Miðvikudagur, 28.2.2007
Guðjón og kraftaverkin?
Menn eru oft lengi að jafna sig eftir höfuðhögg og fjallaloftið við Rauðavatn hefur líka einkennileg áhrif á blaðamenn hér á Morgunblaðinu sem og á Blaðinu.
Í grein Blaðsins í dag um félagaskipti knattspyrnumanna á Íslandi kemur bersýnilega í ljós að nýtt fjölnotaíþróttahús á Akranesi er að skila stórkostlegum árangri - aðeins nokkrum mánuðum eftir að húsið var tekið í notkun.
Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA er þekktur fyrir að ná árangri með unga leikmenn en samkvæmt frétt Blaðsins eru 8 nýir leikmenn komnir til ÍA.
Tvíburarnir Alexander og Indriði - sem eru reyndar ekki nema 11 ára og gerðu það gott á Shell mótinu á Akureyri í fyrra. Friðrik Arthúr Guðmundsson er einnig nefndur sem nýr leikmaður - hann er 12 ára og fjandi góður.
Ég er gríðarlega stoltur af uppbyggingarstarfi Skagamanna.
![]() |
Ráðleggur Terry að taka því rólega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 28.2.2007
Yfirlýsing
Frá og með 1. mars árið 2007 er undirritaður hættur stuðningi sínum við Golden State Warriors í NBA-deildinni. Tim Hardaway, Chris Mullin og Mitch Richmond voru hetjurnar sem heilluðu á sínum tíma en eftir að Hardaway kom út úr skápnum sem maður með "hommafælni" er ekki ástæða til þess að elta þetta lið lengur.
Síðuhaldari hefur ekki gert upp við sig hvaða lið fær stuðning hans. Valið stendur á milli Dallas Mavericks eða Phoenix Suns. Ástæðan einföld. Steve Nash heldur með Tottenham og hefur leikið með báðum þessum liðum. Ætla að sofa á þessu í einhverja daga.
Akranesi 28. febrúar, 2007.
Sigurður Elvar Þórólfsson
![]() |
Fowler á leið til Bandaríkjanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 28.2.2007
Nei ég hef ekki séð Mýrina
Ég missti af Fídel Kastró. Veit ekki hvort það hafi langtíma áhrif á geðheilsuna að sjá eða heyra ekki í Kastró af og til.
Komst að því um helgina að ég er hrikalega lélegur í því að fara í bíó.
Hef ekki séð Mýrina eða snjómyndina sem gerist í virkjun norðan heiða.
Ég hef ekki séð eina sekúndu af X-Factor og heldur ekki af Íslandi í dag eftir breytingar.
Þáttur BBC um Jörðina á mánudögum á RÚV er aftur á móti þáttur sem ekki má missa af. Snilld.
Eina myndin sem ég hef séð í vetur er James Bond og það í A-sal Regnbogans Það er alveg hægt að gera betur í þessum efnum. Ekki spurning.
Það væri ráð fyrir dagblöðin að ráða blaðamenn í að skrifa stutta lýsingu á því sem er að gerast í ýmsum framhaldsþáttum sem virðast allir vera á sama tíma.
Lost er að verða eins og Dallas - það gerist ekkert. Datt inn í þann þátt í síðustu seríu en ég hef misst áhugann.
Heroes lofar góðu og CSI klikkar aldrei.
Legg til að einhver taki það helsta úr Lost og skrifi um það í blöðunum - þá verða mánudagskvöldin auðveldari á mínu heimili. Ég myndi lesa slíka grein -ekki spurning.
![]() |
Kastró í beinni útsendingu í útvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)