Frábær samkeppni

Það kemur fyrir að betri helmingurinn sofnar í sófanum þegar við horfum á sjónvarpið. Getur verið kostur. Eins og í kvöld.

Horfði um stund á útsendingu á SÝN frá pókerkeppni og það er maður sem lýsir tilþrifunum á íslensku. Hvar eru áhorfstölurnar þegar slíkt efni er á boðstólum. poker%20cards

Er þetta ekki betra en X-Faktorinn og kannski með svipað áhorf.

Það sem gladdi mig mest var að samkeppnin í sjónvarpsbransanum er gríðarleg. Á sama tíma og spilaður var póker á SÝN var einnig leikinn póker á Skjá 1.

Og það efni var textað....

Ég gleymdi mér alveg yfir þessum ósköpum...frábært sjónvarpsefni. 


Lyklakippa

Það var ekki við öðru að búast þegar þessir gaurar koma saman á ný.

Reyndi að kaupa miða í gegnum U2 síðuna fyrir nokkrum misserum  -skráði mig í u2 klúbbinn og fékk lyklakippu og allt.481e3af5a4a435c3

Helv. heimasíðan krassaði síðan þegar byrjað var að selja á netinu og lyklakippann sökkaði feitt.

Tölvukerfið hefur staðið Police af sér í þetta skiptið.

Mikið væri nú gaman að heyra í þessum köppum live.

Kannski koma þeir í Egilshöll, hver veit??? enda hægt að græða vel á ölsölu á þeim bænum.

Það kostaði aðeins 750 kall fyrir lítinn Faxehortitt á Roger Waters tónleikum sem ég fór á í fyrra. Og ég keypti tvoCrying

Gjafprís. 


mbl.is Seldist upp á alla tónleika The Police í Bretlandi á klukkustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband