Mánudagur, 3.12.2007
Þokkaleg snudda
Já, þeir þarna vinir mínir í Tottenham eru ekkert að hætta að skemmta stuðningsmönnum sínum og aðdáendum.
Sá reyndar ekki leikinn gegn Birmingham en ég sá sigurmarkið þeirra. Þokkaleg snudda.
Svona er þetta.
Við vinnum bara UEFA-keppnina í ár.
Enska úrvalsdeildin verður eftir 5-10 ár þokkalega óspennandi með þessu áframhaldi. Fjögur til sex lið með allt fjármagnið og hin liðin reyna að hanga með.
David Stern verður þá kallaður til leiks og bjargar málunum enda verður meirihluti liða í ensku úrvalsdeildinni í eigu Bandaríkjamanna. Ég nennti ekki að lesa allar pælingar HBG á blogginu hans um samanburð hans á finnska og íslenska landsliðinu í fótbolta.
Fljótt á litið þá hef ég það að tilfinningunni að HBG verði brátt kominn í starf hjá KSÍ sem samanburðardreifilíkanssérfræðinguríevrópskrinútímaknattspyrnusemtekur aðeinshálftímaímatogersnögguraðþví....ég vil fá þessi nöfn í næstu samanburðarpistlum HBG. Egil Drillo Olsen, Eddie Murphy, Charles Barkley svo einhverjir séu nefndir..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)