Miðvikudagur, 7.11.2007
Ritdeila um Laddasjóvið
Henry ofurbloggari, framsóknarmaður og stórkylfingur, stendur í mikilli ritdeilu eftir innslag hans um Laddasjóvið í Borgarleikhúsinu.
Henry tekur það skýrt fram að hann sé ekki einn af þeim sem standa í því að kaupa sér miða á annars ágæta sýningu Ladda. Örlögin gripu í taumana og Henry endaði bara alveg óvart á Laddasjóvinu...
Ég fór með fjölskyldunni á þetta sjóv s.l. vor og það var bara helv. gott dæmi. Ég lét konuna mína um það að kaupa miðana - tek þetta fram af gefnu tilefni. Ég tók ekki þátt í því að kaupa miða á Ladda.
Örugglega alveg hrikalega lummó að standa í því að kaupa miða á annað eins hallæri og Laddasjóvið. :-)
Henry myndskreytti bloggfærsluna með myndum úr Borgarleikhúsinu en núna hafa þær verið fjarlægðar. Eftir að Howser (líklega Hjörtur Howser) benti á að það sé ekki leyfilegt að taka myndir í leikhúsum og birta þær.
Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þetta endar. Kannski að Stefán ofurbloggari á Akureyri og félagi Henrys í Framsóknarflokknum blandi sér í þessa stórkostlegu ritdeilu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7.11.2007
Varnarlína AC Milan smyr þessu á ofaná brauð
Ég ætla aldrei aftur að láta jólaskap Húsasmiðjunnar fara í taugarnar á mér. Í Morgunblaðinu í dag sá ég auglýsingu sem leysir öll vandamál.
Þessi vara vinnur á sjö þáttum öldrunar og ég veit að varnarlína AC Milan smyr þessu ofaná brauð alla daga.
Við erum að tala um Skin Caviar luxe eye lift cream - ég er reyndar ekki viss um að þeir sem þurfa mest á þessu að halda geti munað þessa romsu, Skin Caviar luxe eye lift cream -
Þessi vara gerir allt: mýkir, þéttir, styrkir, verndar, dregur úr þrota og dökkum baugum, og gefur lyftingu og ljóma. Ef þetta er ekki tilefni til þess að bregða sér á kynningu á morgun í Kringlunni - þá veit ég ekki hvað.
mýkir, þéttir, styrkir, verndar, dregur úr þrota og dökkum baugum, og gefur lyftingu og ljóma.
by the way. Þar sem ég er eini yfirlýsti aðdáandi norsku knattspyrnunnar þá hefur farið hljótt um afrek Rosenborgar í gær gegn Valencia.
Þessir gaurar eru að koma skemmtilega á óvart.
Norski boltinn hefur mátt þola blammeringar og fordóma frá íþróttasérfræðingum sem gætu tekið að sér að leika alla hobbitana í næstu Lord of the Rings mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)