Sunnudagur, 4.11.2007
Henry Birgir með í vörinni?
Stórkostlegt sjónvarp. Var að svissa á milli stöðva áðan og datt inn á leik í NFL-deildinni í beinni á Sýn. Henry Birgir að lýsa og annað liðið í stórsókn. Og hvað gerist?
Myndin frá USA dettur út og það er klippt beint á Henry sem var EKKI tilbúinn í átökin.
Ég er viss um að hann var að fá sér í vörina eða taka úr vörinni þegar hann var settur í loftið.
Hægri höndin var grunsamlega lengi undir borðinu. Ég tippa á að eðalstöff frá Svíþjóð hafi verið þarna í aðalhlutverki.
Helvíti gott atriði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4.11.2007
Snilld
Ég held með Jonna.
Enda er hann Skagamaður. Þeir eru allstaðar.......
Snilld að láta drauminn rætast og ég er ekki frá því að áhugi minn á Palmer Audi formúlunni hafi aukist um mörg hundruð prósent að undanförnu.
Kannski að ég endi í tómu rugli eins og íþróttafréttaritarinn á Vísi.is.
![]() |
Jón Ingi undirstrikar getu sína í keppni við miklu sterkari ökumenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4.11.2007
Dýrasti djókur ársins hjá Barða?
Barði Jóhannsson tónlistarmaður er með dýrasta djók ársins.
Snilldartaktar í annars ömurlegri keppni sem fram fer á laugardagskvöldum. Laugardagslögin.
Rándýrt prójekt fer nú í vaskinn.
Barði rúllaði þessu upp í gær og aðrir eiga ekki séns úr þessu. "Ég eyddi alveg þremur tímum í að semja lagið," sagði Barði í gær. Snilld. Og lagið er örugglega stolið. Hvað með það.
Ég hef misst af stórum hluta keppninnar fram að þessu en í gær horfði ég á þessa keppni ásamt unglingnum á heimilinu. Fær maður skilorðsbundinn dóm fyrir að viðurkenna svona glæp?
Hey, hey, hey, we say ho, ho, ho...er núna límt á heilaselluna sem er í lagi.
Gargandi snilld..nei það er víst sá frasi sem mest notaður á SÝN.
Þegar bútar úr lögunum sem er búið að flytja í þessari keppni voru spilaðir í gær þá er ég á þeirri skoðun að það þurfi ekkert að halda þessari keppni áfram.
Út með Barða og gangið hans. Gerum grín að þessu öllu saman...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)