Miðvikudagur, 11.7.2007
Allt eðlilegt - golf.is á hliðinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11.7.2007
Skagamenn mikið í grasinu?
Það ætlar að ganga illa að kenna stuðningsmönnum ÍA að nýta sér stúkuna á Akranesvelli...grasbrekkann heillar fleiri og þá sérstaklega þá sem eru með börn..
það var skemmtilegt að sjá einn starfsmann sitja í nýjasta hluta stúkunnar í gær í bikarleiknum gegn Víking. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu en vissulega sitja fleiri í stúkunni þegar það rignir.
Þetta er annar leikurinn á stuttum tíma þar sem ég tylli mér í grasbrekkuna og er eins og "hver annar" áhorfandi en ekki í vinnunni. Það er allt önnur upplifun á leiknum að láta sig "fljóta" með í stað þess að telja skot á mark og rangstöður.
Skagaliðið er með 5 leikmenn í vörn en sem betur fer eru týpur í liðinu sem geta tekið af skarið í sóknarleiknum.
Jón Vilhelm Ákason er einn þeirra.. það er alltaf eins og hann sé að detta þegar hann er á hlaupum en drengurinn er áræðinn og sigurmarkið hjá honum í gær var með því flottara sem sést hefur á Akranesvelli lengi. Vonandi fær ÍA leik gegn Keflavík í næstu umferð á Akranesvelli....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)