Slæs, húkk eða fade?

Sat spakur með popp og kók í grasbalanum á Akranesvelli í kvöld í sumarfríinu og horfði á leik ÍA og Keflavíkur.

Lokamínútur leiksins eru það skrautlegasta sem maður hefur séð í mörg ár.

Það verður rifist um mark Bjarna næstu árin..og fyrir fjölmiðla er þetta atvik "veisla".. fyrir kylfinga er vert að skoða boltaflugið hjá Bjarna og ég held að þetta hafi verið slæs sem átti að vera húkk...

- Ég held að flestir Skagamenn hefðu viljað að ÍA liðið hefði einfaldlega leyft Keflavík að skora og minnka muninn í 2:1 - allir sáttir.

En eru fordæmi fyrir slíku?

Ég man allavega ekki eftir því og það var létt kaos í gangi þarna úti á vellinum.

- Einar Orri Einarsson leikm. nr. 13 í liði Keflavíkur gerði heiðarlega tilraun til þess að "jarða" Bjarna undir lok leiksins.

Ljótt hefndarbrot.

Menn eru fljótir að gleyma. Ingvi Rafn Guðmundsson leikmaður Keflavíkur er nýbyrjaður að leika á ný eftir fótbrot fyrir tveimur árum í leik gegn ÍBV þar sem Ingvi var fórnarlambið..Það mátti litlu muna að illa færi í samskiptum Einars og Bjarna.    

Guðmundur Steinarsson gerði atlögu að Íslandsmeti í 100 metra hlaupi þegar hann reyndi að ná Bjarna sem fór rakleitt upp í búningsklefa eftir leikinn.

Slíkur sprettur hefur ekki sést á hlaupabrautinni á Akranesvelli frá Landsmótinu árið 1975. Guðmundur náði reyndar ekki Bjarna..

Áhorfendur  hópuðust að  innganginum við  búningsklefana en rammgerð UEFA girðing hélt múgnum frá  aksjóninu. Eða þannig. 

Einn vippaði sér yfir girðinguna án þess að nokkur skipti sér að því.

Þetta er annað árið í röð þar sem að allt fer úr skorðum í leik ÍA og Keflavíkur.

Í fyrra voru það Hjörtur Hjartarson og Guðmundur Mete sem áttu sviðsljósið. Hitti reyndar á Hjört á leiknum og hann var alveg spakur. Þeir  félagar mætast á miðvikudagin í bikarnum, Þróttur og Keflavík...

Hef ekki trú á því að hinn rólegi Hjössi fari á límingunum í þeim leik. 

Ég bíð spenntur eftir næsta leik þessara liða  - úrslit í bikarnum væri fínn  leikur?


mbl.is Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klöppum fyrir því

Gult er liturinn í ár. Sólin og grasið tóna vel saman á golfvellinum á Akranesi. Græni liturinn varla til staðar og flatirnar eru harðar sem grjót.  Vantar þrumuveður á Akranes í hvelli.

-Það kom aldrei þrumuveður á Mallorca eins og búið var að lofa.

Beið spenntur.  -

Íslendingar í flugvélum eru hættir að vera fullir á leið til og frá útlöndum. Flugdólgarnir hvergi sjáanlegir en það er ótrúlegt að heyra fólk heldur uppi þeim sið að klappa þegar lent er.

Var alveg búinn að gleyma þessari upplifun enda langt síðan ég fór í leiguvél.

Er þetta séríslenskt fyrirbæri?


mbl.is Þrumur og eldingar á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband