Þriðjudagur, 20.2.2007
Spears svarar í símann hjá 365
Stafræn bylting, jea right.
Digital Ísland er böl og óútreiknanlegur fjandi. Var að reyna að horfa á Lille - Man Utd. á Sýn í kvöld.
Allt frosið og Wayne Rooney líktist Craig Bellamy á 16. teig (bjór).
Karl faðir minn, einlægur stuðningsmaður Man. Utd. var ekki ánægður með ástandið. Hann var þó saddur eftir sprengikjetið og baunirnar -ástandið var því þokkalegt.
Á sama tíma voru fín gæði á SÝN Extra 1 og 2 þar sem Real Madrid - Bayern München og PSV - Arsenal voru í beinni.
Ég hringdi í þjónustuver 365, tæknileg aðstoð. Ungur maður, drengur , eða nýliði svaraði eins og hann gat. En hann hafði engin svör.
Fyrsta spurningin var þessi:
"Hvers vegna er útsending SÝNAR í einhverju rugli á meðan SÝN Extra 1 og 2 er í fínum málum?"
Gaurinn vann fyrir kaupinu sínu og fór að spyrja til baka:
365.) Er loftnetið í lagi.
seth: "Já ég keypti risastórt örbylgjuloftnet í október fyrir mörg þúsund kr."
365.) Settir þú loftnetið upp sjálfur?
seth: "Nei, fagmaður, rafeinda - og rafvirki. Eðalmaður."
365.) Sér loftnetið sjóinn?
seth: "Hvað áttu við?"
365.) Sér loftnetið sjóinn?, er sjórinn nálægt húsinu þínu?
seth: Nei, erum í svona 500-800 metra fjarlægð frá sjónum. Og Akranes er sko hinu meginn við Faxaflóann. Örbylgjusendingin þarf að fara yfir sjóinn og loftnetinu er beint í átt til Reykjavíkur - skiluru..loftnetið vísar í átt að Reykjavík en ekki Snæfellsjökli," sagði ég og var reiður.
"Veistu að ég ég hef hringt oft í þjónustuverið og spurt um svipaða hluti. Svörin eru aldrei eins. Ég þarf bara að fá að vita afhverju SÝN sést ekki hjá mér en ég get horft á SÝN Extra 1 og 2. Það er eina vandamálið."
365.) Heyrðu ég ætla ekkert að vera ljúga að þér. Ég hef ekki hugmynd um hvað er að.
seth: "Ok það er heiðarlegt svar. Það er þá ekki bara af því það er þriðjudagur. -Þetta Digital Ísland er algjört krapp," sagði ég.
365.) Veistu að sumir eru bara ótrúlega óheppnir með þessi mál.
seth: "Hvað áttu við?"
365.) Það er bara misjafnt hvernig útsendingar okkar nást.
seth: "Ég var einmitt að hringja í þig út af því.. vertu sæll..."
![]() |
Britney Spears farin í meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 20.2.2007
Pissað á kennara
Craig Bellamy og 9-járnið kemur upp í hugann þegar maður les þetta piss um kennara, laun og starfsdaga þeirra.
Ég veit ekki hvort umræddur blaðamaður hefur starfað í grunnskóla sem kennari.
Ég get fullyrt að það er mun auðveldara að vera blaðamaður en kennari. Hef samanburðin eftir 8 ár í starfi sem kennari.
Þrítugur umsjónarkennari sem ber ábyrgð á 20 börnum fær um 220.000. kr. á mánuði og launatafla kennara er sorglegt plagg.
Skipulagsdagar í grunnskóla minna barna eru 13 alls samkvæmt skóladagatali en 8 þeirra eru utan þess tíma sem börnin eru í skóla. Í raun eru aðeins þrír skipulagsdagar þar sem ég sem foreldri þarf að gera ráðstafanir.
Og er það ekki eðlilegur hluti af pakkanum?
Hvenær eiga kennarar að skipuleggja starfið eftir að það er hafið?
Á kvöldin?
Skólar eru lifandi vinnustaðir þar sem að margt getur breyst á stuttum tíma og kennarar þurfa tíma til þess að funda og skipuleggja sitt starf.
Þriggja mánaða sumarfrí er nefnt sem staðlað sumarfrí kennara í áðurnefndu pissi.
Það var á þeim tímum sem sjónvarpið var í fríi á fimmtudögum.
Sumarfrí kennara er 8-9 vikur í rauntíma og miðað við staðsetningu Íslands á jörðinni þá væri það mannvonska að stytta sumarleyfi grunnskólabarna niður í 6 vikur.
Ég styð kjarabaráttu kennara heilshugar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)