Laugardagur, 24.3.2007
Vikan - wannabíkúr
Ég las Vikuna á leið minni frá Kef til Barcelona. kræst... stefni að því að vera á forsíðu eftir 66 vikur.
Sigurður Elvar missti vitið og 87 kg. á 89 vikum.
Annað eins "wannabí" tímarit hef ég aldrei áður lesið.
Fitusog....og megrun, gulrótarkúr, Curveskús, melónukúr, appelsínukúr, einarsbúðarkúr, ogégveitekkihvaðkúr....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24.3.2007
Ömurleg tónlist
Barcelona er mögnuð (veit ekki hvort það má nota það orð eftir Rock Star þættina). Hótelið er rétt við Katalóníutorgið, Hotel Regina, sem er um 100 ára gamalt. Eina böggið sem kemur frá mér er ömurleg tónlist í morgunverðarhlaðborðinu.
Ég er viss um að þeir hafa ráðið einhvern "Jóhann Inga" sálfræðing í tónlistarvalinu. Instrúmental jazz,blúsbræðingur, með skemmtaraívafi, er eitthvað sem fær fólk til þess að staldra stutt við.
Og það er líklega hagkvæmt fyrir hótelið. Við borðum minna í morgunverðinum.
Annars er morgunverðarhlaðborðið magnað (úps, ætlaði ekki að koma að þessu tvívegis í sömu færslunni.)
Kaup mín á tveimur spænskum íþróttadagblöðum skiluðu ekki árangri. Skil ekki rassgat í spænsku, jú Cervesa... hvernig læt ég. Á Römblunni fengum við okkur sæti á veitingastað - og viti menn, var ekki Eiki Guðmundsson stórafrekskylfingur og körfuboltatappi úr ÍR og Breiðablik á næsta borði. Blessaður Eiríkur var það eina sem datt upp úr mér.
Úps, 550 Íslendingar á vegum Eimskips í Barcelona, þeir voru út um allt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)