Birgir Leifur magnaður

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur frá Akranesi fær prik dagsins. Strákurinn er bestur í nóvember og ég ræddi það við hann á dögunum að hann ætti bara að spila í nóvember.. en það er víst ekki hægt.

Það er að mínu mati ótrúlegt afrek hjá Birgi að vera kominn á þann stað sem hann er í dag. Og lokadagurinn í gær á lokaúrtökumótinu var dæmigerður fyrir Birgi.. vippað í á 17. úr vonlausri stöðu fyrir fugli og málið dautt..

Margir hafa efast um Birgi allt frá árinu 1997.. hann hefur verið afskrifaður oftar en Framsóknarflokkurinn..en Birgir hefur sett undir hökuna og barist í gegnum mótlætið. 

Lokúrtökumót Evrópumótaraðarinnar er af flestum sérfræðingum talið vera erfiðasta mót ársins.

Allt lagt undir á sex dögum og framtíðin í húfi - spilað um fall niður á Áskorendamótaröðina eða sæti á meðal bestu kylfinga heims.

Birgir býr nú að reynslu sem fáir búa yfir. 11 ár í röð á úrtökumótunum og ég held að næsta tímabil verði það ár sem að okkar maður nær að fóta sig í keppni á meðal þeirra bestu..

Birgir fær aðeins tækifæri á um 40% af þeim mótum sem eru á dagskrá Evrópumótaraðarinnar  - það er því mun erfiðara fyrir Birgi að vinna sér inn verðlaunafé  -þar sem hann fær færri mót en þeir sem eru með aðgang að fleiri mótum.

Þeir sem léku á flestum mótum á síðasta tímabili léku á 35 mótum en Birgir lék á 18 mótum. Til þess að vera í hópi 115 efstu þurftu kylfingar að vinna sér inn rúmlega 19,7 milljónir kr eða meira. Birgir var með 6,7 milljónir í verðlaunafé á 18 mótum og í 184. sæti á peningalistanum.


Bryant og Harvey - góðir saman

Ég reyndi að horfa á Indiana og Lakers í gærkvöld en missti áhugann þar sem að Lakersliðið getur ekki rassgat en það skiptir víst ekki máli því Indiana er enn verra  - Larry Bird forseti Indiana myndi án efa líta vel út í leikjum liðsins - þrátt fyrir að hann hafi hætt að spila árið 1992. 

 Kobe Bryant er alveg eðlilegur að reyna að spila á samherja sína  - bara til að líta vel út. Þetta fer honum ekki. Bryant á bara að skjóta í hvert sinn sem hann fær boltann og þá yrði þetta allt mjög eðlilegt - það er ekki í eðli Bryant að gefa tuðruna.

Það vakti athygli mína að það voru afar fáir áhorfendur á leiknum - AP fréttastofan gefur upp að 11,577 hafi mætt á svæðið en
Conseco Fieldhouse tekur víst 18,345 áhorfendur. Rétt rúmlega 60% nýting....Ég skil ekki alveg hvar þessir 11,577 áhorfendur voru - allavega ekki í sætunum.. þeir hafa kannski fengið sérfræðinga úr knattspyrnunni í Grindavík til að telja.. 

NBA - æðið gekk yfir Ísland undanfarna daga en það er víst einhver leikmaður í tyrkneska liðinu Banvita sem hefur leikið í NBA  -Donell Eugene Harvey. Ef marka má fréttir af Harvey undanfarna daga þá er það óskiljanlegt að maðurinn skuli ekki vera aðalmaðurinn í NBA-deildinni í dag.

Ég sá leikinn gegn KR í gær í vefsjónvarpi KR og þar var Harvey að sýna ágæta takta - en er ekki sá besti..

Harvey kallinn á magnaðann feril að baki í NBA, á 7 árum skoraði hann 5,6 stig að meðaltali og var 39 sinnum í byrjunarliði í 205 leikjum. Hann tók þátt í því afreki að vera leikmaður Denver Nuggets sem var með 20% vinningshlutfall veturinn 2002-2003...17 sigrar og 65 tapleikir... en þeir fengu  Carmelo Anthony í nýliðavalinu....það var besta tímabilið hjá Harvey - sem er að sjálfsögðu með þeim betri í heiminum í körfubolta


mbl.is Mögnuð endurkoma hjá Dallas gegn Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband