Hugsar enn á íslensku

Þetta sýnir að Axel hefur ekki verið of lengi í Noregi og hann hugsar enn á íslensku.  - Myndband af hlaupinu má skoða hér.

Það er í raun hægt að gera hvaða vitleysu sem er í Noregi ef maður tekur það skýrt fram að maður sé íslenskur. 

Ég man nú reyndar eftir því að körfuboltalið, sem var að leika gegn mínum mönnum í Höyenhall veturinn 1998-1999, var nánast allt saman nakið úti á bílaplani eftir leikinn.105966723_d587456100

Þetta var hálfvafasamt hverfi þar sem Höyenhall var með aðsetur.

Það var ÖLLU stolið úr búningsklefa þeirra á meðan þeir voru að spila gegn okkur.

Bílarnir hjá þeim flestum voru farnir enda geymdu þessir kjánar lyklana bara í buxnavasanum inni í klefa.

Við sem vorum vanir þessu svæði vorum með bíllyklana í pungbindinu eins og vanalega. Ég veit ekki hvernig þetta mál endaði en við unnum þá. 


mbl.is Axel hljóp nakinn gegnum miðbæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoraði Jón "Bassi"?

Þessa snilldarfærslu er að finna á fréttavef Bolvíska Stálsins vestur í bæ...  

Hvað eru menn að reykja á RÚV?
Einhverjum húmorista virðist hafa tekist að fífla íþróttadeildina á RÚV með miklum tilþrifum í kvöld. Vonandi er það skýringin því annars eru menn að reykja eitthvað ólöglegt í Efstaleitinu.

Ég veit svo sem ekki hverjir uppfæra www.ruv.is og textavarpið en í kvöld var þar ágæt frétt um að Haukar væru komnir í toppsætið í handboltanu eftir sigur fyrir norðan.

Í niðurlagi fréttarinnar segir hins vegar frá því að markahæstur Hauka, hafi verið "Jón Bassi" sem skorað hafi 17 af 27 mörkum liðsins !!!

Þetta er alveg snilldarlegt. Ég veit um einn mann sem kallaður hefur verið Jón Bassi og er það Sjálfstæðismaður á Akranesi.

Faðir Gulla Jóns og fyrsti Íslendingurinn til þess að fá rauða spjaldið í efstu deild íslenskrar knattspyrnu. Ég skelli link á þessa merkilegu frétt með þá von í brjósti að þessi skemmtilega villa verði ekki leiðrétt. Ilmandi fínar tvíbökur þarna á ferðinni. Frétt ársins.


mbl.is Hreiðar fær mikið hrós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband