Mánudagur, 12.3.2007
Eiki í rútu frá Sæmundi
Myndbandið með Eika í Kastljósinu í kvöld var eins og gamall, flatur Ringnes bjór (norskur bjór).
Það er búið að gera 1.000 myndbönd í blæjubíl í Hvalfirði og jafnmargar sjónvarpsauglýsingar.
Dr. Gunni var með góðar hugmyndir í Kastljósinu, Víkingaskip í Bláa Lóninu, spjót og fleira. Líklega kaldhæðni í Doktornum.
Það hefði verið betra að fá Eika í rútu frá Sæmundi í Hvalfirði en þetta LA dæmi í blæjubílnum. Miami Vice þáttur eða hvað.?
Lagið venst furðuvel en ég held að það verði bara eitt partý í vor.
Stjórnendur blog.is hafa enn sem komið er ekki séð ástæðu til þess að hleypa okkur almúganum á efri hæðir bloggsins á forsíðu.
Sæmundur hleypti mér einu sinni upp á efri hæðina í þessum eðalgrip sem er á myndinni.
Samt ekkert spennandi að vera í þessu apparati undir Hafnarfjalli í +40 m/s.
![]() |
Eiríkur verður fimmti á svið í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12.3.2007
Dreifbýlistútta á VIP svæðið?
Ef þessi reglugerð verður ættleidd frá Svergie til Íslands fæ ég ekki póst inn um bréfalúguna.
Bréfalúgan á kotinu okkar er í 3 cm. hæð frá jörðu.
Veit ekki afhverju.
Ætla hinsvegar að benda á bréfalúguna sem félagar mínir á Morgunblaðinu hafa sett upp á blog.is.
Ég hef aldrei komist upp "VIP" svæðið á forsíðu blog.is sem ber nafnið umræðan.
Kannski er það myndin af mér sem fælir menn frá þeirri ákvörðun.
Eða sú staðreynd að ég hef ekki mætt í Moggaboltann í rúm þrjú ár.
Tja.... þetta er verðugt rannsóknarefni - afhverju kemst dreifbýlistúttan frá Akranesi ekki inná VIP svæðið?
![]() |
Ólöglegar bréfalúgur valda vandræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12.3.2007
Örhventir og konur
Horfði ekki á Silfur Egils um helgina, en í þessari bloggfærslu kvartar Sóley Tómasdóttir yfir því að 8 karlar hafi verið í þættinum - og engar konur.
Ég er alveg handviss um að meiri jöfnuður væri í þáttum Egils ef aðeins væri keppt í opnum flokkum í skák og bridge.
Konur og stjórnmálaflokkar sem vilja berjast fyrir auknu jafnrétti í næstu Alþingiskosningum ættu að setja þetta mál í efsta sæti.
Ég hef aldrei skilið afhverju það er keppt í kvennaflokki í þessum greinum.
Á meðan þessi kynskipting er til staðar í keppni í skák og bridge verður staða kvenna í samfélaginu óbreytt. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál.
Ef þetta ófremdarástand lagast ekki legg ég til að keppt verði í flokki örvhentra í skák og bridge.
Ég hef áður minnst á kvennaflokkinn í skák og bridge á þessu bloggi mínu og fengið eitt svar frá konu um málið.
Þar var áhugasvið kvenna helstu rökin fyrir því að keppt er í kvennaflokki í skák og bridge.
Svo sem ágæt rök en ég skil samt ekki afhverju það er keppt í kvennaflokki í skák og bridge. Það fer að líða að því að ég hætti að sofa yfir þessu máli. Og hana nú.
![]() |
Snoop Dogg handtekinn í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)