Þriðjudagur, 13.11.2007
Hjúkk
Ég er gríðarlega ánægður með þann áhuga sem íslenskir fjölmiðlar sýna dönsku þingkosningunum.
Ég er einn af fjölmörgum sem hafa misst svefn af spennu vegna Ny Alliance, Khader og Anders Fogh.
Bein útsending frá Köben og allt á Stöð 2 og íslenskur stjórnmálaskýrandi að skýra út gang mála. Bara alveg eins og það á að vera.
Að öllu gamni slepptu.
Er almennur áhugi Íslendinga svona gríðarlega mikill á þessum kosningum? Ég stórefast um það.
Eða eru íslenskir fjölmiðlar svona ánægðir með að fá eitthvað "mál" til þess að fjalla um að þeir missa sjónar á því að "less is more".
Ég er viss um að ættingjar mínir á Lundgaard á Jótlandi hafi ekki fylgst jafn mikið með þessum kosningum og íslenskir fjölmiðlar. -
Ef ég heyrir Anders Fogh einu sinni enn í dag þá.....................................
![]() |
Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt kosningaspá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)