn gegn Norður-Írum. Ég veit ekki hver er maðurinn á bak við frasann "það er stutt í kúkinn" en hann á vel við leikina gegn Lettum og Liechtenstein.
Tap í Liechtenstein
Íslenska liðið náði sér engan veginn á strik
17.10.2007
Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Liechtenstein í undakeppni EM 2008 í kvöld. Leikið var á Rheinpark Stadion í Liechtenstein og lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik.
Íslenska liðið náði aldrei takti í þessum leik og var sigur heimamanna sanngjarn. Liechtenstein komst yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki úr teignum en skömmu síðar fékk Eiður Smári Guðjohnsen dauðafæri sem markvörður Liechtenstein varði vel. Íslenska liðinu gekk engan veginn að ná tökum á leiknum og heimamenn gengu til hálfleiks með eins marks forystu.
Í síðari hálfleik voru Íslendingar aðgangsharðari án þess að skapa sér nógu mikið af færum. Heimamenn ógnuðu með skyndisóknum þegar færi til þeirra gáfust. Íslenska lið færði sig fram er leið á leikinn en þegar um 10 mínútur voru til leiksloka þá bættu Liechtenstein við öðru marki sínu eftir langa spyrnu frá markmanni þeirra. Aðeins þremur mínútum síðar bættu heimamenn við þriðja markinu með hörkuskoti frá vítateigslínu í nærhornið.
Það voru því leikmenn Liechtenstein er fögnuðu sanngjörnum sigri í lok leiksins en íslenska liðið nagar sig vafalaust í handarbakið eftir þetta tap.
Íslenska liðið á einn leik eftir í undankeppni EM 2008 en það er leikur gegn Dönum á Parken. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 21. nóvember og er hægt að kaupa miða á leikinn hér.
Sætur sigur á Norður Írum
Sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins
12.9.2007
Íslendingar unnu í kvöld ákaflega sætan sigur á Norður Írum í riðlakeppni EM 2008. Lokatölur urðu 2-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik fyrir Ísland. Ármann Smári Björnsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik en sigurmarkið var sjálfsmark Norður Íra.
Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið góð hjá Íslendingum í leiknum því eftir aðeins 6 mínútur voru þeir komnir yfir. Ármann Smári Björnsson skoraði þá með þrumuskoti úr vítateignum eftir góðan undirbúning Gunnar Heiðars Þorvaldssonar. Markið virtist slá gestina aðeins útaf laginu og Íslendingar voru sterkari aðilinn. Smám saman jafnaðist leikurinn og Norður Írar komu betur inn í leikinn. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og Íslendingar gengu til búningsherbergja með eins marks forystu.
Norður Írar mættu í sóknarhug til seinni hálfleiks og gáfu tóninn með þrumuskoti í þverslá á 50. mínútu. Þeir sóttu töluvert meira en Íslendingar gáfu fá færi og vörðust vel. Íslendingar reyndu að beita skyndisóknum en tókst ekki að skapa sér færi úr þeim. Pressa Norður Íra bar árangur á 70. mínútu þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu eftir að brotið var á David Healy. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði en Árni Gautur Arason var ekki langt frá því að verja.
Það leit svo allt út fyrir jafntefli en á 89. mínútu vann Ásgeir Gunnar Ásgeirsson boltann á vallarhelmingi Norður Íra, boltinn berst til Grétars Rafns Steinssonar sem gefur boltann fyrir markið. Þar sótti Eiður Smári Guðjohnsen fast að Keith Gillespie og sá síðarnefndi sendi boltann í eigið mark.
Rússneski dómarinn bætti við þremur mínútum í uppbótartíma og þegar hann flautaði til leiksloka braust út gríðalegur fögnuður á meðal 7.727 áhorfenda á Laugardalsvellinum. Leikmenn, þjálfarar og aðstandendur liðsins kunnu vel að meta frábæran stuðning áhorfenda og þökkuðu vel og lengi fyrir sig. Stuðningur áhorfenda í leiknum var frábær og settu virkilega skemmtilegan svip á leikinn.
Góð þrjú stig í erfiðum leik staðreynd og næsti landsleikur Íslendinga í riðlinum er gegn Lettum á heimavelli, laugardaginn 13. október.
![]() |
Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.10.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17.10.2007
Minnismiðinn?
Ég er handviss um að leikskipulagið sem átti að leggja upp með í síðustu tveimur leikjum var á minnismiðanum sem Bjarni Ármannsson skildi eftir hjá gamla góða Villa.
Það þarf þjóðarátak og finna minnismiðann.
Úrslitin í dag í Liechtenstein eru grafalvarlegt mál....
Þjálfararnir Willum Þór Þórsson og Kristján Guðmundsson komu með góð innlegg í umræðuna á Sýn eftir leikinn. Voru yfirvegaðir og ekki með sleggjudóma. Willum lagði það til að allt KSÍ apparatið færi í naflaskoðun.
Já, ég held svei mér þá að naflalóin sem þar myndi finnast sé mikil.
En þeir leikmenn sem eru í íslenska landsliðinu eru margir hverjir búnir að leika sem atvinnumenn erlendis í fjöldamörg ár, sumir í áratug, og það er ekki KSÍ eða þjálfarar á þeirra vegum sem hafa verið að móta þá alla daga vikunnar á undanförnum árum.
Ég held að Ísland sé að fara í gegnum svipað ferli og Norðmenn fyrir nokkrum árum. Landsliðið er ekki lengur "söluglugginn" fyrir leikmenn sem vilja komast lengra.
Landsliðið virðist frekar vera "kvöð" fyrir leikmenn, sem eru flestir búnir að tryggja lífsafkomu sína og þurfa ekki á "söluglugganum" að halda.
Staða Eyjólfs og Bjarna er hinsvegar veik og Bjarni er allavega búinn að ráða sig í vinnu hjá Stjörnunni. Það er að mínu mati ljóst að íslensku landsliðsmennirnir eru ekki að svara því áreiti sem þeir fá frá Eyjólfi og Bjarna. Hverju sem því er um að kenna. Það eru allir samsekir í þessu máli.
![]() |
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 17.10.2007
Höddi kjarnyrtur
"Ég veit ekki hvað "línuvarðarasninn" var að hugsa þegar hann dæmdi vítaspyrnuna á Englendinga," sagði Hörður Magnússon í lýsingunni í dag.
Kannski að Höddi hafi verið í enska landsliðsbúningnum í vinnunni í dag?
Ég efast um að ensku þulirnir hafi notað þetta orðalag. En Höddi var kjarnyrtur og ég held að Pútín sendi honum ekki jólakort í ár.
![]() |
Rússar lögðu Englendinga, 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)