Þriðjudagur, 1.5.2007
Veðrið á kjördag ræður úrslitum
Heyrði áhugaverðá kenningu á föstudagskvöldið.
Frekar seint um kvöldið.
Þar var fullyrt að örlög næstu ríkistjórnar gætu ráðist á veðrinu á kjördag.
1.) Ef veðrið verður vont, rok og rigning, eru meiri líkur á því að kjósendur vilji breytingar.
2) Ef veðrið verður gott, sól og blíða, eru minni líkur á því að kjósendur vilji breytingar.
Ég væri til í að fá gott veður, bara til þess að komast í golf fyrir hádegi á kjördag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1.5.2007
Bjarni Ármannsson ráðherra?
Bjarni Ármannsson verður ráðherra í næstu ríkisstjórn ef núverandi meirihluti fellur....
Heyrði þetta plott í dag á 9. braut á Garðavelli... fékk par enda hugmyndin góð.
Ömurlegt dræv, þokkalegt annað högg. Gott vipp og einpútt.
Bjarni væri fínn ráðherra.
-e.s. þeir sem eru að taka þátt í skoðanakönnun síðuhaldara er bent á að eftir að hafa tekið upp nýjan lífsstíl verð ég á forsíðu Vikunnar um miðjan ágúst. "Heineken-kúrinn" svínvirkar. Seth missti vitið og 64 kg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1.5.2007
Warriors og Anja
Þar sem að ég hef verið dyggur stuðningsmaður Golden State Warriors í um tvo áratugi er okkar tími kominn. Baron Davis með easy þriggja stiga körfu í myndbrotinu hér fyrir neðan.
Man einhver eftir því þegar Denver Nuggets vann Seattle Supersonics í fyrstu umferð úrslitakeppninnar?
Fékk ábendingu um að Anja Andersen væri rugl-uð. Get alveg tekið undir það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 1.5.2007
Anja Andersen er rugl
Ég sá þessa handboltakonu leika listir sínar í Noregi á árunum 1998-2000.
Þetta myndband lýsir henni vel.
Ég skora á Guðjón Val Sigurðsson að taka upp eitthvað álíka dæmi. Áskorun. Stökkva inn í helv. markið með boltann eftir hraðaupphlaup. Og taka Íslandsmeti í langstökki í leiðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)