Fimmtudagur, 1.2.2007
Beint á ská á RÚV
Ég var ekki alveg að skilja útsendingar RÚV í kvöld frá handboltanum á HM. Fylgdist með á netinu hvernig staðan var í undanúrslitaleikjunum - RÚV hefði vel getað hoppað beint inn í framlengingu á leik Frakka og Þjóðverja - og farið síðan í leik Pólverja og Dana. Þetta var allt beint á "ská" og ekki að virka. Á slíkum kvöldum sér maður að RÚV verður að fá sér hliðarrás fyrir svona efni.. Danir eru búnir að raska spánni minni fyrir HM en þeir voru einfaldlega ekki með skytturnar í stuði að þessu sinni - Pólverjar vinna Þjóðverja í úrslitaleiknum - ekki spurning.
![]() |
HM: Pólverjar leika til úrslita gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)