
Miðvikudagur, 18.4.2007
Bönns af monní
Til hamingju -
Það var ekki karl faðir minn sem var gestur nr. 10.000 á seth.blog.is -
Seldi sálu mína og verð hér eftir með stanslausan áróður fyrir Framsóknarflokkinn á þessu bulli.
Gestur nr. 10.000 er því fyrsta kynningarverkefnið hér á seth.blog.is. og það var að sjálfsögðu formaður fjárlaganefndar. seth.blog.is fær bönns af monní fyrir þetta gigg. Jíha.
Þetta er að sjálfsögðu Birkir Jón Jónsson, sem hefur stundað nám í stjórnmálafræði frá árinu 2000.
Hann notar víst sömu sultuna í hárið og Trumparinn í USA. Birkir Jón er á myndinni til hægri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18.4.2007
Þegar Bayless varð hvítur
Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður er að rifja upp flugferð á Ísafjörð á bloggi sínu. Það er ekkert grín að fljúga vestur.
Verð í þessu samhengi að rifja upp fína ferð körfuboltaliðs ÍA árið 1997 til Ísafjarðar. Þetta var um miðjan vetur, í febrúar að mig minnir.
Ronald Bayless bandaríski leikmaðurinn í okkar liði vissi ekk betur en að ferðalagið yrði þægilegt þrátt fyrir hvassviðri og skafrenning. Hann var því grunlaus á leið okkar fyrir Hvalfjörð á leið í flugið.
Flugvélin var frekar lítil, rúmaði þó heilt körfuboltalið.
Bayless sagði ekki orð eftir flugtakið, enda hristist vélin heilmikið og veðrið var vont. Bayless stökk út úr vélinni eftir lendingu en hann var ekki kátur þegar hann vissi að við vorum bara að millilenda á Þingeyri. Tveir glaðir sjómenn bættust í hópinn.
Ferðin yfir í Skutulsfjörðinn var frábær, eða þannig. Og hörundsdökki bakvörðurinn okkar var hvítur í framan þegar við lentum á Ísafirði.
Það er hægt að fljúga mjög nálægt klettum og fjallshlíðum þrátt fyrir vont veður.
Hann reimaði síðan á sig skóna, skoraði 40 stig í sigurleik ÍA.
Framhaldið var enn eftirminnilegra. Veðurtepptir á Ísafirði í 3 daga. Úff.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18.4.2007
Henry Birgir kann að telja

Hér á eftir er færsla Henrys um talninguna á Vísi.
Kemst ekki hjá því að minnast á þennan dýnamíska teljara sem fylgir síðunni. Þegar ég var að lemja þessa síðu saman í gærkvöldi, og hvergi kom fram að þessi síða væri til, þá voru heimsóknir þegar komnar í 400. Er það alveg eðlilegt?
Veit að margir fá mikið út úr því að fá sem flestar heimsóknir á síðuna sína og metnaðurinn til að klifra vinsældalistann á Moggablogginu leynir sér ekki hjá fjölmörgum bloggurum sem beita ýmsum brögðum til að vekja athygli á blogginu sínu.
Svo virðist sem taktík Vísis við að fá fólk yfir til sín frá Mbl sé sú að smyrja ofan á heimsóknartölurnar. Það er mín reynsla enda ekki break að tæplega 1000 manns séu búin að skoða þetta blogg sem tíu manns vita af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 18.4.2007
KR fáni vekur reiði á Akranesi
KR er enn að fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfu og fögnuður þeirra nær alla leið upp á Akranes.
Málið er til umfjöllunar hjá héraðsfréttamiðlinum Skessuhorni.
Góð frétt.
Ekki margir sem hafa þorað að flagga KR-fánanum í "Slippnum" fram til þessa.
Ég veit ekki hvernig staðan er á starfsmannalistanum í Slippnum þessa dagana en þessi vinnustaður hefur í gegnum tíðina verið einn "heitasti" guli bletturinn á Akranesi. Eldheitir stuðningsmenn ÍA með logsuðutæki og slípirokka á ferð og flugi í skipasmíðastöðinni.
Heyrði einu sinni afa minn segja frá því að einhver kjáni hafi flaggað KR-fánanum á miðjum sjötta áratug síðustu aldar í "Slippnum".
KR-ingurinn mætti aldrei aftir í vinnuna.
Sú lygasaga gekk um bæinn að hann hafi endað með fæturna í blautri steypu í stálbala að ítölskum mafíósa sið. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en á síðari stigum flökkusögunnar var sagt frá því að floteiginleikar og siglingahæfi stálbalans hafi ekki verið upp á það allra besta. Hann sökk eins og steinn. En þetta var að sjálfsögðu allt saman helv. lygi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)