Mánudagur, 5.3.2007
Rauðar rósir
Það er að hellast yfir mig kosningavalkvíði - er alveg að tapa mér í djúpum pælingum, hver sagði hvað við hvern og afhverju? Hver gerði hvað við hvern og afhverju?
Er alveg Lost að hafa ekki séð Silfrið í marga mánuði og ekki lesið stjórnamálapælingarnar hér á Moggablogginu.
Gísli S. Einarsson núverandi bæjarstjóri á Akranesi leysti valkvíðann með einföldum hætti hjá mér árið 1987.
Hann og stuðningsmenn hans voru með fínt partý á gamla Hótelinu á Akranesi. Kvöldið varð til þess að Gísli og gamli Alþýðuflokkurinn fékk atkvæðið.
Held meira að segja að ég hafi sagt ömmu Buggu, mömmu og pabba frá glæpnum og þau voru bara ánægð.
Ég er enn að bíða eftir því að fá boð um gott partý hjá þeim flokkum sem bjóða fram hér í n-vesturkjördæmi.
Lofa engu um atkvæðið en það vantar meira stuð í kosningabaráttuna.
![]() |
Stjórnarandstaðan boðar til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5.3.2007
Hitti naglann á höfuðið
Hver hefði trúað því að umbrotsmaður á Morgunblaðinu, sem heldur með Fylki og er rétt í meðallagi góður í golfi, hafi hitt naglann á höfuðið á lokakafla leiks West Ham og Tottenham í gær.
Ágætur blaðamaður úr Kópavoginum, Hjálmar Jónsson, stökk hæð sína í loft upp þegar Zamora koma West Ham í 3:2. Útlitið var bjart, Hjálmar var í stuði.
Þá kom gullkornið frá umbrotsmanninum snjalla.
"Tottenham vinnur 4:3," sagði hann. Skömmu síðar skoruðu mínir menn tvö mörk í röð. Stalteri stráði salti í sárin. Já, Stalteri.....
Það heyrðist ekkert það sem eftir var kvöldsins frá Hjálmari - Hann sagðist vera upptekinn við vinnu. Rétt fyrir miðnætti var Hjálmar eðlilegur á ný. Það tekur á að halda með West Ham.
Skil það vel. Þvílíkur leikur.
![]() |
Dökkt útlit hjá West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)