Fimmtudagur, 8.11.2007
Talið niður....
Vegna fjölda áskorana.
Þá verður talið niður til jóla á þessu bulli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8.11.2007
Öll dýrin í skóginum eru vinir
Skessuhornið er með fínan fréttavef sem ég skoða daglega.
Í dag er þar að finna frétt um að hjónin Haraldur Sturlaugsson og Ingibjörg Pálmadóttir hafi fengið menningarverðlaun Akraness í ár.
Þau hafa fengið yfir 4.000 heimsóknir í Haraldarhús frá opnun þess en í því safni er stiklað á stóru í glæsilegri sögu Haraldar Böðvarssonar & Co.
Verð að koma því að ég var starfsmaður HB & Co í fjóra mánuði veturinn 1986 að mig minnir.
Á myndinni er það Magnús Þór Hafsteinsson formaður menningar- og safnanefndar sem afhendir þeim hjónum viðurkenningu fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Þetta móment fannst mér skondið. Öll dýrin í skóginum vinir. Magnús hefur ekki legið á skoðunum sínum þegar kemur að síðustu árum í sögu HB & Co.
Magnús hefur m.a. sagt: "HB fjölskyldan" og sú kynslóð sem þar ræður för, hafi brugðist trausti bæjarbúa þegar Haraldur Böðvarsson hf. rann inn í Brim." -
og eflaust er hægt að finna fleira sem Magnús hefur gagnrýnt HB og Co fyrir á síðustu árum. Nenni ekki að leita að því á vefnum. - en gott fréttamóment á Skessuhornsvefnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)