Byggt yfir fallhlífarstökkiđ

Ég veit ekki hvernig hćgt er ađ toppa yfirbyggđ knattspyrnuhús.

Jú, ţađ mćtti líka byggja yfir fallhlífarstökkiđ.

Börn og unglingar sem stunda fótbolta á Akranesi og víđar hafa ţađ gott.

Tók ađ mér ađ stjórna ćfingum hjá 5. fl. karla í gćr í Akraneshöllinni.

Úti var grenjandi rigning og rok. Skítaveđur. Strákarnir spörkuđu í boltann í 7 stiga hita í Akraneshöllinni. Logn, ţurrt og frábćrt undirlag.Akraneshollin

Djöfull vćri mađur góđur í boltanum ef ţessi ađstađa hefđi veriđ til fyrir 30 árum.

Man eftir vorćfingum á malarvellinum í skítakulda og haglél dundi freknóttum kinnum. Boltinn fauk út á Langasand á frosnum vellinum, kaldir puttar, köld eyru og bláar tćr. Kannski varđ ţetta til ţess ađ herđa mannskapinn. 

Hef heyrt af ţví ađ Skagamenn ćtli ađ verđa fyrstir allra til ţess ađ byggja yfir fallhlífarstökkiđ. Ţađ vćri snilld.  


Bloggfćrslur 12. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband